Peningamál - 01.05.2009, Page 40
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
2
40
við sama tíma árið áður. Fækkun vinnustunda stafaði bæði af fækkun
meðalvinnustunda í viku og fækkun fólks við vinnu í viðmiðunarvik-
unni.
Aðeins yngstu starfsmennirnir yfirgefa vinnumarkaðinn …
Viðbrögðin við minnkandi eftirspurn eru nokkuð mismunandi eftir ald-
urshópum. Minnkandi atvinnuþátttaka yngsta aldurshópsins (16–24
ára), líklega að stórum hluta námsmenn, skýrir að fullu 1,5 prósentum
minni atvinnuþátttöku á fyrsta fjórðungi ársins 2009. Þessi hópur
hverfur því af vinnumarkaði, eins og venja er þegar eftirspurn eftir
vinnuafli minnkar. Kjarni vinnuaflsins, þ.e. aldurshópurinn 25–54 ára,
hverfur hins vegar ekki af vinnumarkaðnum þegar hann missir atvinn-
una heldur skráir sig atvinnulausan. Fækkun starfandi um 5% milli
ára skýrist næstum að fullu af fækkun karla meðal starfandi. Fækkun
yngsta launafólksins meðal starfandi skýrir rúmlega 40% af fækk-
uninni, sem er mun hærra hlutfall en 14% hlutdeild þess af starfandi
fólki, en hlutur launafólks á aldrinum 25–54 ára var rétt undir hlutdeild
þess (60%). Niðurstöðurnar staðfesta einnig að minnkandi eftirspurn
hefur að nokkru verið mætt með því að fleira fólk vinnur hlutastarf þar
sem rúmlega 4% fleiri starfsmenn voru í hlutastarfi á fyrsta fjórðungi
ársins 2009 en á sama ársfjórðungi 2008.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Mynd VI-3
Breyting á fjölda starfandi
Breyting frá fyrra ári (%)
Karlar
Konur
Samtals
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
10
‘0920082007200620052004
Rammagrein VI-1
Atvinnuleysi í
fjármálakreppum og
heimssamdrætti
1. Nýjasti mánuður sýnir marstölur fyrir öll lönd nema janúartölur
fyrir Bretland.
Heimildir: Reuters EcoWin, Vinnumálastofnun.
Mynd 1
Atvinnuleysi1
% af mannafla
Fyrir tveimur árum (v. ás)
Nýjasti mánuður (v. ás)
Breyting (h. ás)
Prósentur
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
20
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
20
BandaríkinBretlandSpánnÍrlandÍsland
Rannsóknir sýna að jafnan er mikill munur á efnahagslægðum sem
tengjast fjármálakreppum og þeim sem tengjast öðrum áföllum.1
Efnahagslægðir sem tengjast fjármálakreppum eru alvarlegri og
langvinnari en efnahagslægðir sem tengjast áföllum af öðrum
toga og bati eftir fjármálakreppur vill verða hægari. Í kjölfar fjár-
málakreppu er líklegt að vöxtur einkaneyslu verði veikari en þegar
hagkerfi eru að ná sér eftir annars konar áföll og fjárfesting heldur
áfram að dragast saman eftir að botni efnahagslægðarinnar er náð
meðan verið er að færa efnahagsreikninga heimila og fyrirtækja í
fyrra horf og tryggja eðlilegan aðgang að lánsfé. Atvinnuleysi heldur
því áfram að aukast umfram það sem gerist í efnahagslægðum af
öðrum toga og gerir það jafnvel mun fyrr í niðursveiflunni.
Oft er verulegur munur á efnahagslægðum sem verða á sama
tíma í ýmsum löndum og öðrum efnahagslægðum. Efnahagslægðir
sem fylgjast að eru dýpri og langvinnari en þær sem takmarkast við
einstök svæði eða lönd og batinn veikur, sérstaklega vegna þess að
útflutningur getur aðeins gegnt takmörkuðu hlutverki í batanum.
Efnahagslægðir sem tengjast bæði fjármálakreppum og heimssam-
drætti eru afar fátíðar, en þær eru jafnan alvarlegar og langvinnar.
Atvinnuleysishorfur í samanburði við reynslu af öðrum
fjármálakreppum
Niðursveiflan á Íslandi nú tengist mikilli fjármálakreppu og efnahags-
samdrætti sem verður samtímis um allan heim. Því er líklegt að hún
verði óvenjulega mikil og gera má ráð fyrir að batinn verði hægur.
Raunhagkerfið hefur þegar brugðist hart við, eins og sjá má af hrað-
vaxandi atvinnuleysi og öðrum hagvísum. Atvinnuleysi hefur þegar
aukist um næstum 8 prósentur frá því í september 2008.
1. International Monetary Fund, (2009). „From Recession to Recovery: How Soon and
How Strong?“, 3. kafli í World Economic Outlook, apríl 2009, bls. 103–138.