Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 28

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 28
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 28 Vextir verðtryggðra skuldabréfa hafa hækkað Hinn 20. febrúar sl. lækkaði matsfyrirtækið Moody‘s lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs niður í Baa3. Í kjölfarið tók ávöxtunarkrafa íbúðabréfa að hækka og vaxtamunur gagnvart sambærilegu verðtryggðu ríkisbréfi með gjalddaga árið 2021 að aukast. Náði munurinn sögulegu hámarki í upphafi marsmánaðar þegar hann nam 0,8 prósentum miðað við íbúðabréfið með gjalddaga árið 2024 en hefur síðan gengið til baka og er nú um 0,2 prósentur. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa hefur hækkað enn frekar að undanförnu í takt við hækkandi skamm- tímaraunvexti með sterkara taumhaldi peningastefnunnar og er nú um 0,4-1,0 prósentu hærri en rétt fyrir útgáfu síðustu Peningamála. Íbúðalánasjóður hefur ekki gefið út íbúðabréf síðan í janúar 2012 og mikið hefur verið um uppgreiðslur lána hjá sjóðnum. Líklega hefur óvissa um framtíð sjóðsins haft áhrif á þróun vaxta íbúðabréfa. Nýlega var birt skýrsla vinnuhóps sem leggur m.a. til breytingar á framtíðarfjármögnunarfyrirkomulagi sjóðsins en endanleg ákvörðun bíður nýrrar ríkisstjórnar. Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs lækkar og lánshæfismat batnar Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs hefur haldið áfram að lækka frá síðustu útgáfu Peningamála. Mælist skuldatryggingarálag á fimm ára skuldbindingar hans nú 1,5 prósentur og hefur lækkað um 0,1 prósentu frá útgáfu síðustu Peningamála en um 1,2 prósentur frá sama tíma í fyrra. Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs samkvæmt vaxtamun á fimm og tíu ára skuldabréfi hans í Bandaríkjadölum og sambærilegum bréfum ríkissjóðs Bandaríkjanna mælist nú um 2 prósentur og hefur lækkað um 0,3 prósentur frá því í febrúar en um 2 prósentur frá sama tíma í fyrra. Markaðsviðskipti með þessar fjár- málaafurðir eru þó takmörkuð. Lækkandi áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs á markaði hefur einnig endurspeglast í bættu lánshæfismati. Hinn 8. febrúar breytti matsfyrirtækið Moody‘s horfum á lánshæfis- einkunn ríkissjóðs úr neikvæðum í stöðugar og viku síðar hækkaði matsfyrirtækið Fitch Ratings lánshæfismat ríkissjóðs fyrir langtíma- skuldbindingar í erlendum gjaldmiðli og landseinkunnina. Líklegt er að aðgangur innlendra fjármálafyrirtækja að alþjóð- legum fjármálamörkuðum batni í kjölfar minnkandi áhættuálags og bætts lánshæfismats ríkissjóðs. Nýlega fjármagnaði einn viðskipta- bankanna sig með erlendri skuldabréfaútgáfu og er það jafnframt fyrsta erlenda fjármögnun íslensks fjármálafyrirtækis frá árinu 2008. Mikil hækkun á gengi krónunnar Undir lok febrúarmánaðar sl. tók gengi krónunnar að hækka eftir nánast samfellda lækkun þess frá seinni hluta síðasta árs. Hefur gengi krónunnar hækkað um 10,2% gagnvart viðskiptaveginni gengisvísitölu og um rúmlega 11% gagnvart evru frá útgáfu Peningamála í febrúar. Á sama tíma hefur gengi krónunnar hækkað um 6,8% gagnvart Bandaríkjadal og 8,6% gagnvart bresku pundi. Gengishækkun krón- unnar skýrist líklega af mörgum þáttum. Þannig ákvað Seðlabankinn í upphafi þessa árs að gera hlé á reglulegum gjaldeyriskaupum bankans á gjaldeyrismarkaði og hóf að kaupa krónur á markaði, en bankinn % Mynd III-5 Ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa Daglegar tölur 2. janúar 2009 - 10. maí 2013 Heimild: Seðlabanki Íslands. HFF 150224 HFF 150434 HFF 150644 RIKS 21 0414 0 1 2 3 4 5 6 7 20102009 2011 2012 2013 % Mynd III-6 Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 10. maí 2013 Heimildir: Bloomberg, Seðlabanki Íslands. Skuldatryggingarálag ríkisins Vaxtamunur á íslensku og bandarísku 5 ára ríkisskuldabréfi útgefnu í Bandaríkjadölum Vaxtamunur á íslensku og bandarísku 10 ára ríkisskuldabréfi útgefnu í Bandaríkjadölum 0 1 2 3 4 5 6 7 2010 2011 2012 2013 Mynd III-7 Gengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum Daglegar tölur 3. janúar 2008 - 10. maí 2013 Kr./EUR, Kr./USD, Kr./GBP Heimild: Seðlabanki Íslands. Bandaríkjadalur (v. ás) Evra (v. ás) Breskt pund (v. ás) Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng (h. ás) 50 90 130 170 210 250 50 100 150 200 250 300 201020092008 4. janúar 2000 = 100 2011 2012 ‘13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.