Peningamál - 01.03.2005, Side 91

Peningamál - 01.03.2005, Side 91
RÁÐGÁTUR Á V INNUMARKAÐI P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 91 vægi hreyfast atvinnuleysi og fjöldi starfa í gagnstæðar áttir yfir hag- sveifluna eftir niðurhallandi línu (oft nefnd u/v lína eða NV-SA lína) í takt við breytingar á eftirspurn eftir vinnuafli. Hliðrist kúrfan út á við (NA) má draga þá ályktun að breyting hafi átt sér stað sem hefur áhrif á samstillingu framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli. Kúrfan getur hliðrast vegna breytinga á öðru hvoru eða hvoru tveggja í senn, eftir- spurn eftir vinnafli og framboði þess. Líklegt er að hliðrun kúrfunnar til hægri stafi af einhverjum þeim breytingum á stofnunum vinnu- markaðar sem hafa í för með sér að dregið hafi úr hæfni þeirra til að bregðast við áföllum. Oftast myndast fljótlega nýtt jafnvægi milli eftirspurnar og framboðs (ný NV-SA lína) en stafi hliðrun kúrfunnar af því að dregið hafi úr sveigjanleika gerist það við hærra atvinnuleysis- stig (jafnvægisatvinnuleysi). 2.4. Íslenska Beveridge-kúrfan Eins og sjá má á mynd 9 hreyfðust atvinnuleysi og störf í boði á árun- um 1996 til 2002 eins og búast hefði mátt við í takt við hagsveifl- una.14 Árið 2003 eykst hins vegar hvort tveggja samtímis, atvinnu- leysi og fjöldi starfa, og veldur því að kúrfan hliðrast til hægri. Á liðnu ári virðist samband atvinnuleysis og framboðs starfa aftur komið á rétta braut miðað við hagsveifluna, störfum fjölgar og dregur úr at- vinnuleysi, en við meira atvinnuleysi. Hliðrun kúrfunnar gæti bent til að dregið hafi úr samstillingu framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli og vekur upp spurningu um hvort það stafi af breytingum á stofnun- um vinnumarkaðar. 2.5. Stofnanir vinnumarkaðar Tvær stofnanir vinnumarkaðarins, atvinnuleysisbótakerfi og verka- lýðshreyfing, eru taldar hafa mest áhrif á frammistöðu hagkerfa (Nickell og Layard, 1999). Þetta eru einmitt þær stofnanir vinnu- markaðar sem OECD hefur undanfarinn áratug talið að þurfi að breyta hér á landi til að auka sveigjanleika á vinnumarkaði. Líklega telur OECD lítið hafa áunnist í þessum efnum, því að tilmæli þeirra í ár, sem eru þau að stytta atvinnuleysisbótatímabilið og auka dreifstýr- ingu í kjarasamningum, eru efnislega hin sömu og í atvinnurannsókn stofnunarinnar (e. job study) árið 1994.15 Einnig hafa stundum fylgt með tilmæli um að draga úr greiðslum fyrir vinnu utan hefðbundins vinnutíma (t.d. árið 1998). Þau tilmæli fylgja ekki í nýjustu skýrslunni enda hafa aðilar vinnumarkaðarins í undangengnum kjarasamningum tekið skref í þá átt að draga úr þeim kostnaði. 2.5.1. Atvinnuleysisbætur Atvinnuleysisbótakerfi getur dregið úr hvata til að taka störfum sem í boði eru og þannig aukið atvinnuleysi, sérstaklega langtímaatvinnu- 14. Þær tölur sem hér eru notaðar eru þær tölur sem Vinnumálastofnun safnar saman frá vinnumiðlunum (frá árinu 1996). Marktækar eldri tölur um framboð starfa hér á landi eru ekki til. Öll laus störf eru ekki auglýst hjá vinnumiðlunum en sambandið milli starfa á skrá hjá vinnumiðlunum og atvinnuleysis ætti engu að síður að vera góður mælikvarði á sam- stillingu á vinnumarkaði. 15. Eins og fram kemur hér á eftir var gerð breyting á lengd bótatíma árið 1997, en OECD telur ekki nóg að gert og eru enn í nýjustu skýrslunni tilmæli um að stytta bótatímabilið. Hlutföll af mannafla (%) Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd 9 0 0,5 1 1,5 2 2,5 3 3,5 4 4,5 5 0,0 0,1 0,2 0,3 0,4 0,5 Laus störf Atvinnuleysi og laus störf 1996-2004 Atvinnuleysi 1999 2000 2004 2001 2002 2003 1998 1997 1996
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.