Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 31

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 31
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 31 skall á. Ólíklegt er að byggingarkostnaður lækki í bráð, m.a. vegna nýrrar byggingarreglugerðar sem mun auka byggingarkostnað. Á móti kemur að erfitt getur verið fyrir fyrstu kaupendur að fá nægilega mikið lánsfé þar sem hámarksveðsetning hefur lækkað frá því að hún náði hámarki. Auk þess hefur lítið sem ekkert verið um lánsveð eftir að lögum var breytt sem þrengdu skilyrði til slíkrar lántöku. Verðbólga og lækkun fasteignaverðs í kjölfar fjármálakreppunnar hefur einnig takmarkað getu nokkurs hóps íbúðareigenda til hreyfinga á fasteigna- markaði sökum yfirveðsetningar. Fjöldi íbúða í eigu lánastofnana sem þær reyna að selja gæti einnig haldið aftur af verðhækkunum.3 Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð hækki um rúmlega 5% á ári að meðaltali á spátímanum, í takt við vöxt ráðstöfunartekna og nafnvirðis landsframleiðslunnar. Raunverð húsnæðis er nú svipað og það var rétt fyrir hinar miklu umbreytingar sem urðu á innlendum íbúðalánamarkaði um mitt ár 2004. Gangi spáin eftir verður það um 11% hærra í lok spátímans en þegar það varð lægst í ársbyrjun 2010. Það er þó enn ríflega fimmtungi undir hæsta verðlagi íbúðarhúsnæðis fyrir fjármálakreppuna. ... þótt velta á íbúðamarkaði haldi áfram að aukast Þótt dregið hafi úr verðhækkun á íbúðamarkaði er veltan enn að aukast. Þinglýstum kaupsamningum fjölgaði um 14% á höfuðborgar- svæðinu á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við sama tíma í fyrra og um 10% á landinu öllu. Gjaldeyrisútboð Seðlabankans hafa líklega haft einhver áhrif á eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Tæplega 11,7 ma.kr. hafa komið inn á fasteignamarkaðinn í gegnum fjárfestingarleiðina í þeim tíu útboðum sem farið hafa fram síðan þau hófust í febrúar á sl. ári eða rúmlega 16% af heildarfjárhæð útboðanna. Til samanburðar var velta á íbúða- markaði árið 2012 tæplega 183 ma.kr. Lágmarksfjárhæð til þátttöku í útboðshluta fjárfestingarleiðarinnar var lækkuð úr 50 þúsund evrum í 25 þúsund evrur í febrúar sl. sem ætti að gera enn fleiri aðilum fært að nýta sér þessa leið. Miðað við síðasta útboð fengust íbúðir á 18,9% lægra verði með því að fara í gegnum útboðið samanborið við skráð evrukaupgengi Seðlabankans. Hlutabréfaverð hækkar og skráðum fyrirtækjum fjölgar Frá útgáfu Peningamála í febrúar hefur heildarvísitala aðallista hækkað um 2,5% og úrvalsvísitalan OMXI6 um 0,6%. Velta á fyrsta ársfjórðungi ársins var 140% meiri samanborið við sama fjórðung í fyrra en er þó enn töluvert minni en árin fyrir fjármálakreppuna. Heildarmarkaðsvirði innlenda hluta hlutabréfamarkaðarins er nú rétt yfir 22% af landsframleiðslu síðasta árs sem er ekki hátt í sögulegum eða alþjóðlegum samanburði en líklega mjög hátt ef tekið er tillit til þess að eingöngu níu innlend fyrirtæki eru skráð á markað hér á landi. Þrjú fyrirtæki voru skráð á hlutabréfamarkaðinn á sl. ári, tvö fyrirtæki það sem af er ári og fleiri fyrirtæki hafa tilkynnt skráningu á komandi 3. Fjöldi íbúða í eigu Íbúðalánasjóðs, banka og eignarhaldsfélaga jókst lítillega á sl. ári og var í árslok 2012 tæplega 3.200 íbúðir. Tæplega 39% íbúðanna voru í útleigu, um 16% í byggingu en stærstur hluti voru fullbúnar íbúðir sem ekki voru í útleigu. Út frá þessum upplýsingum má álykta að stór hluti íbúðanna sé líklega í söluferli, þótt skiptingin sé mis- jöfn milli landshluta. Fjöldi Mynd III-13 Íbúðaverð og velta á höfuðborgarsvæðinu1 Janúar 2000 - mars 2013 1. Velta er miðuð við fjölda kaupsamninga á kaupdegi íbúða. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands. Velta á íbúðamarkaði - árstíðarleiðrétt (v. ás) Íbúðaverð (h. ás) Raunverð íbúða (h. ás) 0 150 300 450 600 750 900 1.050 1.200 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 12 mánaða breyting (%) Mynd III-14 Raunvirði íbúðaverðs, leiguverðs og greiddrar húsaleigu1 Janúar 2008 - mars 2013 Vísitala, janúar 2011 = 100 1. Leigu- og íbúðaverð er fyrir höfuðborgarsvæðið, greidd húsaleiga er fyrir landið allt. Heimildir: Hagstofa Íslands, Þjóðskrá Íslands. Leiguverð Íbúðaverð Greidd húsaleiga 80 90 100 110 120 130 140 150 160 ‘1320122011201020092008 Ma.kr. Mynd III-15 Hlutafjármarkaður1 Janúar 2009 - apríl 2013 1. Mánaðarleg heildarvelta skráðra hlutabréfa og mánaðarlegt meðaltal úrvalsvísitalna. Heimild: Nasdaq OMX Iceland. Heildarvelta (h. ás) Úrvalsvísitala aðallista (v. ás) Heildarvísitala aðallista (v. ás) Úrvalsvísitala verðvísitala (OMXI6) (v. ás) 31. des. 1997 = 1.000 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 0 4 8 12 16 20 24 28 ‘132012201120102009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.