Peningamál - 01.03.2005, Side 68

Peningamál - 01.03.2005, Side 68
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 68 Raungengi á Íslandi hefur hækkað mikið frá því að það var í sögulegu lágmarki síðla árs 2001. Hlutfallslegt neysluverðlag er það sem af er þessu ári u.þ.b. 35% hærra en á fjórða ársfjórðungi árið 2001 og hlutfallslegur launakostnaður 51% hærri. Eftir þessa hækkun er raungengi orðið 18% hærra en meðalraungengi sl. tíu ára og farið að nálgast fyrri hátoppa á níunda áratugnum. Ýmsar ástæður liggja að baki hækkunar raungengis undanfarin ár. Ólíkt raungengishækkun fyrri ára stafar hún fyrst og fremst af hækkun nafngengis krónunnar. Þar hafa stóriðjuframkvæmdir og hækkun stýrivaxta Seðlabankans haft veruleg áhrif, en undanfarna mánuði má ætla að aukin eftirspurn eftir innlendum afurðum, sem kemur fram í hækkun útflutningsverðs, hafi einnig ýtt undir styrkingu krónunnar. Fyrir utan hækkun nafn- gengis hefur verðbólga hér á landi og hækkun launakostnaðar verið meiri en í helstu viðskiptalöndum. Gangi spár eftir mun neysluverðlag á þessu ári t.d. hafa hækkað um 14% frá árinu 2001 á Íslandi en um 6,5% í viðskiptalöndunum. Hins vegar hefur mikil framleiðniaukning dregið úr áhrifum aukins launakostnaðar á hækkun raungengis á mælikvarða launa. Þannig eykst framleiðni á Íslandi um 12% á sama tímabili, en um 6% í viðskiptalöndunum. Raungengi á þennan kvarða hækkaði því ekki eins mikið, þrátt fyrir að launakostnaður ykist 13,5 prósentum meira en í viðskiptalöndunum. Fyrir því má færa rök að aukin framleiðni í samkeppnisgreinum (e. traded goods sector) sé varanleg breyting sem leiði til þess að jafnvægi kunni að myndast við hærra hlutfallslegt verðlag en áður.2 Leitni í raun- gengi af þessu tagi, oft kennd við Balassa og Samuelsson, stafar af því að framleiðniþróun er til muna hægari í heimageiranum (e. non-traded goods sector) þar sem erlendrar samkeppni gætir síður. Ef þjónustugeir- inn, þar sem lítillar erlendrar samkeppni gætir, stækkar hlutfallslega með aukinni velmegun og vegur þungt í einkaneyslu og vísitölu neysluverðs getur komið fram umtalsverð leitni í raungengistímaröðum sem reikn- aðar eru út frá neysluverðsvísitölum. Þessi hækkun á raungengi felur hins vegar ekki endilega í sér breytingu á samkeppnisstöðu. Aukin framleiðni í samkeppnisgreinum kann að hafa leitt til ein- hverrar hækkunar jafnvægisraungengis, þótt afar ósennilegt sé að það geti verið jafnhátt og það er nú. Mikill viðskiptahalli bendir til þess að ólíklegt sé að raungengi haldist svo hátt til lengdar, ef gengisþró- unin er skoðuð út frá sjónarhóli þjóðhagslegs jafnaðar.3 Því má gera ráð fyrir að nafn- og raungengi muni lækka á ný þegar dregur úr því lánsfjárinnstreymi sem nauðsynlegt er til að fjármagna svo mikinn við- skiptahalla. Í ljósi þeirra sviptinga sem verða í þjóðarbúskapnum á næstu árum er líklegra að að-lögunin verði með lækkun á nafngengi krónunnar, fremur en með hægfara aðlögun, sem fælist í því að inn- lend verðbólga og launakostnaður hækkaði minna en í viðskiptalönd- unum yfir langt tímabil. 2. Hugtakið samkeppnisgreinar er hér notað bæði yfir fyrirtæki sem flytja út og hin sem fyrst og fremst keppa við innflutta vöru og þjónustu. Oft er hugtakið aðeins notað yfir hið síðarnefnda. 3. Með öðru hugtaki jafnvægisraungengis er raungengið skoðað út frá innri og ytri jöfnuði þjóðarbúsins (e. macroeconomic balance approach). Jafnvægisraungengi er þá skilgreint sem það raungengi sem tryggir samtímis ytri (sjálfbæran viðskiptajöfnuð) og innri jöfnuð (atvinnustig sem samrýmist stöðugri verðbólgu) í þjóðarbúskapnum. Um hin mismunandi hugtök jafnvægisraungengis er fjallað í grein Arnórs Sighvatssonar (2000).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.