Peningamál - 15.05.2013, Síða 6
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
3
•
2
6
útgáfu þessara Peningamála. Ólíkt þróun stýrivaxta í flestum öðrum
iðnríkjum hafa nafnvextir Seðlabanka Íslands því hækkað síðan í
ágúst 2011. Skýrist það af óhagstæðari verðbólguþróun og þrálátari
verðbólguvæntingum umfram verðbólgumarkmið hér á landi, eins og
fjallað er um í rammagrein I-1.
... en taumhald peningastefnunnar hefur haldið áfram að styrkjast
Þrátt fyrir óbreytta nafnvexti Seðlabankans frá birtingu Peningamála
í febrúar hafa raunvextir bankans hækkað á flesta mælikvarða. Þeir
mælast nú um 2% sé horft til núverandi verðbólgustigs en um 1½%
sé horft til meðaltals nokkurra mælikvarða á verðbólgu og verðbólgu-
væntingar og hafa hækkað um rúmlega ½ prósentu frá því í febrúar
og um 2,8 prósentur frá því fyrir ári. Langtímaraunvextir á markaði
hafa í meginatriðum fylgt í kjölfarið eftir að hafa lækkað í takt við vexti
bankans fram að því. Raunvextir Seðlabankans eru þó að líkindum enn
undir því sem til lengdar samræmist fullri nýtingu framleiðsluþátta.
Þeir ættu því enn að styðja við efnahagsbatann. Á sama tíma hefur
hrein eign heimila og fyrirtækja haldið áfram að aukast. Nánar er
fjallað um vaxtaþróun og fjármálaleg skilyrði einkageirans í kafla III.
Veruleg hækkun á gengi krónunnar það sem af er ári
Eftir nokkra gengislækkun tók gengi krónunnar að hækka á ný í
febrúar, m.a. í kjölfar inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði
sem virtust ná að slá á væntingar markaðsaðila um áframhaldandi
veikingu hennar fram á vormánuði. Hefur gengi krónunnar haldið
áfram að styrkjast þótt Seðlabankinn hafi ekki átt viðskipti á markaði
síðan snemma í mars. Rétt fyrir útgáfu þessara Peningamála var gengi
krónunnar um 211 stig gagnvart viðskiptaveginni gengisvísitölu og
hafði hækkað um 10,2% frá útgáfu Peningamála í febrúar. Á sama
tíma styrktist gengi krónunnar gagnvart evru úr tæplega 172 krónum
í um 155 krónur og styrktist því um rúmlega 11%. Þótt fyrirsjáanlegt
gjaldeyrisinnflæði tengt hámarki ferðamannatímans í sumar gæti stutt
enn frekar við gengi krónunnar kemur á móti að innlend fyrirtæki og
aðrir aðilar með engan eða takmarkaðan aðgang að erlendum lána-
mörkuðum hafa áfram þörf á söfnun gjaldeyris vegna þungrar endur-
greiðslubyrði erlendra lána. Slíkir aðilar og aðrir sem svigrúm hafa
gætu talið sumarið góðan tíma til slíkra kaupa í ljósi sveiflu gengisins
innan ársins upp á síðkastið. Það ásamt nýliðinni styrkingu gæti dregið
úr styrk gengisins á sumarmánuðum. Hið sama má segja um lakari
viðskiptakjaraþróun. Litið lengra fram á veginn gætu kjarasamningar,
uppgjör búa föllnu bankanna og skref við losun fjármagnshafta haft
áhrif á þróun gengisins. Sú óvissa gæti markað gengisvæntingar nú og
að hluta skýrt háar verðbólguvæntingar þrátt fyrir styrkingu gengisins
að undanförnu.
Gengi krónunnar reyndist 2,5% hærra gagnvart gengisvísitölu
á fyrsta ársfjórðungi en reiknað var með í febrúar. Sem fyrr byggist
grunnspá bankans á þeirri tæknilegu forsendu að gengi krónunnar
haldist svipað út spátímann miðað við stöðu vísitölunnar þegar spágerð
lýkur. Því er gert ráð fyrir að gengi krónunnar gagnvart gengisvísitölu
verði um 215 stig út spátímann, sem er um 9% hærra gengi en gert
var ráð fyrir í febrúarspánni og um 6½% hærra en í spá bankans í maí
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Mynd I-3
Gengi krónu gagnvart viðskiptaveginni
gengisvísitölu - samanburður við PM 2013/1
Vísitala, 31. des. 1991=100
PM 2013/2
PM 2013/1
200
205
210
215
220
225
230
235
240
‘16201520142013201220112010
1. Raunvextir metnir með verðbólguvæntingum af skuldabréfamarkaði
til næstu 5 ára. 2. Metnir út frá vaxtarófi verðtryggðra ríkisskuldabréfa
og íbúðabréfa.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Mynd I-2
Raunvextir Seðlabanka Íslands
og raunvextir á markaði
%
Raunvextir Seðlabankans¹
Langtímaraunvextir (verðtryggðir vextir 5 ára
ríkisskuldabréfs)²
Raunvextir óverðtryggðra húsnæðislána
með breytilegum vöxtum¹
Almennir vextir verðtryggðra lána
-1
0
1
2
3
4
5
6
7
‘13201220112010