Peningamál - 01.03.2005, Side 30

Peningamál - 01.03.2005, Side 30
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 30 V Opinber fjármál Á liðnu ári batnaði afkoma hins opinbera úr 8 ma.kr. halla í 5 ma.kr. afgang samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar, eða um 1,6% af vergri landsframleiðslu. Afkoma sveitarfélaga er talin hafa versnað um 9 ma.kr., en afkoma ríkissjóðs batnaði um 22 ma.kr. eða 2,6% af landsframleiðslu. Batinn hjá ríkissjóði var heldur meiri en að var stefnt með fjár- lögum, í stað 15 ma.kr. Batinn var borinn uppi af mun meiri hækkun tekna og gjalda, sem að hluta má rekja til meiri hagvaxtar og meiri vaxtar þjóðarútgjalda en vænst var í ársbyrjun. Um það er fjallað nán- ar í rammagrein 2. Tekjur ríkissjóðs (að frátalinni eignasölu) áttu að hækka um 5%, en niðurstaðan sýnist nær 12% eða 8% umfram verðlag. Útgjöld áttu að hækka um ½% og lækka um 3% að raun- virði milli ára, ef gengið er út frá skattaafskriftum og lífeyrisfærslum í meðallagi. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar hefur reyndin orðið 3% hækkun, eða u.þ.b. óbreytt útgjöld að raungildi. Á fjárlögum ársins 2005 er gert ráð fyrir 5% hækkun tekna og gjalda og óbreyttri afkomu ríkissjóðs. Áfram er stuðst við langtíma- áætlun ríkissjóðs, þar sem gert er ráð fyrir hóflegri útgjaldaaukningu árið 2006 og allnokurri árið 2007. Þá er hins vegar gert ráð fyrir að hægi á tekjuaukningu við lok stóriðjuframkvæmda, auk þess sem áhrifa skattalækkana gætir. Nokkur halli mun því væntanlega mynd- ast á ríkissjóði. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var 5 ma.kr. halli á rekstri sveitarfélaganna á síðasta ári á mælikvarða þjóðhagsreikninga. Versnaði afkoman um rúma 9 ma.kr. milli ára. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman helstu atriði úr fjárhagsáætlunum sveitarfélaga árið 2005 og endurskoðuðum fjárhagsáætlunum árið 2004. Samanburður bendir til þess að tekjur ættu að hækka um næst- um 12% að nafnvirði milli áranna 2004 og 2005, skatttekjur þó ekki nema um 10%. Gjöld að meðtöldum fjármagnsliðum og fjárfestingu eiga að vaxa um 4% að nafnvirði. Samkvæmt því myndi afkoma sveitarfélaganna batna verulega og skríða yfir núllið. Árið fyrir kosn- ingar hefur þó oft reynst sveitarfélögunum þungt í skauti. Hreinar skuldir ríkissjóðs hafa lítið lækkað undanfarin ár, að nokkru leyti vegna þess að mikil áhersla hefur verið lögð á að bæta stöðuna gagnvart lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Skuldir við þá hafa ekki verið sýndar á sama hátt og aðrar skuldir, né heldur innstæður í Seðlabankanum. Nettóskuldir ríkisins hækkuðu aðeins árið 2004, þar sem aukagreiðslur til lífeyrissjóða og innstæðuaukning í Seðlabankanum voru meiri en afgangurinn á ríkissjóði að viðbættum gengishagnaði. Heildarskuldir lækkuðu hins vegar talsvert. Árið 2004 vógu afgangur sem nam 8 ma.kr., 25 ma.kr. lánainnheimta og rúmlega 10 ma.kr. gengishagnaður á móti 19 ma.kr. greiðslu inn í lífeyrissjóði og Seðla- banka. Mældar heildarskuldir lækkuðu því um meira en 20 ma.kr. Slæm afkoma sveitarfélaga á síðasta ári veldur því að skuldir þeirra eru taldar hafa vaxið um 4-5 ma.kr. en hreinar skuldir um 3-4 ma.kr. Undanfarin ár hafa hreinar skuldir sveitarfélaga haldist nálægt 7½% af landsframleiðslu þrátt fyrir að þau hafi verið rekin með halla. Helstu skýringar á þessari framvindu eru sala eigna og vöxtur landsframleiðslu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.