Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 40
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
3
•
2
40
yfirstandandi bataskeiði. Því er líklegt að þung greiðslubyrði verði meiri
dragbítur á fjárfestingu að þessu sinni. Alþjóðlegt efnahagsástand er
einnig einkar óhagfellt nú um stundir, sem hindrar aðgang að erlendu
lánsfjármagni til fjárfestingar og dregur úr vilja fyrirtækja til að leggja
út í nýja fjárfestingu (sjá rammagrein I-2 í Peningamálum 2012/4 og
umfjöllun hér að ofan).
Framlag utanríkisviðskipta meira í ár en áður var spáð
Vöxtur útflutnings á síðasta ári nam 3,9% sem var í takt við febrúar-
spána. Vöruútflutningur jókst um 3,1% en þjónustuútflutningur enn
meira eða um 5,2%. Innflutningur jókst um 4,8% sem er rúmri 1
prósentu meiri vöxtur en spáð hafði verið. Það var einkum kröftugur
vöxtur þjónustuinnflutnings á síðasta fjórðungi ársins sem olli því
að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar var lakara en febrúarspá
bankans gerði ráð fyrir. Sé horft fram hjá inn- og útflutningi tengdum
fjárfestingu í skipum og flugvélum jókst útflutningur nokkru meira
en innflutningur á árinu sem leið, en leiðrétt fyrir inn- og útflutningi
skipa og flugvéla var framlag utanríkisviðskipta jákvætt um rúmlega 1
prósentu. Í ár er spáð jákvæðu framlagi utanríkisviðskipta sem nemur
um 1½ prósentu en það endurspeglar að mestu leyti minni innflutning
skipa og flugvéla en árið áður. Sé horft fram hjá inn- og útflutningi
skipa og flugvéla vex útflutningur meira en innflutningur, þótt
munurinn sé nokkru minni. Gert er ráð fyrir örari vexti innflutnings en
útflutnings á næstu árum. Gangi spáin eftir verður framlag utanríkis-
viðskipta til hagvaxtar neikvætt um tæplega 1 prósentu á næsta ári og
0,3 prósentur árið 2015.
Hægari efnahagsbati en spáð hafði verið en vænta má aukins
hagvaxtar á komandi árum
Eins og fyrr segir hefur hægt á efnahagsbatanum sem hófst árið 2010.
Hagvöxtur í fyrra var minni en spáð var og svipaða sögu er að segja
um horfurnar fyrir þetta ár. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði innan
við 1% á fyrri hluta ársins en að hann taki við sér þegar líða tekur á
árið og verði 1,8% á árinu í heild, sem er 0,3 prósentum minni vöxtur
en spáð var í febrúar. Hagvöxturinn verður drifinn áfram af vexti
einkaneyslu og framlagi utanríkisviðskipta, bæði vegna útflutnings-
vaxtar og samdráttar í innflutningi skipa og flugvéla. Á móti vexti
einkaneyslu vegur samdráttur fjárfestingar, þannig að þjóðarútgjöld
standa nánast í stað á milli ára. Innlend eftirspurn er talin taka við sér
á næstu tveimur árum vegna aukinnar fjárfestingar, einkum í stóriðju.
Spáð er að hún aukist um 4½% á ári að meðaltali. Á móti kemur að
framlag utanríkisviðskipta verður neikvætt vegna aukins innflutnings
í tengslum við vaxandi innlenda eftirspurn. Hagvöxtur verður á bilinu
3-3½% og að meðaltali um 2,8% á spátímanum, sem er heldur minni
vöxtur en spáð var í febrúar en í ágætum takti við meðalhagvöxt
síðustu þrjátíu ára.
Dregur jafnt og þétt úr framleiðsluslakanum
Frá árinu 2008 hefur verið umtalsverður framleiðsluslaki í þjóðar-
búskapnum. Mikil óvissa er um þróun hans og hversu mikill hann
hefur verið frá því að efnahagsbatinn hófst en áætlað er að slakinn
Mynd IV-16
Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar1
1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Prósentur
Framlag utanríkisviðskipta
Framlag utanríkisviðskipta án skipa og flugvéla
-2,5
-2,0
-1,5
-1,0
-0,5
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
20152014201320122011
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-17
Hagvöxtur og framlag undirliða 2010-20151
1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Einkaneysla
Samneysla
Fjármunamyndun
-5
-4
-3
-2
-1
0
1
2
3
4
5
201520142013201220112010
Birgðabreytingar
Utanríkisviðskipti
Landsframleiðsla
1. Samdráttarskeiðin á Íslandi byggjast á mati Þórarins G. Péturssonar
(2000) að viðbættum skeiðunum 2002-3 og 2008-10. Vöxturinn fyrir
árið 2013 er samkvæmt spá PM 2013/2.
Heimildir: Þórarinn G. Pétursson (2000). "Business cycle forecasting
and regime switching", Seðlabanki Íslands Working Paper nr. 7,
Hagstofa Íslands, OECD, Seðlabanki Íslands.
Meðalvöxtur fyrstu 3 ár eftir að samdráttarskeiði lýkur (%)
Mynd IV-15
Fjárfesting í efnahagsbata1
0
5
10
15
20
25
30
2011-
2013
2003-
2005
1996-
1998
1984-
1986
1976-
1978