Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 28

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 28
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 28 Innflutningur Samkvæmt þjóðhagsreikningum jókst innflutningur um 14,3% á árinu 2004 eða svipað og gert var ráð fyrir í spá Seðlabankans sem birtist í desember. Innflutningur jókst töluvert á síðasta fjórðungi ársins eða um 21,3%, eftir minni vöxt tvo ársfjórðunga þar á undan. Innflutning- ur neysluvöru var sérstaklega mikill á árinu 2004, mestur á fyrri hluta árs og aftur undir lok ársins. Aukninguna má að mestu rekja til inn- flutnings fólksbíla og varanlegra heimilistækja. Innflutningur fjárfest- ingarvöru var einnig mikill á árinu 2004. Um mitt ár hægði á aukning- unni en hún tók aftur við sér undir lok árs. Útgjöld vegna ferðaþjón- ustu jukust um 24,3% á föstu gengi og svipuð aukning varð á útgjöld- um vegna samgangna eða 25,4%. Flestar vísbendingar sýna áframhaldandi kröftugan vöxt inn- flutnings það sem af er þessu ári. Fyrir árið í heild er gert ráð fyrir tæp- lega 20% vexti innflutnings. Spáð er miklum vexti í einkaneyslu og verulegri aukningu innflutnings í tengslum við stóriðjuframkvæmdir. Gengi krónunnar á þessu ári er einnig töluvert hærra en í fyrra og það ýtir enn frekar undir innflutning. Ekki er gert ráð fyrir að innflutningur aukist árið 2006, enda hefur innflutningur tengdur stóriðjufram- kvæmdum færst fram til þessa árs og verður minni á næsta ári. Hagvöxtur og framleiðsluspenna Samkvæmt áætlun Hagstofunnar var hagvöxtur árið 2004 álíka mikill og Seðlabankinn spáði í desember. Þá spáði Seðlabankinn 5,4% hag- vexti en áætlunin sýnir 5,2% vöxt. Spáð er meiri hagvexti í ár en gert var í desember, eða tæplega 6½%. Meiri fjárfesting en þá var áætlað er meginskýringin. Á móti kemur hins vegar að einkaneysla og atvinnu- vegafjárfesting utan stóriðju vaxa hægar en spáð var í desember, sem að hluta til má rekja til aðhaldssamari peningastefnu en þá var miðað við. Áhrif aukins aðhalds ná hins vegar ekki að vinna upp áhrif aukinnar fjármunamyndunar. Þjóðarútgjöld vaxa því u.þ.b. 1½ prósentu meira en spáð var í desember. Á næsta ári er nú spáð minni vexti þjóðarútgjalda en í síðustu spá bankans. Þar munar mest um tilfærslu stóriðjufjárfestingar til þessa árs. Einnig verða vaxtahækkanir Seðlabankans farnar að segja enn frekar til sín, sem kemur t.d. fram í minni vexti einkaneyslu og samdrætti í at- vinnuvegafjárfestingu án stóriðju. Nokkru meiri vöxtur útflutnings og verulega minni vöxtur innflutnings gera það hins vegar að verkum að hagvöxtur á næsta ári verður meiri en spáð var í desember. Þjóðhagsreikningum Hagstofunnar fyrir árið 2004 fylgdi endur- mat á eldri þjóðhagstölum. Samkvæmt þeim var verulegur samdráttur í þjóðarbúskapnum árið 2002, eða sem nam 2%. Það er mun meiri sam- dráttur en áður var talið. Þetta hefur töluverð áhrif á mat á framleiðslu- spennu.7 Samkvæmt þessu var hún neikvæð um ríflega 3% af lands- framleiðslu árið 2002, og rúmlega 1% árið 2003. Þetta kann að skýra ósamræmi sem hefur virst vera á milli ástands vinnumarkaðar annars vegar og framleiðsluspennu hins vegar. Endurmat á framleiðsluspennu sem tekur mið af þessum nýju upplýsingum sem Hagstofan birti í mars, 7. Nánari lýsingu á aðferðarfræði Seðlabankans við mat á framleiðsluspennu er að finna í við- auka 2. Mynd 25 Vöxtur innflutnings 1998-2006 1. Spá Seðlabanka Íslands fyrir breytingu milli ára 2005-2006. Spáð er óbreyttu magni innflutnings árið 2006 og því sést engin súla fyrir það ár. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1 23 41 234 12 341 23 41 234 123 41 23 412 341 23 4 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 0 10 20 30 40 -10 -20 Breyting frá fyrra ári (%) Lína sýnir breytingu frá sama ársfjórðungi árið áður. Súlur sýna breytingu milli árlegra talna.1 Mynd 26 Innfluttar neyslu- og fjárfestingarvörur 1996-2004 Heimild: Hagstofa Íslands. 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 12 13 14 15 16 17 % af VLF Mynd 27 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 0 1 2 3 4 5 6 -1 -2 -3 -4 -5 % af VLF Framleiðsluspenna/framleiðsluslaki 1992-20061 1. Spá Seðlabanka Íslands fyrir árin 2005-2006. Heimild: Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.