Peningamál - 01.03.2005, Side 55

Peningamál - 01.03.2005, Side 55
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 55 Framleiðsluspenna er mikilvægt hugtak við gerð verðbólguspár og mat á efnahagshorfum. Að meta framleiðsluspennu er hins vegar ekki einfalt mál og í reynd háð mikilli óvissu. Þeim aðferðum sem notaðar eru í Seðlabankanum og víðar við að meta framleiðsluspennu hefur áður verið lýst í Peningamálum (2000/4 bls. 14-15), en ástæða er til að rifja þær upp og beina athyglinni sérstaklega að því hvernig tekið er tillit til stóriðjuframkvæmda, en þær hafa veruleg áhrif á bæði fram- leiðslustig og framleiðslugetu hagkerfisins, bæði á byggingartímanum og að honum loknum. Skilgreining á framleiðsluspennu Framleiðsluspenna er frávik landsframleiðslu frá framleiðslugetu, mælt sem prósent af framleiðslugetunni, þ.e.: (1) þar sem GAPt er framleiðsluspennan, Yt er landsframleiðsla á raun- virði, og YPter framleiðslugeta hagkerfisins, allt á ári t. Framleiðslugeta hagkerfisins er því skilgreind sem það framleiðslustig sem samræmist fullri nýtingu allra framleiðsluþátta við skilyrði stöðugrar verðbólgu. Framleiðslugetan er þannig ákvörðuð á framboðshlið hagkerfisins, þ.e. af fjármunastofni, vinnuaflsnotkun og fyrirliggjandi tækniþekk- ingu. Framleiðslugeta hagkerfisins til langs tíma ræðst af því í hve rík- um mæli tekst að nýta þá framleiðsluþætti sem eru til staðar, að gefinni framleiðni. Til skamms tíma getur heildareftirspurn þó lyft framleiðslu- stiginu umfram langtímaframleiðslugetu. Við það myndast spenna í þjóðarbúskapnum sem birtist í umframeftirspurn á vöru- og vinnu- mörkuðum, og veldur að lokum aukinni verðbólgu. Ef framleiðsla er minni en sem nemur langtímaframleiðslugetu myndast hins vegar slaki sem dregur úr verðbólgu. Við stjórn efnahagsmála, eða þegar leggja þarf mat á ástand og horfur í efnahagsmálum af öðrum ástæðum, er nauðsynlegt að leggja mat á framleiðslugetu. Hagvöxtur sem stafar af vexti framleiðslugetu veldur ekki aukinni verðbólgu. Þetta á til dæmis við þegar framleiðni eykst vegna nýrrar tækniþekkingar. Sé hagvöxturinn hins vegar knú- inn af vexti eftirspurnar umfram framleiðslugetu er hugsanlegt að framleiðsluspenna myndist sem leiði til aukinnar verðbólgu. Vöxtur umfram langtímahagvaxtargetu leiðir þó ekki alltaf til aukinnar verð- bólgu. Ef slaki var fyrir í hagkerfinu geta fyrirtæki mætt aukinni eftir- spurn með því að nýta framleiðsluþættina betur. Mat á nýtingu fram- leiðslugetu er því lykilforsenda fyrir mat á þróun verðlags næstu misseri. Viðauki 2 Útreikningur á framleiðsluspennu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.