Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 31

Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 31
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 31 Rammagrein 2 Hagsveiflan og ríkisbúskapurinn Afkoma hins opinbera er talin hafa batnað um 22 ma.kr. milli ár- anna 2003 og 2004 eða um sem nemur nær 3% af landsfram- leiðslu. Afkomubatinn stafar einvörðungu af bættri afkomu ríkis- sjóðs, en afkoma sveitarfélaga virðist fremur hafa versnað en hitt. Að nokkru leyti má rekja batann hjá ríkissjóði til aukins aðhalds að útgjöldum eftir mikinn vöxt árið 2003. Að hluta stafar batinn hins vegar af meiri vexti framleiðslu og eftirspurnar en reiknað var með þegar fjárlög ársins 2004 voru samþykkt. Þá var reiknað með 3½% vexti landsframleiðslu, en þjóðhagsreikningar sýna nú rúmlega 5%. Áhugavert er að skoða að hve miklu leyti má rekja bætta afkomu ríkissjóðs til aukins hagvaxtar og þjóðarútgjalda. Þegar lagt er mat á áhrif hagsveiflunnar á ríkisbúskapinn er gengið út frá því að framleiðslugeta þjóðarbúsins vaxi með nokkurn veginn jöfnum eða tregbreytilegum hraða en raunverulegur vöxtur sveiflist í kringum þann feril. Framleiðsla er því ýmist meiri eða minni en sem nemur framleiðslugetu. Munurinn þar á milli er kallaður framleiðsluspenna. (Um mat á framleiðslugetu og framleiðslu- spennu, sjá í viðauka 2) Áhrif hagsveiflunnar á ríkisbúskapinn má þá skilgreina sem breytingu á afkomu ríkissjóðs eða hins opinbera í heild sem rekja má til breytinga á framleiðsluspennu, að öðru óbreyttu. Í útreikningum sem Seðlabankinn hefur notað til að áætla áhrif hagsveiflunnar á fjárhag hins opinbera, er reiknað með því að fyrir hvert 1% sem framleiðsluspenna eykst hækki tekjur hins opin- berra um rúmlega 2%.1 Til að sjá hvað liggur að baki þessari reikni- reglu verður hér litið á tvo tekjuþætti, annars vegar tekjuskatt sem einstaklingar greiða til ríkis og sveitarfélaga og hins vegar það sem kalla mætti eyðsluskatta, þ.e. virðisaukaskatt, tolla, vörugjöld og fleira af líku tagi. Rétt er að hafa í huga að reikningar af þessu tagi eru háðir mikilli óvissu, m.a. vegna þess að í þeim er gengið út frá að allar hagsveiflur séu eins. Svo er áreiðanlega ekki. Hermireikningar benda til þess að þegar meðallaun hækka um 1% hækki heildarafrakstur útsvars, að öðru óbreyttu, um 1% og af- rakstur tekjuskatts um 2%. Fjölgun starfa um 1% hækkar hins veg- ar útsvar og tekjuskatt jafnt ef tekjudreifingin breytist ekki, um 1% eins og tekjustofninn. Forsendur fjárlaga miðuðust við 5% launa- hækkun, 2% fjölgun starfa og 3½% vöxt landsframleiðslu. Skatt- leysismörk voru hækkuð um 2½%. Miðað við þetta mátti reikna með að afrakstur tekjuskatta hækkaði um 8½% milli ára og hlutur ríkisins um 10%. Forsendur fjárlaga um laun og fjölgun starfa eru taldar hafa gengið eftir. Fyrstu tölur benda til þess að afrakstur ríkis- sjóðs af tekjuskatti einstaklinga hafi aukist um 12%, nokkru meira en reikningarnir spá. Í krónum munar þar rúmum milljarði. Tekjur einstaklinga hefðu þó ekki þurft að vaxa nema um 1½% í viðbót við núverandi spár til að skýra þennan mun. Því má hugga sig við að heimildir um tekjuþróun 2004 eru enn af skornum skammti. Eyðsluskattarnir eru einfaldari viðfangs þar eð þeir eru flatir, án skattstiga eða skattleysismarka af neinu tagi. Þeir skattar sem hér er litið til, gáfu af sér um 105 ma.kr. á árinu 2003 eða um 13,3% af VLF, og áttu samkvæmt fjárlagaáætlunum að skila 5½% meira árið 2004 en árið áður. Útkoman samkvæmt fyrstu greiðslutölum er 13½% hækkun milli ára. Þá má horfa til þess að reynslan sýnir að hvert 1% í aukinni framleiðsluspennu virðist að meðaltali hækka hlutfall eyðsluskatta af landsframleiðslu um u.þ.b. 0,13%. Neysla 1. Í kaflanum um opinber fjármál í Peningamálum 2004/4 var ranglega talað um 1,1% í þessu sambandi. Sú tala á við hlutfall tekna af landsframleiðslu, sem hækkar að sjálfsögðu minna en tekjurnar þegar landsframleiðsla vex.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.