Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 63
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
63
Þar til á síðasta ári sat Íbúðalánasjóður að mestu leyti einn að íbúða-
veðlánamarkaðnum. Íbúðaveðlán sem aðrar fjármálastofnanir buðu
voru ekki á samkeppnisfærum vöxtum og því aðeins viðbót við lán sem
einstaklingar tóku hjá Íbúðalánasjóði og að nokkru leyti hjá lífeyrissjóð-
um. Eftir að fjármálafyrirtæki tóku að veita íbúðaveðlán á samkeppn-
isfærum vöxtum jukust möguleikar fólks til að fjármagna íbúðakaup til
muna. Aukið framboð lánsfjár hefur sennilega átt stóran þátt í hækkun
fasteignaverðs, en í febrúar hafði markaðsverð húsnæðis á landinu öllu
hækkað um tæplega 20% á tólf mánuðum. Þær fjármálastofnanir sem
veita íbúðaveðlán eru: Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., KB banki hf.,
Landsbanki Íslands hf., Netbankinn (nb.is), Frjálsi fjárfestingarbankinn,
sparisjóðirnir og flestir lífeyrissjóðir.
Í ágústlok reið KB banki á vaðið með íbúðalán sem báru 4,4%
verðtryggða vexti og voru þetta jafngreiðslulán að hámarki 80% af
markaðsverði íbúðar. Síðan fylgdu hinir viðskiptabankarnir í kjölfarið
auk sparisjóðanna og Íbúðalánasjóðs. Bankarnir buðu lægri vexti hver
í takt við annan og eru föstu verðtryggðu vextirnir nú 4,15% hjá þeim
öllum. Auk þess sem vextir lækkuðu voru reglur um veðhlutfall rýmk-
aðar. Lánin geta að hámarki numið frá 80% til 100% af markaðsverði
eignar. Lánstíminn er sveigjanlegri en hjá Íbúðalánasjóði, eða frá 5
árum til 40 ára. Í öllum tilfellum er fyrsti veðréttur enn skilyrði fyrir
100% láni og eru vextirnir ýmist fastir eða með endurskoðunarákvæði
á fimm ára fresti. Í flestum tilfellum þarf einstaklingur að vera við-
skiptavinur viðkomandi bankastofnunar en Frjálsi fjárfestingarbankinn
gerir ekki kröfu um slíkt.1
Fyrir utan veðrými eignar og greiðslugetu viðskiptavinar eru al-
mennt engin hámörk á þeim lánum sem bankarnir veita.2 Undantekn-
ing frá þessu er ef veðhlutfall er hærra en 80%. Hámark á lánum með
veðhlutfall frá 80% til 100% er 25 milljónir króna og eru lán með svo
hátt veðhlutfall einungis veitt til íbúðarkaupa.
Bankarnir bjóða einnig lán sem eru gengisbundin, svokölluð
myntkörfulán og blönduð lán í erlendum myntum og íslenskum krón-
um. Lánin eru bundin í nokkrum gjaldmiðlum og eru þau helst veitt í
Bandaríkjadölum, evrum, svissneskum frönkum og japönskum jenum.
Þessi lán bera breytilega vexti sem reiknast sem álag á 3 mánaða
LIBOR vexti og taka lántakendur því bæði vaxta- og gengisáhættu.
Í desember síðastliðnum gengu Íbúðalánasjóður og sparisjóðirn-
ir frá samkomulagi um að bjóða íbúðalán saman sem gerði það að
1. Til að skilgreinast sem viðskiptavinur banka þarf viðkomandi að vera með ýmist alla eða
þrjá af eftirfarandi þjónustuþáttum: launareikning, greiðsluþjónustu, greiðslukort, við-
bótarlífeyrissparnað og/eða ýmis konar persónutryggingar.
2. Viðskiptavinir þurfa í öllum tilfellum að fara í greiðslumat hjá viðkomandi viðskiptastofnun.
Viðauki 4
Hvaða kostir standa íbúðarkaupendum til
boða um þessar mundir?