Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 49

Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 49
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 49 Hágengið kemur misjafnlega niður á einstökum geirum þjóðarbúskaparins Þessi áhrif koma hins vegar ekki jafnt niður á þjóðarbúskapnum. Svo lengi sem hækkun stýrivaxta hreyfir ekki við verðtryggðum langtíma- vöxtum húsnæðisveðlána hefur hún lítil áhrif á fjárhagsleg skilyrði heimila. Hækkun skammtímavaxta mun þó hafa einhver áhrif, en um leið hvetja heimilin til enn frekari endurfjármögnunar á skuldum sín- um. Vegna verðlækkunar á innfluttri vöru er líklegt að samsetning einkaneyslu breytist og eftirspurn eftir innfluttri varanlegri neysluvöru aukist. Ekki er heldur útilokað að gengishækkun ýti tímabundið undir einkaneyslu áður en samdráttaráhrifa hærra raungengis fer að gæta. Væntingar um að gengishækkunin gangi til baka síðar ýta enn frekar undir slíka háttsemi. Greiðslubyrði fyrirtækja með miklar erlendar skuldir léttist þegar gengi krónunnar hækkar. Það vegur á móti áhrif- um minni hagnaðar í samkeppnisgeiranum. Rekstrarskilyrði fyrirtækja í heimageira, þ.e.a.s. atvinnustarfsemi sem býr við takmarkaða er- lenda samkeppni, kunna jafnvel að batna. Það breytir því þó ekki að fjármögnun fjárfestingar með erlendu lánsfé er óhagkvæmari á há- gengistímum, sem er mikilvægt þegar peningastefnan miðast að því að draga úr vexti innlendrar eftirspurnar. Minna peningalegt aðhald leiðir ekki endilega til lægra raungengis til lengdar Þótt hágengið komi afar misjafnlega niður á einstökum geirum þjóð- arbúskaparins, dregur það til lengdar mátt úr efnahagslífinu. Áhrif á suma geira kunna að vera afar hörð og raunar óæskileg. Það er hins vegar ekki aðeins óhjákvæmilegur fylgifiskur aðhaldssamrar peninga- stefnu heldur þeirra efnahagslegu aðstæðna sem kalla á hana. Minna aðhaldssöm peningastefna kann að leiða til lægra gengis til skamms tíma, en ekki endilega til lægra raungengis. Lægri vextir hefðu að lok- um í för með sér meiri verðbólgu og launahækkun, sem sennilega myndi að lokum færa raungengi í svipað horf og ef aðhaldssamri pen- ingastefnu væri fylgt. Meginmunurinn fælist í því að verðbólga væri mun meiri þegar loksins kæmi að óhjákvæmilegri aðlögun gengis. Til þess að kveða verðbólgu niður þá þyrfti enn hærri stýrivexti Seðla- bankans en til þess að halda henni í skefjum nú. Yrði þjóðarbúskap- urinn í þvílíkri stöðu á næsta ári, þegar dregur að lokum stórfram- kvæmda og sennilegt er að dragi úr fjármagnsinnstreymi, gæti það sett Seðlabankann í afar erfiða stöðu, því að hætt er við að aukið að- hald í peningamálum þá gæti magnað samdrátt að framkvæmdum loknum, valdið hruni eignaverðs og fjármálalegum óstöðugleika. Þetta er dæmigerð lýsing á efnahagsstefnu fyrri áratuga, bæði hér á landi og víða annars staðar, sem hefur verið horfið frá. Af þessum ástæðum telur Seðlabankinn mun æskilegra og raun- ar óhjákvæmilegt að glíma við óumflýjanleg hliðaráhrif aðhaldssamrar peningastefnu nú fremur en síðar. Raungengi krónunnar er vissulega orðið hærra en það hefur lengi verið. Ekki er útilokað að það hækki enn frekar. Sveiflur í raungengi krónunnar eru hins vegar ekkert meiri en gengur og gerist á öðrum gjaldmiðlasvæðum (sjá viðauka 5 á bls. 67), jafnvel minni. Íslenski þjóðarbúskapur er þó næmari fyrir erlendri samkeppni en þjóðarbúskapur stærri landa, þar sem fyrirtæki hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.