Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 101
Desember 2004
Hinn 2. desember ákvað bankastjórn Seðlabanka Íslands að hækka
vexti bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um eina
prósentu í 8,25% frá og með 7. desember. Aðrir vextir hækkuðu frá
og með 11. desember, vextir daglána um eina prósentu og vextir við-
skiptareikninga og innstæðna á bindireikningum um 1½ prósentu.
Hinn 2. desember var greint frá því í Peningamálum að Seðlabankinn
myndi um áramót hætta kaupum á gjaldeyri á millibankamarkaði sér-
staklega til styrkingar gjaldeyrisforða sínum. Hins vegar myndi bank-
inn halda áfram kaupum gjaldeyris til að fullnægja erlendri greiðslu-
þörf ríkissjóðs.
Hinn 2. desember voru fjáraukalög fyrir 2004 samþykkt. Áætlaðar
tekjur og gjöld ársins hækkuðu um 9 ma.kr. Þar af hækkuðu gjöld um
3 ma.kr. í meðförum þingsins en tekjur um rúmlega 1 ma.kr.
Hinn 2. desember samþykkti Alþingi að Íbúðalánasjóði væri heimilt að
veita almenn 90% lán að ákveðinni hámarksfjárhæð, 14,9 m.kr.
Hinn 4. desember voru fjárlög fyrir 2005 samþykkt með 306 ma.kr.
tekjum, 296 ma.kr. útgjöldum og 10 ma.kr. áætluðum rekstraraf-
gangi. Útgjöld hækkuðu um tvo milljarða króna í meðförum þingsins
og tekjur um tæpan milljarð. Áætlaðar tekjur hækka um 5% að nafn-
virði en 1% að raunvirði miðað við fjárlög og fjáraukalög 2004. Gjöld
eiga sömuleiðis að hækka um 5% að nafnvirði en standa nánast í stað
að raunvirði. Útgjöld til fræðslumála hækka mest, um 1,7 ma.kr. að
raunvirði.
Hinn 10. desember samþykkti Alþingi lög um víðtækar breytingar á
lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Tekjuskattur einstaklinga lækkar
um eina prósentu í ársbyrjun 2005, um eina prósentu í ársbyrjun 2006
og um tvær prósentur 2007 og verður þá 21,75% af skattstofni. Eign-
arskattur einstaklinga og lögaðila er afnuminn, þannig að ekki verður
lagður skattur árið 2006 á eignir í árslok 2005. Barnabætur hækka í
tveimur álíka stórum áföngum á árunum 2006 og 2007. Í frumvarpi
til laganna er áætlað að heildarframlög til barnabóta verði um 2,4
ma.kr. hærri á árinu 2007 en á árinu 2005.
Hinn 21. desember var dótturfélagi KB banka hf. í Finnlandi, Kaup-
thing Sofi Oyj, veitt bankaleyfi af finnska fjármálaeftirlitinu. Breyttist
heiti dótturfélagsins í Kaupthing Bank Oyj. Þar með hafði KB banki hf.
og dótturfélög hans bankaleyfi í fimm löndum.
Janúar 2005
Hinn 1. janúar hækkaði útsvarshlutfall í staðgreiðslu úr 12,83% í
12,98%. Munaði mest um að stjórnvöld í Reykjavík og Kópavogi
ákváðu að fullnýta útsvarsheimildir sínar og leggja á 13,03% útsvar.
Skatthlutfall í staðgreiðslu lækkaði þó um 0,85%, úr 38,58% í
37,73% vegna nýsamþykktrar lækkunar tekjuskatts.
Annáll efnahags- og peningamála