Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 45

Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 45
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 45 IX Stefnan í peningamálum Síðustu vaxtahækkanir Seðlabankans hafa að mestu leyti skilað sér í auknu aðhaldi Í Peningamálum 2004/4, sem komu út í byrjun desember, var kynnt hækkun stýrivaxta Seðlabankans um 1 prósentu. Seðlabankinn hækk- aði stýrivexti aftur í febrúar, um leið og birt var greinargerð til ríkis- stjórnarinnar í tilefni þess að verðbólga mældist umfram efri þolmörk verðbólgumarkmiðsins. Aðhald peningastefnunnar hefur því verið aukið töluvert frá því sem reiknað var með í verðbólguspá Seðlabank- ans í desember, a.m.k. að því gefnu að verðbólguvæntingar hafi ekki aukist verulega. Um verðbólguvæntingar aðila á skuldabréfamarkaði ríkir reyndar nokkur óvissa um þessar mundir, vegna skorts á heppi- legum viðmiðunarflokki verðtryggðra skuldabréfa, eins og áður hefur komið fram. Kannanir meðal fyrirtækja og einstaklinga benda hins vegar til þess að verðbólguvæntingar séu svipaðar og í fyrri könnun- um, þ.e.a.s. að verðbólguvæntingar einstaklinga séu nálægt 4% og fyrirtækja nálægt 3½%. Miðað við þessar vísbendingar má ætla að tvær síðustu vaxtahækkanir Seðlabankans hafi að mestu leyti skilað sér í auknu aðhaldi, en töluvert vantaði á að fyrri vaxtahækkanir bankans leiddu til samsvarandi hækkunar raunstýrivaxta. Auk þess felst töluvert meira aðhald í hærra gengi krónunnar. Verðbólguhorfur nokkru betri en í desember Ítarlega hefur verið gerð grein fyrir ástæðum vaxtahækkana Seðla- bankans í desember og febrúar, hinni fyrri í Peningamálum 2004/4 og hinni síðari í greinargerð til ríkisstjórnarinnar, sem birt var 18. febrúar og birtist einnig í þessu hefti Peningamála. Efni þeirra verður því ekki rakið í smáatriðum. Í stuttu máli voru versnandi verðlagshorfur, áætl- anir um enn meiri stóriðjuframkvæmdir á þessu ári en áður var reiknað með og afar hraður útlánavöxtur í kjölfar þess að bankarnir tóku að bjóða hagstæðari og meiri lán en áður hafði þekkst, og eru það megin- ástæður þess að þörf var talin á verulega auknu aðhaldi í peningamál- um. Í febrúar voru verðbólguhorfur reyndar taldar hafa batnað nokkuð frá því í desember, en ekki nægilega til að tryggja framgang verð- bólgumarkmiðsins. Því var talin ástæða til enn frekara aðhalds í pen- ingamálum en þá þegar hafði verið kynnt. Ástæður betri verðbólgu- horfa voru fyrst og fremst hærri stýrivextir og hærra gengi krónunnar. Eftir vaxtahækkunina í febrúar hefur gengi krónunnar styrkst enn frekar og verðbólguhorfur orðið ívið betri en í febrúar. Mæld verðbólga hefur þó haldið áfram að aukast. Það skýrist fyrst og fremst af áframhaldandi hækkun íbúðaverðs, en vöruverð hefur farið lækkandi. Mikilvægt að húsnæðisliður verði áfram þáttur þeirrar vísitölu sem verðbólgumarkmiðið miðast við Þróunin undanfarið ár vekur ýmsar spurningar um framkvæmd pen- ingastefnunnar. Skiptir t.d. máli að meira en helmingur verðbólgunn- ar skýrist af hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs á meðan vöru- verðbólga er sáralítil og raunar hjaðnar á ýmsum sviðum? Er það galli að húsnæðiskostnaður skuli vega þungt í vísitölu neysluverðs, sem verðbólgumarkmiðið miðast við? Eins og fram kemur í greinargerð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.