Peningamál - 01.03.2005, Side 45
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
45
IX Stefnan í peningamálum
Síðustu vaxtahækkanir Seðlabankans hafa að mestu leyti skilað
sér í auknu aðhaldi
Í Peningamálum 2004/4, sem komu út í byrjun desember, var kynnt
hækkun stýrivaxta Seðlabankans um 1 prósentu. Seðlabankinn hækk-
aði stýrivexti aftur í febrúar, um leið og birt var greinargerð til ríkis-
stjórnarinnar í tilefni þess að verðbólga mældist umfram efri þolmörk
verðbólgumarkmiðsins. Aðhald peningastefnunnar hefur því verið
aukið töluvert frá því sem reiknað var með í verðbólguspá Seðlabank-
ans í desember, a.m.k. að því gefnu að verðbólguvæntingar hafi ekki
aukist verulega. Um verðbólguvæntingar aðila á skuldabréfamarkaði
ríkir reyndar nokkur óvissa um þessar mundir, vegna skorts á heppi-
legum viðmiðunarflokki verðtryggðra skuldabréfa, eins og áður hefur
komið fram. Kannanir meðal fyrirtækja og einstaklinga benda hins
vegar til þess að verðbólguvæntingar séu svipaðar og í fyrri könnun-
um, þ.e.a.s. að verðbólguvæntingar einstaklinga séu nálægt 4% og
fyrirtækja nálægt 3½%. Miðað við þessar vísbendingar má ætla að
tvær síðustu vaxtahækkanir Seðlabankans hafi að mestu leyti skilað
sér í auknu aðhaldi, en töluvert vantaði á að fyrri vaxtahækkanir
bankans leiddu til samsvarandi hækkunar raunstýrivaxta. Auk þess
felst töluvert meira aðhald í hærra gengi krónunnar.
Verðbólguhorfur nokkru betri en í desember
Ítarlega hefur verið gerð grein fyrir ástæðum vaxtahækkana Seðla-
bankans í desember og febrúar, hinni fyrri í Peningamálum 2004/4 og
hinni síðari í greinargerð til ríkisstjórnarinnar, sem birt var 18. febrúar
og birtist einnig í þessu hefti Peningamála. Efni þeirra verður því ekki
rakið í smáatriðum. Í stuttu máli voru versnandi verðlagshorfur, áætl-
anir um enn meiri stóriðjuframkvæmdir á þessu ári en áður var reiknað
með og afar hraður útlánavöxtur í kjölfar þess að bankarnir tóku að
bjóða hagstæðari og meiri lán en áður hafði þekkst, og eru það megin-
ástæður þess að þörf var talin á verulega auknu aðhaldi í peningamál-
um. Í febrúar voru verðbólguhorfur reyndar taldar hafa batnað nokkuð
frá því í desember, en ekki nægilega til að tryggja framgang verð-
bólgumarkmiðsins. Því var talin ástæða til enn frekara aðhalds í pen-
ingamálum en þá þegar hafði verið kynnt. Ástæður betri verðbólgu-
horfa voru fyrst og fremst hærri stýrivextir og hærra gengi krónunnar.
Eftir vaxtahækkunina í febrúar hefur gengi krónunnar styrkst enn frekar
og verðbólguhorfur orðið ívið betri en í febrúar. Mæld verðbólga hefur
þó haldið áfram að aukast. Það skýrist fyrst og fremst af áframhaldandi
hækkun íbúðaverðs, en vöruverð hefur farið lækkandi.
Mikilvægt að húsnæðisliður verði áfram þáttur þeirrar vísitölu
sem verðbólgumarkmiðið miðast við
Þróunin undanfarið ár vekur ýmsar spurningar um framkvæmd pen-
ingastefnunnar. Skiptir t.d. máli að meira en helmingur verðbólgunn-
ar skýrist af hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs á meðan vöru-
verðbólga er sáralítil og raunar hjaðnar á ýmsum sviðum? Er það galli
að húsnæðiskostnaður skuli vega þungt í vísitölu neysluverðs, sem
verðbólgumarkmiðið miðast við? Eins og fram kemur í greinargerð