Peningamál - 01.03.2005, Síða 101

Peningamál - 01.03.2005, Síða 101
Desember 2004 Hinn 2. desember ákvað bankastjórn Seðlabanka Íslands að hækka vexti bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um eina prósentu í 8,25% frá og með 7. desember. Aðrir vextir hækkuðu frá og með 11. desember, vextir daglána um eina prósentu og vextir við- skiptareikninga og innstæðna á bindireikningum um 1½ prósentu. Hinn 2. desember var greint frá því í Peningamálum að Seðlabankinn myndi um áramót hætta kaupum á gjaldeyri á millibankamarkaði sér- staklega til styrkingar gjaldeyrisforða sínum. Hins vegar myndi bank- inn halda áfram kaupum gjaldeyris til að fullnægja erlendri greiðslu- þörf ríkissjóðs. Hinn 2. desember voru fjáraukalög fyrir 2004 samþykkt. Áætlaðar tekjur og gjöld ársins hækkuðu um 9 ma.kr. Þar af hækkuðu gjöld um 3 ma.kr. í meðförum þingsins en tekjur um rúmlega 1 ma.kr. Hinn 2. desember samþykkti Alþingi að Íbúðalánasjóði væri heimilt að veita almenn 90% lán að ákveðinni hámarksfjárhæð, 14,9 m.kr. Hinn 4. desember voru fjárlög fyrir 2005 samþykkt með 306 ma.kr. tekjum, 296 ma.kr. útgjöldum og 10 ma.kr. áætluðum rekstraraf- gangi. Útgjöld hækkuðu um tvo milljarða króna í meðförum þingsins og tekjur um tæpan milljarð. Áætlaðar tekjur hækka um 5% að nafn- virði en 1% að raunvirði miðað við fjárlög og fjáraukalög 2004. Gjöld eiga sömuleiðis að hækka um 5% að nafnvirði en standa nánast í stað að raunvirði. Útgjöld til fræðslumála hækka mest, um 1,7 ma.kr. að raunvirði. Hinn 10. desember samþykkti Alþingi lög um víðtækar breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Tekjuskattur einstaklinga lækkar um eina prósentu í ársbyrjun 2005, um eina prósentu í ársbyrjun 2006 og um tvær prósentur 2007 og verður þá 21,75% af skattstofni. Eign- arskattur einstaklinga og lögaðila er afnuminn, þannig að ekki verður lagður skattur árið 2006 á eignir í árslok 2005. Barnabætur hækka í tveimur álíka stórum áföngum á árunum 2006 og 2007. Í frumvarpi til laganna er áætlað að heildarframlög til barnabóta verði um 2,4 ma.kr. hærri á árinu 2007 en á árinu 2005. Hinn 21. desember var dótturfélagi KB banka hf. í Finnlandi, Kaup- thing Sofi Oyj, veitt bankaleyfi af finnska fjármálaeftirlitinu. Breyttist heiti dótturfélagsins í Kaupthing Bank Oyj. Þar með hafði KB banki hf. og dótturfélög hans bankaleyfi í fimm löndum. Janúar 2005 Hinn 1. janúar hækkaði útsvarshlutfall í staðgreiðslu úr 12,83% í 12,98%. Munaði mest um að stjórnvöld í Reykjavík og Kópavogi ákváðu að fullnýta útsvarsheimildir sínar og leggja á 13,03% útsvar. Skatthlutfall í staðgreiðslu lækkaði þó um 0,85%, úr 38,58% í 37,73% vegna nýsamþykktrar lækkunar tekjuskatts. Annáll efnahags- og peningamála
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.