Peningamál - 01.03.2005, Síða 27

Peningamál - 01.03.2005, Síða 27
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 27 Íbúðafjárfesting Samkvæmt nýju þjóðhagsyfirliti Hagstofunnar jókst íbúðafjárfesting mun minna á árinu 2004 en árið áður eða um 3% samanborið við 13,4% árið 2003. Vöxturinn á árinu 2004 var jafnframt töluvert minni en Seðlabankinn hafði spáð, en upplýsingar frá byggingarverktökum, hátt íbúðaverð, ört vaxandi eftirspurn, aukið lánsframboð og lægri vextir á síðasta ári höfðu bent til meiri fjárfestingar. Enn er þó töluverð óvissa í mati á íbúðafjárfestingu og því hugsanlegt að það kunni að breytast þegar frá líður. Einnig kann hluti þeirrar fjárfestingar sem spáð var árið 2004 að koma fram í gögnum fyrir árið 2005. Flest bendir til þess að íbúðafjárfesting aukist verulega á þessu ári. Vöxtur eftirspurnar hefur verið að færast í aukana undanfarna mánuði. Áætlað er að ráðstöfunartekjur muni aukast, atvinnuleysi fer minnkandi, íbúðaverð hækkar hraðar og er orðið hærra en það hefur áður verið og lánskjör betri og lánaframboð meira en nokkru sinni fyrr. Minni fjárfesting í íbúðarhúsnæði á síðasta ári en búist var við kann einfaldlega að fela í sér meiri fjárfestingu á þessu ári en áður var spáð. Bankinn spáir því að fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist um fimmtung á árinu en um tæplega 10% á árinu 2006. Það sem hafa mun einna sterkust áhrif á íbúðafjárfestingu á þessu ári er hátt íbúðaverð. Allsterkt samband virðist vera á milli svo- kallaðs Q-hlutfalls, (sem er hlutfall milli markaðsverðs húsnæðis og vísitölu byggingarkostnaðar), og íbúðafjárfestingar. Þegar íbúðaverð hækkar umfram byggingarkostnað, ætti að myndast hvati fyrir bygg- ingaraðila til að byggja fleiri íbúðir.6 Íbúðafjárfesting var í lágmarki árið 1999, rúmlega 3½% af vergri landsframleiðslu, en jókst jafnt og þétt eftir það og var komin í 5½% af landsframleiðslu árið 2003. Fyrstu tvo mánuði ársins hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um að meðaltali 30% frá sama tíma fyrir ári. Íbúðaverð á höfuðborg- arsvæðinu ríflega tvöfaldaðist á tímabilinu frá 1997-2004, samanbor- ið við tæplega 40% hækkun byggingarkostnaðar. Á milli áranna 2003 og 2004 hækkaði húsnæðisverð um rúmlega 13%, en á sama tíma hækkaði vísitala byggingarkostnaðar einungis um rúmlega 6% Byggingafulltrúar gera ráð fyrir um 12% aukningu íbúðabygg- inga á árinu í fermetrum talið, en á síðasta ári var aukningin 15%. Byggingarmagn hefur aukist hraðar en fólksfjölgun að undanförnu og skýrist líklega af því að ungt fólk fjárfestir fyrr en áður í nýju húsnæði í staðinn fyrir að leigja og ættu húsnæðislán bankanna, sem gefa kost á hærra veðhlutfalli og lengri endurgreiðslutíma en áður, auk þess sem vextir eru lægri, að styðja við þessa þróun. Velta á fasteignamarkaði og fjöldi kaupsamninga jókst verulega eftir að bankarnir tóku að bjóða fasteignaveðlán í lok sumars. Á tíma- bilinu júlí til desember árið 2004 jókst velta um 84% og kaupsamn- ingum fjölgaði um rúmlega 65% miðað við sama tíma árið áður. Flest bendir til þess að eftirspurn eftir íbúðum verði áfram mjög mikil. Fyrstu tvo mánuði þessa árs jókst velta um 80% og fjöldi samninga um 66% frá sama tíma fyrir ári. 6. Sjá t.d. ítarlega umfjöllun í Efnahagsleg áhrif breytinga á fyrirkomulagi lánsfjármögnunar íbúðarhúsnæðis, skýrsla Seðlabanka Íslands til félagsmálaráðherra, 28. júní 2004.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.