Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 47

Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 47
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 47 ingastefnunnar. Áhrif of síðbúinnar hækkunar stýrivaxta í því skyni að stöðva hækkun eignaverðs gætu í versta fallið aukið á verðfall með til- heyrandi afleiðingum fyrir fjármálakerfið. Afar erfitt er að tímasetja slík umskipti, sem oft geta gerst mjög snögglega. Því eru seðlabankar jafnan tregir til að líta á stöðugt eigna- verð sem sjálfstætt markmið, nema að því marki sem breytingar á því hafa áhrif á verðbólguhorfur. Í ljósi þess að hækkun húsnæðisverðs skýrir óvenjustóran hluta verðbólgunnar er þó óhjákvæmilegt að verð- lagsþróun og horfur á húsnæðismarkaði hafi umtalsverð áhrif á pen- ingastefnuna. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei hækkað eins hratt og á undanförnum mánuðum og aldrei fyrr verið jafnhátt. Hver framvindan verður getur skipt sköpum um framkvæmd pen- ingastefnunnar. Haldi húsnæðisverð áfram að hækka með sama hraða mun verðbólga halda áfram að vera yfir verðbólgumarkmiði bankans enn um sinn, þrátt fyrir að hátt gengi og vextir dragi úr verðbólgu á öðrum sviðum, verður þörf fyrir áframhaldandi strangt aðhald í pen- ingamálum. Snúist þróunin hins vegar við fljótlega gæti það að óbreyttu gengi krónunnar leitt til verðhjöðnunar og þá kynnu að skapast aðstæður til að draga úr aðhaldinu. Eins og sakir standa virðist ólíklegt að dragi úr hækkun húsnæð- isverðs á komandi mánuðum. Þvert á móti hefur hraði verðhækkana farið vaxandi undanfarna mánuði og efnahagslegar aðstæður, þ.e.a.s. þróun tekna, atvinnu, vaxta og væntinga um áframhaldandi vöxt, benda ekki til þess að snöggra umskipta sé að vænta, þrátt fyrir að húsnæðisverð sé orðið afar hátt í sögulegu samhengi. Á næsta ári kann framvindan hins vegar að verða til muna tvísýnni, þegar dregur að lokum þess mikla framkvæmdaskeiðs sem nú stendur yfir. Því er mikilvægt að beita tímanlegu og nægu aðhaldi í peningamálum með- an ekki þarf að hafa áhyggjur af því að aukið aðhald leiði til verðfalls á fasteignamarkaði, með tilheyrandi samdráttaráhrifum. Gengisbreytingar mikilvæg miðlunarleið peningastefnunnar um þessar mundir Annar vandi sem peningastefnan þarf að glíma við um þessar mundir eru sveiflur í gengi krónunnar. Í opnu hagkerfi er gengi gjaldmiðils eitt mikilvægasta hlutfallslega verðið í þjóðarbúskapnum. Jafnframt má líta á gengi gjaldmiðils sem eignaverð, sem lýtur svipuðum lögmálum og annað eignaverð, meðal annars óvissu um langtímajafnvægi, sterk áhrif væntinga, tilhneigingu til spákaupmennsku o.s.frv. Þessir eigin- leikar leiða öðru hverju til mikilla verðsveiflna. Gengi krónunnar er sú stærð í þjóðarbúskapnum sem ræður einna mestu um verðbólguþró- un til skemmri tíma og um leið ein mikilvægasta miðlunarleið pen- ingastefnunnar í opnu hagkerfi. Jafnframt er erfiðara að spá fyrir um gengi en flestar aðrar breytur. Þessir eiginleikar gengisþróunar geta falið í sér mikinn vanda fyrir framkvæmd peningastefnunnar, sérstak- lega þegar raungengi gjaldmiðils víkur umtalsvert frá væntu langtíma- jafnvægi. Raungengi krónunnar er um þessar mundir með hæsta móti í sögulegu samhengi. Ólíkt fyrri hágengistímabilum hefur hækkun raungengis krónunnar frá árinu 2001 að mestu leyti átt sér stað með hækkun nafngengis, fremur en sakir meiri verðbólgu eða launabreyt-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.