Peningamál - 01.05.2009, Síða 26

Peningamál - 01.05.2009, Síða 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 26 greiðsla frá innlendum aðila sem færist af reikningi viðskiptabanka umsjónar aðil ans til viðskiptabanka fjárfestisins. Á samsvarandi hátt eru fjármunir síðan færðir milli reikninga viðkomandi viðskiptabanka í innlendum bönkum (eða innan sama banka). Við mat á mögulegum vaxtagreiðslum sem flætt geta út úr land- inu er því ekki hægt að leggja saman vaxtagreiðslu af jöklabréfum og innlendum skuldabréfum, því að í grunninn er um sömu vaxtagreiðsl- una að ræða. Þegar útgefandi jöklabréfsins greiðir erlendum endafjár- festi krónur þarf hann að afhenda samsvarandi fjárhæð í krónum sem fjárfestir getur selt fyrir gjaldeyri. Krónueign útgefandans minnkar því en krónueign erlenda endafjárfestisins eykst sem því nemur ákveði hann að halda krónunum eða helst óbreytt ákveði hann að nýta sér réttinn til að flytja vaxtagreiðsluna úr landi. Einföld samlagning á vaxtagreiðslum af jöklabréfum og af innlendum skuldabréfum leiðir því til ofmats á mögulegu útflæði gjaldeyris tengdu vaxtagreiðslum. Óvissa á skuldabréfamarkaði torveldar túlkun á vaxtaþróun Eitt af brýnustu verkefnum stjórnvalda í kjölfar fjármálakreppunnar var að koma á eðlilegum skuldabréfaviðskiptum og tryggja virka verð- myndun á mörkuðum. Gerðir voru nýir samningar við aðalmiðlara um viðskiptavakt á eftirmarkaði með ríkisskuldabréf sem tóku gildi í des- emberbyrjun eftir að hafa legið niðri í tæpa tvo mánuði. Aðalmiðlarar eru nú fjórir en voru áður sjö. Lágmarksviðmiðun sölutilboða í mark- flokka ríkisverðbréfa var lækkuð úr 100 m.kr. að nafnvirði í 50 m.kr. Einnig var slakað á verðmun á kaup- og sölutilboðum aðalmiðlara frá því sem áður var. Með tilkomu viðskiptavaktar minnkaði bilið á milli kaup- og sölutilboða en mikil óvissa undanfarnar vikur hefur þó haft töluverð áhrif á verðmyndun skuldabréfa. Óvissa er um framboð skuldabréfa með ábyrgð ríkissjóðs, hvort bréfin verði verðtryggð eða óverðtryggð og hver líftími þeirra verður. Ekki hefur heldur verið gengið frá endur- fjármögnun ,,nýju“ bankanna og því liggur ekki fyrir hvers eðlis og hversu mikið eiginfjárframlag ríkisins verður og hver fjármögnunarþörf ríkissjóðs verður í tengslum við hana. Umræða um niðurfellingu skulda heimila og fyrirtækja og breyt- ingu á þeirri vísitölu sem liggur til grundvallar verðtryggingu hefur e.t.v. einnig haft áhrif á verðmyndun á skuldabréfamarkaði. Breytingar á lögum um útgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar höfðu einnig umtals- verð áhrif á ávöxtunarkröfu verðtryggðra íbúðabréfa þar sem töluverð óvissa ríkti í upphafi um umfang og fyrirkomulag útgreiðslunnar.1 Líklega hefur setning laganna mun minni áhrif á eftirspurn eftir íbúða- bréfum en talið var í fyrstu enda voru þau lög sem samþykkt voru mikið breytt frá upprunalegu frumvarpi. Þannig var hámark sett á fjárhæð sem leyfilegt er að greiða út, auk þess sem greiðslum úr sjóð- unum er dreift á níu mánaða tímabil. Óvissa um setningu þessara laga hafði líklega áhrif á ávöxtunarkröfu verðtryggðra íbúðabréfa enda eru lífeyrissjóðirnir stærstu fjárfestar þessara bréfa og endurspeglaðist það í lækkun ávöxtunarkröfu bréfanna í kjölfar setningar laganna. 1. Nú þegar hafa rúmlega 20 þúsund aðilar sótt um fyrirfram útgreiðslu við bótar lífeyris- sparnaðar sem munu fá rúmlega 12,7 ma.kr. greidda út á næstu níu mánuðum. % Mynd III-11 Ávöxtun verðtryggðra langtímaskuldabréfa Daglegar tölur 3. janúar 2007 - 30. apríl 2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. HFF 150914 HFF 150224 HFF 150434 HFF 150644 1 2 3 4 5 6 7 8 9 20082007 2009
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.