Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 55
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
3
•
2
55
legum mælikvörðum út frá „klipptu“ meðaltali (e. trimmed mean) þar
sem hún hefur hjaðnað um 0,3 prósentur að meðaltali síðan í janúar.
Verð almennrar þjónustu er ágæt vísbending um innlenda verðbólgu.
Það hefur hækkað um 6,4% sl. tólf mánuði og bendir einnig til þess
að innlendur verðbólguþrýstingur sé nokkru meiri en verðbólga mæld
með vísitölu neysluverðs gefur til kynna.
Dregur úr verðbólgu vegna hækkunar gengis krónunnar
Viðskiptavegið gengi krónunnar hefur hækkað um 10,2% frá útgáfu
Peningamála í febrúar, sem hefur dregið úr verðbólguþrýstingi.
Sögulega hafa áhrif gengisbreytinga haft tilhneigingu til að vera
ósamhverf og gengislækkun krónunnar komið hraðar og í ríkari mæli
fram í verðlagi heldur en gengishækkun.2 Því lengur sem gengi krón-
unnar helst stöðugt í kjölfar gengisstyrkingar því meiri og varanlegri
eru verðlagsáhrifin, þótt áhrif á verðlagsákvarðanir fyrirtækja geti
verið töluverðan tíma að festast í sessi. Nýleg gengishækkun virðist
hafa haft lítils háttar áhrif á verðlagsþróun innfluttrar vöru í mars og
apríl, auk þess sem heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um tæplega
4½% sl. þrjá mánuði. Áhrif bensínverðslækkana á vísitölu neysluverðs
námu um ½ prósentu í mars og apríl. Enn er til staðar nokkur slaki í
þjóðarbúskapnum og efnahagsbatinn hefur verið tiltölulega hægur
sem gæti einnig leitt til þess að áhrif gengisstyrkingar verði meiri en
ella. Framlag innfluttrar vöru án áfengis, tóbaks og bensíns til ársverð-
bólgu nam eigi að síður 0,6 prósentum í apríl og skýrir sá undirþáttur,
ásamt almennri þjónustu, rúmlega helming ársverðbólgunnar. Athygli
vekur einnig að árshækkun almennrar þjónustu hefur ekki farið niður
fyrir 3½% síðan haustið 2005 og hefur verið 6½% að meðaltali síðan
(almenn þjónusta vegur rúmlega 20% í vísitölu neysluverðs).
Þróun framleiðsluverðs og smásöluverðs innlendrar vöru ólík
Þróun framleiðsluverðs getur gefið vísbendingu um horfur á undirliggj-
andi kostnaðarþrýstingi innlendra fyrirtækja og þannig um almenna
verðbólguþróun. Framleiðsluverð afurða sem seldar eru innanlands
hafði í mars hækkað um rúmlega 1% sl. tólf mánuði en verðbólga
á þennan mælikvarða hjaðnaði hratt á árinu 2012. Athygli vekur
hins vegar að verð innlendrar vöru í vísitölu neysluverðs hafði í mars
hækkað um 5,9% á tólf mánuðum. Svo virðist því sem dregið hafi
nokkuð í sundur með þessum mælikvörðum á innlendri verðbólgu,
sem gæti verið vísbending um að meiri framleiðsluslaki sé fyrir hendi
á vörumarkaði en þróun vísitölu neysluverðs gefur til kynna. Það gæti
einnig endurspeglað þráláta verðbólgu á undanförnum árum, sem
hefur stuðlað að háum verðbólguvæntingum.
Niðurstöður könnunar Capacent Gallup sem var framkvæmd
í febrúar og mars sl. þar sem stjórnendur voru bjartsýnni um fram-
legðarþróun (EBITDA) á næstu sex mánuðum, bæði ef miðað er við
síðustu könnun og fyrir ári, eru vísbending um að fyrirtæki gætu haft
nokkurt svigrúm til að taka á sig kostnaðarhækkanir án þess að velta
þeim út í verðlag eða hægja á ráðningum. Ef breytingin frá könnuninni
2. Sjá t.d. grein Þorvarðar Tjörva Ólafssonar, Ásgerðar Pétursdóttur og Karenar Á.
Vignisdóttur (2011), „Price setting in turbulent times: Survey evidence from Icelandic
firms“, Seðlabanki Íslands Working Papers, nr. 54.
Mynd VIII-3
Dreifing verðhækkana vísitölu neysluverðs
Janúar 2007 - apríl 2013
%
Hlutfall vöruflokka sem hækka í verði (v. ás)1
Vísitala neysluverðs (h. ás)
1. Hlutfall vöruflokka sem hækka í verði er 3 mánaða miðsett meðaltal.
Heimild: Hagstofa Íslands.
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
20
‘13201220112010200920082007
12 mánaða breyting (%)
Mynd VIII-4
Verðbólga, kjarnaverðbólga og gengi krónunnar
Janúar 2010 - apríl 2013
12 mánaða breyting (%) 12 mánaða breyting (%)
Vísitala neysluverðs (v. ás)
Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa (v. ás)
Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng (h. ás,
andhverfur kvarði)
Verðbólgumarkmið (v. ás)
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
20
15
10
5
0
-5
-10
-15
-20
-25
2012 201320112010
Mynd VIII-5
Framleiðslu- og smásöluverð innlendrar vöru
Janúar 2007 - mars 2013
12 mánaða breyting (%)
Framleiðsluverð afurða sem eru seldar innanlands
Verð innlendrar vöru í vísitölu neysluverðs
Verðbólgumarkmið
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
-5
0
5
10
15
20
25
30
201220112010200920082007