Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 30
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
3
•
2
30
grunnfé Seðlabankans einnig minnkað um 8,2%, aðallega vegna sam-
dráttar í innstæðum innlánsstofnana hjá bankanum.
Útlánastofn heimila og fyrirtækja hefur minnkað lítillega
Miðað við bókfært virði hefur gengis- og verðlagsleiðréttur heildar-
stofn útlána innlánsstofnana, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs til heimila
og fyrirtækja (annarra en eignarhaldsfélaga) minnkað um 1,4%
á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við sama fjórðung í fyrra.
Lækkunin er að mestu leyti til komin vegna gengisbundinna lána fyrir-
tækja við innlánsstofnanir en verðleiðréttur útlánastofn Íbúðalánasjóðs
og lífeyrissjóða hefur einnig minnkað á sama tímabili m.a. vegna
uppgreiðslu lána frá þessum lánveitendum. Á móti hefur stofn óverð-
tryggðra lána innlánsstofnana til heimila og fyrirtækja haldið áfram að
vaxa það sem af er þessu ári en hluti vaxtarins endurspeglar endur-
fjármögnun lána.
Heildarupphæð nýrra íbúðalána innlánsstofnana, Íbúðalánasjóðs
og lífeyrissjóða nam rúmlega 14 ma.kr. á fyrsta fjórðungi þessa árs,
sem er lítils háttar hækkun frá sama fjórðungi í fyrra. Innlánsstofnanir
standa að baki meginhluta nýrra íbúðalána og útlán lífeyrissjóða hafa
einnig aukist. Ný íbúðalán Íbúðalánasjóðs hafa hins vegar haldið
áfram að dragast saman milli ára. Meginhluti nýrra íbúðalána innláns-
stofnana frá ársbyrjun 2012 hefur verið óverðtryggður. Að nokkru
leyti hafa lánin verið vegna endurfjármögnunar. Eigi að síður fór hlut-
deild verðtryggðra íbúðalána vaxandi frá síðari hluta ársins 2012 sem
kann að hluta til að skýrast af hækkun vaxta óverðtryggðra íbúðalána
í takt við vaxtahækkanir Seðlabankans.
Eins og sjá má á mynd III-12 hefur samsetning útlánastofnsins
breyst verulega frá árinu 2010. Gengisbundin lán hafa verið afskrifuð
eða þeim breytt í óverðtryggð eða verðtryggð lán í krónum. Þannig
var hlutfall gengisbundinna lána um þriðjungur af heildarútlánastofni
innlánsstofnana, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs í upphafi árs 2010 en
er nú um 12%. Á sama tíma hefur hlutfall óverðtryggðra lána hækkað
úr 6% í 19% og hlutfall verðtryggðra lána úr 55% í 62%.
Dregur úr hækkun íbúðaverðs ...
Frá útgáfu síðustu Peningamála hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæð-
inu haldist óbreytt en hækkað um 4,6% sl. tólf mánuði. Leiguverð
hefur að sama skapi haldið áfram að hækka og var vísitala leiguverðs
á fyrsta fjórðungi ársins tæplega 9% hærri en á sama tímabili fyrir ári.
Þrátt fyrir að dregið hafi úr árshækkun íbúðaverðs er í grunnspá bank-
ans gert ráð fyrir að það hækki um tæplega 5% á þessu ári sem er í
takt við hækkun ráðstöfunartekna og nafnvirðis landsframleiðslunnar.
Út frá fólksfjölgun og sölu nýrra eigna á fasteignamarkaði má gera ráð
fyrir að einhver uppsöfnuð eftirspurn eftir húsnæði sé til staðar. Bilið
á milli byggingarkostnaðar og fasteignaverðs hefur einnig minnkað
verulega á undanförnum misserum og er byggingarkostnaður í ein-
hverjum tilvikum orðinn hærri. Hvati til nýbygginga er því minni en
ella, þótt hvati til byggingar leiguhúsnæðis sé væntanlega nokkur í ljósi
hás leiguverðs. Út frá upplýsingum um íbúðafjárfestingu undanfarinna
ára og tölum um sölu nýrra eigna má gera ráð fyrir að gengið hafi
á þær birgðir af nýju húsnæði sem fyrir voru þegar fjármálakreppan
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd III-11
Framlag til útlánavaxtar1 innlánsstofnana,
lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs til heimila
og fyrirtækja2
1. ársfj. 2010 - 1. ársfj. 2013
1. Leiðrétt er fyrir áhrifum verðlags- og gengisbreytinga á stofn verð-
og gengistryggðra lána. Útlán innlánsstofnana eru metin á bókfærðu
virði. 2. Eignarhaldsfélög eru ekki meðtalin.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Gengisbundin skuldabréf
Verðtryggð skuldabréf
Óverðtryggð skuldabréf
Yfirdráttur
Annað
Útlánastofn
-20
-15
-10
-5
0
5
10
2012 ‘1320112010
%
Mynd III-12
Samsetning útlána1 innlánsstofnana,
lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs til heimila
og fyrirtækja2
1. ársfj. 2010 - 1. ársfj. 2013
1. Útlánastofn innlánsstofnana er metinn á bókfærðu virði. 2. Eignar-
haldsfélög eru ekki meðtalin.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Gengisbundin skuldabréf
Verðtryggð skuldabréf
Óverðtryggð skuldabréf
Yfirdráttur
Annað
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
‘13201220112010