Peningamál - 01.03.2005, Side 48

Peningamál - 01.03.2005, Side 48
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 48 inga en í viðskiptalöndunum. Hækkun nafngengis má rekja til sam- spils mikils fjármagnsinnstreymis vegna stórframkvæmda, batnandi ytri skilyrða, aðhaldssamrar peningastefnu, lágra erlendra vaxta og væntinga um allt þetta. Allir þessir áhrifaþættir, sem nú stuðla að háu gengi krónunnar, munu um síðir ganga til baka. Því ætti að vera hægt að slá því föstu að gengi krónunnar muni lækka einhvern tíma í fram- tíðinni. Óvissa ríkir hins vegar um hvenær gengið muni lækka á ný og ekki er hægt að útiloka að það hækki enn frekar áður en til þess kemur. Eins og áður hefur komið fram eru gengisbreytingar einhver mikilvægasta miðlunarleið peningastefnunnar í opnu hagkerfi. Ef stór hluti lánsfjár er af erlendum uppruna verður hlutverk gengisins í miðl- un peningastefnunnar enn stærra en ella. Þetta á við um Ísland um þessar mundir fremur en nokkurt annað land sem hagar stjórn pen- ingamála með svipuðum hætti. Innlend fjárfesting íslenskra fyrirtækja hefur að miklu leyti verið fjármögnuð með erlendum lánum og hátt í helmingur skulda þeirra er í erlendum gjaldmiðlum. Svokölluð útrás ís- lenskra fyrirtækja er að sjálfsögðu einnig fjármögnuð með erlendu lánsfé. Undanfarin ár hafa erlendir vextir verið í sögulegu lágmarki. Þetta hefur hvatt til erlendrar lánsfjáröflunar, jafnvel meðal fyrirtækja sem hafa ekki náttúrulegar gengisvarnir í formi tekna í erlendum gjaldmiðli. Erlent lánsfé hefur því streymt inn í íslenskan þjóðarbú- skap, stuðlað að vexti lauss fjár í lánakerfinu og unnið á móti auknu aðhaldi Seðlabankans. Því er ekki óeðlilegt að sumir hafi dregið þá ályktun að peningastefna bankans sé vanmáttug við þessar aðstæður. Það er hins vegar röng ályktun. Mikið framboð erlends lánsfjár á lágum vöxtum hefur áhrif á hvernig en ekki hvort peningastefnan virk. Núverandi aðstæður á erlendum lánamörkuðum leiða til þess að meira reynir á miðlun peningastefnunnar í gegnum gengisbreytingar en ella. Vaxtamunur verður meiri en ella og áhrif aðhaldssamrar pen- ingastefnu á gengið sterkari, eins og glöggt hefur komið fram á und- anförnum mánuðum. Hærra gengi stuðlar beint að auknu aðhaldi með fernum hætti. Í fyrsta lagi er ljóst að þegar raungengi er farið að nálgast sögulegt hámark og viðskiptahalli orðinn svo mikill sem raunin er aukast líkur á gengislækkun síðar, eins og komið hefur fram. Erlent lánsfjármagn verður því óhagkvæmara sem nemur væntri gengis- lækkun krónunnar á líftíma lánsins. Í öðru lagi dregur hærra gengi úr hagnaði í samkeppnisgeiranum vegna aukinnar erlendrar verðsam- keppni, sem dregur úr getu til fjárfestingar og svigrúmi til launa- hækkana.10 Í þriðja lagi lækkar hærra gengi verðlag innfluttrar vöru sem dregur úr verðbólgu, en það hefur jafnan áhrif á verðbólguvænt- ingar og þar með launakröfur launþega. Í fjórða lagi beinir hærra gengi eftirspurn út úr þjóðarbúskapnum, sem dregur úr framleiðslu- spennu og verðbólgu til lengri tíma litið. 10. Hugtakið samkeppnisgeiri er hér notað í sömu merkingu og hugtakið traded goods sector í ensku, þ.e.a.s. sá þáttur þjóðarbúskaparins sem verður fyrir áhrifum erlendrar verðsam- keppni, sem á bæði við útflutningsfyrirtæki og fyrirtæki sem keppa við erlenda vöru og þjónustu á innlendum markaði. Hugtakið heimageiri samsvarar hins vegar enska hug- takinu non-traded goods sector og vísar til þess hluta þjóðarbúskaparins sem verður fyrir takmarkaðri erlendri samkeppni, t.d. ýmiss konar staðbundin þjónusta á borð við veitinga- rekstur og hárskurð eða starfsemi sem nýtur opinberrar verðverndar eins og landbúnaður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.