Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 26

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 26 III Fjármálaleg skilyrði Þrátt fyrir að nafnvextir hafi verið óbreyttir síðan í nóvember 2012 hefur taumhald peningastefnunnar haldið áfram að styrkjast. Virðast markaðsaðilar gera ráð fyrir að vextir Seðlabankans haldist óbreyttir á þessu ári en hækki á því næsta. Áhættuálag á skuldbind- ingar ríkissjóðs hefur lækkað og lánshæfismatið batnað frá síðustu útgáfu Peningamála. Gengi krónunnar hefur hækkað verulega frá febrúarlokum, eftir nánast samfellda lækkun frá ágústmánuði í fyrra. Undanfarið hefur hægt á hækkun íbúðaverðs en hlutabréfaverð hefur hækkað mikið og skráðum fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði fjölgað. Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja eru í meginatriðum svipuð og þau voru í upphafi árs. Vextir Seðlabanka Íslands óbreyttir … Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að halda vöxtum bank- ans óbreyttum á fundum sínum 6. febrúar og 20. mars sl. Fyrir útgáfu þessa heftis Peningamála voru vextir á viðskiptareikningum innláns- stofnana 5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 5,75%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 6% og daglánavextir 7% og hafa því verið óbreyttir frá því í nóvember í fyrra. Vextir til einnar nætur á milli- bankamarkaði hafa í meginatriðum fylgt þróun vaxta Seðlabankans. Þeir hafa haldist í neðri hluta vaxtagangsins vegna rúmrar lausa- fjárstöðu innlánsstofnana, fyrir utan einn dag í mars sl. þegar þeir hliðruðust yfir efri hluta vaxtagangsins í kjölfar tímabundinnar sveiflu á lausu fé á markaði og voru um 7%. Tíðari breytingar hafa þó verið í vöxtunum að undanförnu auk þess sem velta hefur aukist, sem gæti bent til þess að virkni markaðarins sé að aukast. … en taumhald peningastefnunnar hefur styrkst Þrátt fyrir óbreytta vexti Seðlabankans hefur aðhald peningastefn- unnar aukist í takt við hjaðnandi verðbólgu og verðbólguvæntingar frá útgáfu síðustu Peningamála. Raunvextir bankans eru nú 1,5% miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólgu- væntingar, eða 0,6 prósentum hærri en rétt fyrir útgáfu Peningamála í febrúar og 2,8 prósentum hærri en þeir voru á sama tíma fyrir ári. Mynd III-1 Vextir Seðlabanka Íslands og skammtíma- markaðsvextir Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 10. maí 2013 % Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 2 4 6 8 10 12 Daglánavextir Vextir á veðlánum Hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum Vextir til einnar nætur á millibankamarkaði Vextir á viðskiptareikningum Tekin tilboð við útgáfu þriggja mánaða ríkisvíxla (ávöxtun) Tekin tilboð við útgáfu sex mánaða ríkisvíxla (ávöxtun) 2010 2011 2012 2013 Mynd III-2 Veðlánavextir, framvirkir vextir1 og væntingar markaðsaðila um veðlánavexti2 Daglegar tölur 1. janúar 2011 - 30. júní 2016 % Veðlánavextir SÍ PM 2012/4 (byrjun nóvember 2012) PM 2013/1 (miður janúar 2013) PM 2013/2 (byrjun maí 2013) Væntingar markaðsaðila (byrjun maí 2013) 1. Við mat á vaxtaferlinum er notast við vexti á millibankamarkaði og vexti ríkisbréfa. Ríkisbréfin með gjalddaga í maí 2013 og mars 2014 eru þó ekki notuð þar sem verðlagning þeirra er talin vera skekkt vegna áhrifa gjaldeyrishafta. 2. Miðað við miðgildi svara í könnun Seðlabanka Íslands á væntingum markaðsaðila dagana 6.-10. maí, 2013. Heimild: Seðlabanki Íslands. 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 2015 ‘162014201320122011 Núverandi Breyting frá Breyting frá aðhaldsstig PM 2013/1 PM 2012/2 Raunvextir miðað við:1 (10. maí 2013) (1. feb. 2013) (11. maí 2012) Ársverðbólgu 2,0 0,9 3,9 verðbólguvæntingar fyrirtækja til eins árs 0,8 0,0 1,0 verðbólguvæntingar heimila til eins árs 0,4 0,5 2,4 verðbólguv. markaðsaðila til eins árs2 1,3 0,5 2,4 verðbólguv. á fjármálamarkaði til eins árs3 2,3 1,1 4,2 verðbólguspá Seðlabankans4 2,3 0,7 2,9 Meðaltal 1,5 0,6 2,8 1. Miðað við meðaltal innlánsvaxta og hámarksvaxta á innstæðubréfum með 28 daga binditíma sem virka nafnvexti Seðlabankans. 2. Út frá könnun á væntingum markaðsaðila. Þessi könnun var fyrst framkvæmd um miðjan febrúar 2012. 3. Verðbólguálag til eins árs út frá mismun óverðtryggða og verðtryggða vaxtarófsins (5 daga hlaupandi meðaltal). 4. Spá Seðlabanka um ársverðbólgu eftir fjóra ársfjórðunga. Tafla III-1 Taumhald peningastefnunnar (%)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.