Peningamál - 01.03.2005, Síða 31
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
31
Rammagrein 2
Hagsveiflan og
ríkisbúskapurinn
Afkoma hins opinbera er talin hafa batnað um 22 ma.kr. milli ár-
anna 2003 og 2004 eða um sem nemur nær 3% af landsfram-
leiðslu. Afkomubatinn stafar einvörðungu af bættri afkomu ríkis-
sjóðs, en afkoma sveitarfélaga virðist fremur hafa versnað en hitt.
Að nokkru leyti má rekja batann hjá ríkissjóði til aukins aðhalds að
útgjöldum eftir mikinn vöxt árið 2003. Að hluta stafar batinn hins
vegar af meiri vexti framleiðslu og eftirspurnar en reiknað var með
þegar fjárlög ársins 2004 voru samþykkt. Þá var reiknað með 3½%
vexti landsframleiðslu, en þjóðhagsreikningar sýna nú rúmlega 5%.
Áhugavert er að skoða að hve miklu leyti má rekja bætta afkomu
ríkissjóðs til aukins hagvaxtar og þjóðarútgjalda.
Þegar lagt er mat á áhrif hagsveiflunnar á ríkisbúskapinn er
gengið út frá því að framleiðslugeta þjóðarbúsins vaxi með nokkurn
veginn jöfnum eða tregbreytilegum hraða en raunverulegur vöxtur
sveiflist í kringum þann feril. Framleiðsla er því ýmist meiri eða minni
en sem nemur framleiðslugetu. Munurinn þar á milli er kallaður
framleiðsluspenna. (Um mat á framleiðslugetu og framleiðslu-
spennu, sjá í viðauka 2) Áhrif hagsveiflunnar á ríkisbúskapinn má þá
skilgreina sem breytingu á afkomu ríkissjóðs eða hins opinbera í
heild sem rekja má til breytinga á framleiðsluspennu, að öðru
óbreyttu.
Í útreikningum sem Seðlabankinn hefur notað til að áætla
áhrif hagsveiflunnar á fjárhag hins opinbera, er reiknað með því að
fyrir hvert 1% sem framleiðsluspenna eykst hækki tekjur hins opin-
berra um rúmlega 2%.1 Til að sjá hvað liggur að baki þessari reikni-
reglu verður hér litið á tvo tekjuþætti, annars vegar tekjuskatt sem
einstaklingar greiða til ríkis og sveitarfélaga og hins vegar það sem
kalla mætti eyðsluskatta, þ.e. virðisaukaskatt, tolla, vörugjöld og
fleira af líku tagi. Rétt er að hafa í huga að reikningar af þessu tagi
eru háðir mikilli óvissu, m.a. vegna þess að í þeim er gengið út frá
að allar hagsveiflur séu eins. Svo er áreiðanlega ekki.
Hermireikningar benda til þess að þegar meðallaun hækka um
1% hækki heildarafrakstur útsvars, að öðru óbreyttu, um 1% og af-
rakstur tekjuskatts um 2%. Fjölgun starfa um 1% hækkar hins veg-
ar útsvar og tekjuskatt jafnt ef tekjudreifingin breytist ekki, um 1%
eins og tekjustofninn. Forsendur fjárlaga miðuðust við 5% launa-
hækkun, 2% fjölgun starfa og 3½% vöxt landsframleiðslu. Skatt-
leysismörk voru hækkuð um 2½%. Miðað við þetta mátti reikna
með að afrakstur tekjuskatta hækkaði um 8½% milli ára og hlutur
ríkisins um 10%. Forsendur fjárlaga um laun og fjölgun starfa eru
taldar hafa gengið eftir. Fyrstu tölur benda til þess að afrakstur ríkis-
sjóðs af tekjuskatti einstaklinga hafi aukist um 12%, nokkru meira
en reikningarnir spá. Í krónum munar þar rúmum milljarði. Tekjur
einstaklinga hefðu þó ekki þurft að vaxa nema um 1½% í viðbót
við núverandi spár til að skýra þennan mun. Því má hugga sig við
að heimildir um tekjuþróun 2004 eru enn af skornum skammti.
Eyðsluskattarnir eru einfaldari viðfangs þar eð þeir eru flatir,
án skattstiga eða skattleysismarka af neinu tagi. Þeir skattar sem hér
er litið til, gáfu af sér um 105 ma.kr. á árinu 2003 eða um 13,3%
af VLF, og áttu samkvæmt fjárlagaáætlunum að skila 5½% meira
árið 2004 en árið áður. Útkoman samkvæmt fyrstu greiðslutölum er
13½% hækkun milli ára. Þá má horfa til þess að reynslan sýnir að
hvert 1% í aukinni framleiðsluspennu virðist að meðaltali hækka
hlutfall eyðsluskatta af landsframleiðslu um u.þ.b. 0,13%. Neysla
1. Í kaflanum um opinber fjármál í Peningamálum 2004/4 var ranglega talað um 1,1% í
þessu sambandi. Sú tala á við hlutfall tekna af landsframleiðslu, sem hækkar að
sjálfsögðu minna en tekjurnar þegar landsframleiðsla vex.