Peningamál - 01.05.2009, Side 39

Peningamál - 01.05.2009, Side 39
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 39 VI Vinnumarkaður og launaþróun Eftirspurn eftir vinnuafli hefur haldið áfram að dragast saman á fyrsta fjórðungi ársins 2009 eftir þau straumhvörf sem urðu á vinnumark- aðnum á síðasta fjórðungi ársins 2008. Atvinnuleysi hefur aldrei aukist jafn hratt eða verið jafn mikið frá því að mælingar hófust. Minnkandi eftirspurn hefur ennþá aðeins leitt til minni atvinnuþátttöku í yngstu aldurshópunum. Minnkandi eftirspurn eftir vinnuafli hefur jafnframt þrýst launum niður og lækkuðu nafnlaun á almennum vinnumarkaði í fyrsta sinn á síðasta fjórðungi ársins 2008. Þeim samningsbundnu launahækkunum sem áttu að koma til framkvæmda í mars 2009 og endurskoðun á kjarasamningi aðila vinnumarkaðarins hefur verið frestað fram í júní 2009. Atvinnuleysi í sögulegu hámarki Atvinnuleysi hefur aldrei verið jafn mikið né aukist jafn hratt frá því að mælingar hófust. Skráð atvinnuleysi jókst úr 1,3% í september í 8,9% í mars. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi var 7,6% í mars. Fyrra hámark var í janúar 1994 þegar skráð atvinnuleysi var 7,5% og árstíðarleiðrétt atvinnuleysi 5,6%. Aukning atvinnuleysis án fordæma Hin mikla og hraða aukning atvinnuleysis á sér hvorki fordæmi á fyrri samdráttarskeiðum á Íslandi né í öðrum löndum sem hafa glímt við alvarlega fjármálakreppu (sjá rammagrein VI–1). Líta ber á þessa hröðu aukningu í ljósi þess að áður en erfið leikarnir hófust hafði um mjög langt skeið ríkt umframspurn eftir vinnuafli. Atvinnuleysi hafði verið undir jafnvægisstigi (sem er metið u.þ.b. 3%) frá því í árslok 2004 og hafði sveiflast í kringum 1% síðustu tvö árin áður en kreppan skall á. Ennfremur er núverandi kreppa í veigamiklum atriðum ólík hefð bundinni efnahagsniðursveiflu. Í dæmigerðri niðursveiflu eykst at vinnuleysi smám saman þegar minnkandi efnahagsumsvif smitast gegnum framleiðslukeðjuna. Fyrirtæki bregðast því ekki við fyrr en á síðari stigum samdráttarins með því að fækka starfsfólki. Í núverandi fjármálakreppu hefur atvinnuleysi aftur á móti aukist hratt snemma í niðursveiflunni. Verulegar uppsagnir urðu strax meðal bankastarfs- manna þegar fjármálastarfsemi var skorin niður og í atvinnugrein- um sem voru nátengd eignaverðsbólunni, t.d. í byggingariðnaði og ýmsum þjónustugreinum. Þessi mikla endurskipulagning vinnumarkaðarins kann að leiða til þess að jafnvægisatvinnuleysi aukist tímabundið meðan vinnuafl færist úr innanlandsgreinum í útflutnings- og samkeppnisatvinnugreinar. Önnur skýring á mikilli aukningu atvinnuleysis er að þeim sem eiga rétt á atvinnuleysisbótum fjölgar vegna þess að starfsfólki sem hefur verið beðið um að vinna hlutastarf er gert auðveldara að sækja um atvinnuleysisbætur. Þar sem fimmtungur atvinnulausra í apríl var at vinnulaus að hluta hefði atvinnuleysi í samræmi við fyrra fyrirkomu- lag atvinnuleysisbóta verið talsvert undir 8% í mars. Snarpur samdráttur heildarvinnustunda Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands fækkaði heildar- vinnustundum um rúmlega 9% á fyrsta fjórðungi ársins 2009 miðað Mynd VI-1 Breytingar á vinnuafli Breyting frá sama fjórðungi fyrra árs -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 1. ársfj. 2008 2. ársfj. 2008 3. ársfj. 2008 4. ársfj. 2008 1. ársfj. 2009 Heimild: Hagstofa Íslands. 1. ársfj. 2004 2. ársfj. 2004 3. ársfj. 2004 4. ársfj. 2004 1. ársfj. 2005 2. ársfj. 2005 3. ársfj. 2005 4. ársfj. 2005 1. ársfj. 2006 2. ársfj. 2006 3. ársfj. 2006 4. ársfj. 2006 Meðalvinnutími (klst.) Heildarvinnu- stundir (%) Fjöldi starfandi (%) Atvinnuþátttaka (prósentur) 1. ársfj. 2007 2. ársfj. 2007 3. ársfj. 2007 4. ársfj. 2007 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-2 Framlag til breytinga á heildarvinnustundafjölda 16-24 ára 25-54 ára 54-74 ára Heildarvinnustundir Breyting frá fyrra ári (%) -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘0920082007200620052004‘02‘00‘98‘96‘94‘92

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.