Peningamál - 01.03.2005, Page 23

Peningamál - 01.03.2005, Page 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 23 Þróun eignaverðs styður einnig við einkaneyslu. Lækkun gengis hlutabréfa síðastliðið haust hefur u.þ.b. gengið til baka. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig tekið nýjan vaxtarkipp í kjölfar aukins framboðs lánsfjár. Útlán lánakerfisins til heimila jukust verulega á árinu, og hafa þau ekki aukist jafn mikið frá árinu 2000. Þær tölur sem fyrir liggja um útlán til heimilanna á þessu ári benda til að vöxturinn sé enn hraður. Tölur um bifreiðainnflutning og nýskráningu bifreiða sýna auk- inn vöxt á síðasta fjórðungi ársins 2004 en hægt hafði á vextinum á vor- og á sumarmánuðum. Hins vegar hefur heldur hægt á innflutn- ingi annarrar neysluvöru til heimilanna. Útlit er fyrir áframhaldandi hækkun eignaverðs, aukinn kaupmátt ráðstöfunartekna og betra atvinnuástand á árinu. Það mun stuðla að örum vexti einkaneyslu, en á hinn bóginn má gera ráð fyrir að áhrifa hærri stýrivaxta fari að gæta í ríkari mæli. Spáir bankinn því minni vexti einkaneyslu á árinu en hann gerði í desember sl. Nokkuð mun hægja á vexti einkaneyslu þegar líður á spátímabilið þegar hápunktur stóriðju- framkvæmda verður að baki. Gert er ráð fyrir að einkaneysla vaxi um 8% frá árinu 2004 til 2005 og um 6½% milli áranna 2005 og 2006. Samneysla Samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofunnar fyrir árið 2004 er áætl- að að samneysla hafi í fyrra vaxið um 3,6% frá fyrra ári. Talið er að samneysla sveitarfélaga hafi vaxið um 7% milli ára, en útgjöld ríkis og almannatrygginga um tæplega 2%. Vöxtur samneyslu var töluvert umfram áætlun, sérstaklega hjá sveitarfélögunum, en samkvæmt fjár- lögum fyrir 2004 átti samneysla ríkis og almannatrygginga að vaxa um 1% umfram verðlag og gert var ráð fyrir svipuðum vexti sam- neyslu sveitarfélaga. Samkvæmt fjárlögum fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að samneysla ríkis og almannatrygginga vaxi um 1½%. Áætlanir gera ráð fyrir ½%-1% vexti samneyslu sveitarfélaga á árinu, saman- Tafla 5 Vísbendingar um einkaneyslu 2004 og á fyrsta ársfjórðungi 2005 Fyrsti Annar Þriðji Fjórði Sl. Breyting frá fyrra ári í % nema annað sé tekið fram ársfj. ársfj. ársfj. ársfj. Það sem af er ári (tímabil)1 3 mán. Dagvöruvelta (raunbreyting) 3,8 3,4 4,3 3,3 4,5 (janúar - febrúar 2005) 4,0 Greiðslukortavelta (raunbreyting)2 9,7 9,7 4,9 11,3 16,2 (janúar - febrúar 2005) 14,7 þar af innanlands 8,9 8,6 4,0 4,0 15,3 (janúar - febrúar 2005) 13,6 þar af erlendis 27,3 29,1 18,4 18,4 34,1 (janúar - febrúar 2005) 35,3 Bifreiðaskráning (fjölgun skráninga) 35,8 28,4 19,5 44,3 30,8 (janúar - desember 2004) 44,3 Almennur innflutningur (magnbreyting)3 23,7 18,7 13,6 16,0 16,0 (janúar - desember 2004) 16,0 Innflutningur neysluvöru (magnbreyting)3 14,5 15,3 14,5 15,7 15,7 (janúar - desember 2004) 15,7 Bifreiðar til einkanota 24,4 24,2 24,6 35,0 35,0 (janúar - desember 2004) 35,0 Varanlegar neysluvörur, t.d. heimilistæki3 21,7 19,4 16,3 17,1 16,9 (janúar - desember 2004) 16,9 Hálfvaranlegar neysluvörur, t.d. fatnaður3 10,7 9,9 8,8 7,5 8,0 (janúar - desember 2004) 8,0 Mat- og drykkjarvörur 13,8 11,8 10,5 10,2 10,2 (janúar - desember 2004) 10,2 Væntingavísitala Gallup 18,0 -11,7 5,5 -3,2 -0,4 (janúar - febrúar 2005) 1,6 Mat á núverandi ástandi 66,1 13,8 23,1 19,8 21,9 (janúar - febrúar 2005) 23,8 Væntingar til sex mánaða 2,4 -22,3 -3,5 -14,7 -11,9 (janúar - febrúar 2005) -9,8 1. Breyting frá fyrra ári í % á því tímabili sem sýnt er í sviga. 2. Bæði greiðslukortavelta heimila og fyrirtækja, meginhluta greiðslukortaveltu má rekja til heimila. 3. Ársfjórðungstölur miðast við tölur sem eru uppsafnaðar frá ársbyrjun. Heimildir: Bílgreinasambandið, Fasteignamat ríkisins, Hagstofa Íslands, Íbúðalánasjóður, Samtök verslunar og þjónustu, sementsseljendur, Seðlabanki Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.