Peningamál - 01.03.2005, Page 36

Peningamál - 01.03.2005, Page 36
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 36 svipað horf og fyrir áratug gæti viðskiptahallinn aukist um nokkrar prósentur og orðið enn meiri en spá bankans gerir ráð fyrir. Gríðarlegt innstreymi lánsfjár til að fjármagna viðskiptahalla og erlenda fjárfestingu vekur spurningar um langtímaforsendur gengisstöðugleika Framvindan í fyrra líkist árinu 2000 að því leyti að saman fór mikill viðskiptahalli og verulegt útstreymi vegna verðbréfakaupa og beinnar fjárfestingar innlendra aðila erlendis. Svokallaður grunnjöfnuður er skilgreindur sem summan af viðskiptahalla og erlendri verðbréfafjár- festingu og beinni fjárfestingu innlendra aðila. Árið 2000 nam grunn- jöfnuðurinn, þannig skilgreindur, 20% af landsframleiðslu. Það hve þjóðarbúskapurinn var orðinn háður innstreymi lánsfjármagns leiddi svo til þess að mikill þrýstingur skapaðist á gengi krónunnar þegar dró úr fjárfestingu og innstreymi fjármagns. Í fyrra var grunnjöfnuður enn neikvæðari en hann var árið 2000, eða sem nam 34% af lands- framleiðslu, enda jukust bein erlend fjárfesting (nettó) og verðbréfa- kaup mikið á sama tíma og halli á viðskiptum við útlönd fór vaxandi. Ólíkt árinu 2000 er hins vegar hægt að slá því föstu að a.m.k. við- skiptahallinn eigi enn eftir að aukast. Aldrei fyrr hefur jafnmikið fjármagn streymt inn til landsins og á sl. ári. Fjármagnshreyfingar ársins 2004 voru þær mestu sem verið hafa, en hreint fjárinnstreymi skv. greiðslujafnaðaruppgjöri nam tæp- lega 148 ma.kr. Þá verður að vísu að hafa í huga að skekkjuliður greiðslujafnaðar er óvenjustór, eða um 78 ma.kr. Því er margt á huldu um hvað hefur orðið um þetta fjármagn. Ein meginástæða mikils fjármagnsinnstreymis eru miklar erlendar lántökur innlendra banka, einkum skuldabréfaútgáfa erlendis. Hrein erlend lántaka nam í fyrra 70% af landsframleiðslu. Á móti skulda- söfnun þjóðarinnar hefur auðvitað átt sér stað mikil eignamyndun erlendis. Þar vega þyngst erlend útlán bankanna, sem jukust um tæpa 137 ma.kr. frá febrúar í fyrra þar til í febrúar í ár. Bein erlend fjár- munaeign tæplega tvöfaldaðist á milli ára, auk þess sem verðbréfaeign jókst mikið. Í fyrsta sinn í sögunni voru erlendar eignir þjóðarbúsins meiri en landsframleiðslan í árslok. Eigi að síður versnaði hrein staða þjóðarbúsins í fyrra um sem nam ríflega 17% af landsframleiðslu og var í árslok neikvæð um 87% af landsframleiðslu. Erlend skuldastaða versnaði enn meira og nam í árslok 131% af landsframleiðslu. Hér verður þó að hafa í huga óvenjustóran skekkjulið greiðslujafnaðar sem kann að þýða að hreina skuldastaðan sé ofmetin. Mynd 31 Erlendar eignir og skuldir og hreinar erlendar lántökur 1990-2004 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 0 50 100 150 200 250 -50 % af VLF Erlendar eignir Erlendar skuldir Hreinar erlendar lántökur Heimild: Seðlabanki Íslands. Tafla 8 Grunnjöfnuður - samanburður á milli ára % 1998 2000 2004 Viðskiptajöfnuður -6,9 -10,5 -8,1 Vöruskiptajöfnuður -4,4 -5,7 -4,3 Þáttatekjujöfnuður -2,2 -2,9 -2,1 Vaxtajöfnuður -3,0 -3,6 -2,6 Grunnjöfnuður (viðskiptajöfnuður + bein fjárfesting + erlend verðbréf) -9,8 -20,8 -34,0 Heimild: Seðlabanki Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.