Peningamál - 01.05.2009, Qupperneq 70

Peningamál - 01.05.2009, Qupperneq 70
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 2 70 Hinn 22. desember voru samþykkt á Alþingi fjárlög fyrir árið 2009. Tekjur eru taldar lækka um 19,5% á föstu verði miðað við fjáraukalög 2008 en gjöld hækka um 10,5%. Flestir tekjuliðir lækka verulega vegna samdráttarins en útgjaldaaukinn á föstu verðlagi er fyrst og fremst í vaxtagjöldum. Gjöld án vaxta hækka um 0–0,5% að raungildi. Hinn 29. desember gaf félags- og tryggingamálaráðherra út reglugerðir um hækkun bóta, styrkja og frítekjumarks árið 2009 og nam hækkunin 9,6%. Lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega hækkaði um 20%. Hinn 31. desember tilkynnti fjármálaráðuneytið að staðgreiðsluhlut- fall tekjuskatts og útsvars yrði 37,2% á árinu 2009 í stað 35,72% árið 2008 en persónuafsláttur hækkaði um 24% og skattleysismörk um 19%. Meðalútsvar hækkaði úr 12,97% í 13,1% og tekjuskattshlutfall úr 22,75% í 24,1%. Janúar 2009 Hinn 1. janúar var starfsemi fl ugmálastjórnar á Kefl avíkurfl ugvelli og fl ugstöðvar Leifs Eiríkssonar sameinuð sem opinbera hlutafélagið Kefl avíkurfl ugvöllur ohf. Hinn 2. janúar var skráningu vísitölu gengisskráningar hætt. Í stað þess var vísitala meðalgengis með þröngri viðskiptavog endurreiknuð þann- ig að 2. janúar taki hún sama gildi og vísitala gengisskráningar. Hinn 6. janúar lýsti ríkisstjórnin yfi r að hún hygðist kanna til þrautar möguleika á að leita réttar Íslendinga fyrir Mannréttindadómstóli Evr- ópu vegna beitingar breskra stjórnvalda á svonefndum hryðjuverka- lögum frá árinu 2001 gegn Landsbankanum á síðasta ári. Ríkisstjórn- in ítrekaði jafnframt að hún myndi styðja við málsókn skilanefndar Kaupþings vegna framgöngu breska fjármálaeftirlitsins gegn Singer & Friedlander, dótturfyrirtæki Kaupþings, hinn 8. október 2008. Ríkis- stjórnin mun einnig styðja við málsókn skilanefndar Landsbankans í hugsanlegum málaferlum gegn breskum stjórnvöldum. Hinn 8. janúar tilkynnti alþjóðlega lánshæfi smatsfyrirtækið Fitch Rat- ings að það hefði staðfest einkunnir Kaupþings banka hf. (gamla Kaup- þings), Landsbanka Íslands hf. (gamla Landsbanka Íslands) og Glitnis hf. (gamla Glitnis). Einkunnir fyrir skammtíma- og langtímaskuldbind- ingar voru staðfestar sem D, stuðningseinkunn 5 og óháð einkunn F. Fyrirtækið tilkynnti við sama tækifæri að það hefði hætt mati á bönk- unum. Hinn 23. janúar birti matsfyrirtækið Moody’s árlega skýrslu um láns- hæfi Ríkissjóðs Íslands. Fram kom í skýrslunni að fyrirtækið teldi enn að Ríkissjóður Íslands væri í fjárfestingarfl okki, þrátt fyrir efnahags- og fjármálaáfall og þær áskoranir sem efnahagurinn stendur frammi fyrir. Hins vegar voru horfur um lánshæfi seinkunnina Baa1 áfram metn- ar neikvæðar, þar sem fyrirtækið telur að efnahagshorfur séu háðar óvissu og gætu breyst fyrirvaralítið. Hinn 26. janúar var ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisfl okks og Samfylk- ingar slitið. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfi ngarinnar-græns framboðs tók við stjórnartaumunum hinn 1. febrúar undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.