Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 21

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 21
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 21 ári samanborið við 0,8% í fyrra. Þetta er 0,2 prósentum minni vöxtur en spáð var í febrúar, en það skýrist aðallega af því að nú er gert ráð fyrir meiri samdrætti á evrusvæðinu og almennt minni hagvexti á Norðurlöndunum, í Bretlandi og Japan. Reiknað er með að heldur bæti í hagvöxt í viðskiptalöndum Íslands á næstu tveimur árum og að hann verði 1,9% á næsta ári og 2,6% árið 2015. Eru það svipaðar horfur og gert var ráð fyrir í febrúar. Stuðningsaðgerðir stjórnvalda hafa aukið bjartsýni á fjármála- mörkuðum ... Seðlabankar helstu iðnríkja lögðust enn frekar á árarnar með auknum stuðningsaðgerðum eftir því sem hagvaxtarhorfur versnuðu í fyrra. Í Bandaríkjunum var komið í veg fyrir uppnám í ríkisfjármálum í lok desember sl. og þak á skuldir ríkissjóðs var hækkað í janúar. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur haldið áfram peningalegri slökun með mán- aðarlegum kaupum á íbúðabréfum og löngum ríkisskuldabréfum, auk þess að seinka enn frekar tímasetningu væntanlegra vaxtahækk- ana. Englandsbanki jók einnig kaup sín á skuldabréfum og fyrstu vísbendingar birtust um árangur aðgerða bankans til að örva útlán fjármálastofnana til heimila og fyrirtækja. Að sama skapi var gripið til enn frekari örvunaraðgerða í Japan sem m.a. fela í sér stórfellda innspýtingu í opinberum fjármálum og tvöföldun peningamagns í umferð með aðgerðum seðlabankans er miða að því að örva eftirspurn og auka verðbólgu. Vegna slæmra hagvaxtarhorfa í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) gefið stjórnvöldum nokkurra aðildarríkja sambandsins lengri frest til að ná markmiðum um minnkandi halla á fjárlögum og hefur það lagst á sveif með aðgerðum Seðlabanka Evrópu (ECB) til að örva eftirspurn á evrusvæðinu. Enn sem komið er hefur ekki reynt á þessa frestveitingu. Ofangreindar stuðningsaðgerðir hrundu af stað þó nokkurri hlutabréfaverðshækkun, vaxta- og áhættuálag lækkaði á fjármála- mörkuðum og ótti við verulega viðsjárverða atburði á borð við upp- lausn evrusvæðisins og harkalega aukningu í aðhaldi í bandarískum ríkisfjármálum minnkaði. Á móti vegur kreppan á Kýpur en áhrifin hafa a.m.k. enn sem komið er ekki verið eins víðtæk og óttast var í fyrstu. Í sumum nýmarkaðsríkjunum hefur einnig verið ráðist í aðgerðir til að örva hagvöxt. Vöxtum hefur víðast hvar verið haldið óbreyttum frá útgáfu síðustu Peningamála en ECB lækkaði vexti á ný um 0,25 prósentur í byrjun maí. Í Kína juku stjórnvöld fjárfestingu í innviðum með auknum lánveitingum í gegnum banka og fyrirtæki. ... og dregið hefur úr fjárhagslegu ójafnvægi innan evrusvæðisins Skuldakreppan á evrusvæðinu hefur birst í því að fjármálaleg skilyrði á jaðri myntsvæðisins hafa verið verulega frábrugðin því sem þau eru í löndum nær kjarna þess. Fjármögnun skulda banka, fyrirtækja og hins opinbera hefur reynst erfið í jaðarríkjunum þar sem fjárfestar hafa fært fjármagn sitt til annarra landa og minnkandi taumhald peningastefnu ECB hefur ekki skilað sér fyllilega til þessara ríkja. Útstreymi fjármagns einkaaðila frá jaðarríkjunum hefur verið mætt með lánveitingum seðlabanka, eins og t.d. sjá má á greiðsluflæði í greiðslumiðlunarkerfi 1. Þegar vísitalan er undir 0 eru hagvísar verri en gert hafði verið ráð fyrir og á móti sýnir vísitala yfir 0 að hagvísar eru jákvæðari en gert hafði verið ráð fyrir. Vísitalan segir ekki til um hvort hagvísarnir séu jákvæðir eða neikvæðir. Heimild: Macrobond. Mynd II-4 Vísitala um óvænta þróun hagvísa1 Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 10. maí 2013 Vísitala Bandaríkin Evrusvæðið -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 100 120 140 20112010 2012 2013 1. Hagvaxtarvísir OFCE og EUROFRAME leggur mat á ársfjórðungs- legan hagvöxt á evrusvæðinu tvo ársfjórðunga fram í tímann. 2. Iðnaðarvísitalan fyrir framleiðendur í Bandaríkjunum, Manu- facturing Purchasing Managers' index (PMI) er birt mánaðarlega og er árstíðarleiðrétt. Þegar gildi vísitölunnar er yfir 50, táknar það vöxt milli mánaða, en ef hún er undir 50 táknar það samdrátt. Heimild: Macrobond. Breyting frá fyrri ársfjórðungi (%) Mynd II-5 Leiðandi vísbendingar um hagvöxt Evrusvæðið (v. ás)1 Bandaríkin (h. ás)2 Vísitala -3 -2 -1 0 1 30 38 46 54 62 ‘132012201120102009200820072006 1. Jaðarríkin eru: Grikkland, Írland, Ítalía, Portúgal og Spánn. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Ma.evra Mynd II-6 TARGET2-jöfnuður jaðarríkja og vaxtaálag á þýsk ríkisbréf 2 ára vaxtaálag á þýsk ríkisbréf (andhverfur h. ás) 10 ára vaxtaálag á þýsk ríkisbréf (andhverfur h. ás) TARGET2-jöfnuður jaðarríkja1 (v. ás) Prósentur -1.000 -900 -800 -700 -600 -500 -400 -300 8 7 6 5 4 3 2 1 ‘1320122011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.