Peningamál - 01.05.2009, Page 63

Peningamál - 01.05.2009, Page 63
Peningastefnan og stjórntæki hennar Markmið og framkvæmd peningastefnunnar Markmið stefnunnar í peningamálum er stöðugt verðlag. Hinn 27. mars 2001 var tekið upp formlegt verðbólgumarkmið sem hér segir:1 • Seðlabankinn stefnir að því að árleg verðbólga, reiknuð sem hækkun vísitölu neysluverðs á 12 mánuðum, verði að jafnaði sem næst 2½%. • Víki verðbólga meira en 1½ prósentu frá settu marki ber bankanum að gera ríkisstjórninni grein fyrir ástæðu fráviksins, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hvenær hann telur að verðbólgumarkmið- inu verði náð að nýju. Greinargerðina skal birta opinberlega. • Seðlabankinn gerir verðbólguspár þar sem spáð er þrjú ár fram í tímann. Spárnar eru birtar í riti bankans Peningamálum. Þar kemur einnig fram mat bankans á helstu óvissuþáttum tengdum spánni. Jafnframt gerir bankinn grein fyrir mati sínu á stöðu og horfum í efnahagsmálum. Peningastefnan miðar að því að halda verðlagi stöðugu og því verður henni ekki beitt til þess að ná öðrum efnahagslegum markmiðum, svo sem jöfnuði í viðskiptum við útlönd eða mikilli atvinnu, nema að því marki sem slíkt samrýmist verðbólgumarkmiði bankans. Helstu stjórntæki peningastefnunnar Seðlabankinn framfylgir peningastefnunni einkum með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst með ákvörðun nafnvaxta veðlána til lánastofnana sem síðan hafa áhrif á aðra vexti. Vextir á peningamarkaði hafa einnig sterk áhrif á gjaldeyrisstrauma og þar með á gengi krónunnar og til lengdar innlenda eftirspurn. Viðskiptum við fjármálafyrirtæki má í grófum dráttum skipta í regluleg viðskipti annars vegar og önnur viðskipti hins vegar. Um viðskipti fjármálafyr- irtækja við Seðlabankann gilda reglur nr. 808 frá 22. ágúst 2008. Föst viðskiptaform • Á viðskiptareikningum geyma lánastofnanir óráðstafað eigið fé. Þeir eru uppgjörsreikningar vegna greiðslujöfnunar milli innlánsstofnana og millibankaviðskipta, þar á meðal viðskipta við Seðlabankann. Vextir þessara reikninga mynda gólf fyrir daglánavexti á millibanka- markaði. • Daglán eru veitt að ósk lánastofnana og tryggð með sömu verð- bréfum og hæf eru í veðlánum. Vextir daglána mynda þak yfir dag- lánavexti á millibankamarkaði. • Innstæðubréf eru gefin út til 7 daga, að ósk lánastofnana. Þau eru skráð í Verðbréfaskráningu Íslands og hjá Clearstream. Hlutverk þeirra er að mynda mótvægi við tímabundna lausafjárgnótt. 1. Sameiginleg yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands og Seðlabanka Íslands. Birt m.a. á heimasíðu bankans.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.