Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 27

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 27
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 27 Markaðsaðilar vænta óbreyttra vaxta á þessu ári en að þeir hækki lítillega á næsta ári Samkvæmt framvirkum vöxtum hafa væntingar markaðsaðila um vexti Seðlabankans lítið breyst frá því í janúar sl. Vaxtaferillinn gefur enn til kynna að vextir bankans haldist óbreyttir á þessu ári en taki smám saman að hækka á fyrri hluta næsta árs. Samkvæmt ferlinum vænta markaðsaðilar að veðlánavextir bankans hækki um 0,5 prósentur til loka næsta árs og verði þá 6,5% en að þeir verði 6,75% í lok spá- tímans, sem er 0,25 prósentum lægri vextir en þeir væntu samkvæmt framvirka vaxtaferlinum í janúar sl. og um 0,5 prósentum lægri vextir en þeir væntu á sama tíma fyrir ári.1 Könnun Seðlabankans á vænt- ingum markaðsaðila sem framkvæmd var í byrjun maí sl. gefur einnig til kynna að þeir búist við óbreyttum veðlánavöxtum til loka þessa árs en að vextirnir hækki um 0,25 prósentur á fyrsta fjórðungi næsta árs og verði þá 6,25%. Það eru 0,25 prósentum lægri vextir en þeir væntu samkvæmt sambærilegri könnun sem framkvæmd var í lok janúar sl. Miklar sviptingar á skuldabréfamarkaði í mars Miklar hreyfingar urðu á innlendum skuldabréfamarkaði eftir að frum- varp um breytingar á lögum um gjaldeyrismál var lagt fram á Alþingi 9. mars sl. Í frumvarpinu var m.a. kveðið á um heimild Seðlabankans til að setja reglur um undanþágur frá banni 3. mgr. 13. gr. laga um gjaldeyrismál sem fjallar um bann við fjármagnshreyfingum milli landa í innlendum gjaldeyri. Virtust sumir fjárfestar túlka fyrirhugaðar lagabreytingar þannig að í þeim fælist að þrengt yrði að fjárfestingar- möguleikum erlendra fjárfesta innan haftanna en sú túlkun reyndist ekki rétt.2 Hækkaði ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa um allt að 1 prósentu hinn 13. mars, mest á styttri enda vaxtarófsins en undanfarið hafa erlendir aðilar átt langstærstan hluta af styttri flokkum ríkisbréfa. Hækkunin hefur að mestu gengið til baka, utan hækkunar ríkisbréfsins með gjalddaga í mars á næsta ári en ávöxtunarkrafa þess er enn um 0,8 prósentum hærri en rétt fyrir útgáfu Peningamála í febrúar. Ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa er hins vegar nánast óbreytt á sama tímabili. Í útgáfuáætlun Lánamála ríkisins er gert ráð fyrir að hrein útgáfa ríkisbréfa verði 7 ma.kr. á árinu. Jafnframt hefur verið tilkynnt að boðin verði til sölu ríkisbréf í markflokkum fyrir 15-30 ma.kr. á öðrum fjórðungi þessa árs en þegar hafa verið gefin út bréf fyrir tæplega 19 ma.kr. Endurfjárfestingarþörf erlendra fjárfesta vegna ríkisbréfs á gjalddaga 17. maí nk. getur því hugsanlega haft áhrif til lækkunar á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa á næstunni. Sá flokkur var tæplega 85 ma.kr. að nafnverði í lok apríl og eru um 75% í eigu erlendra aðila. Haldist fjárfestingarstefna erlendra aðila óbreytt mun áhrifanna líklega fremur gæta á styttri enda vaxtarófsins. 1. Vísbendingar sem vaxtaferillinn gefur um væntingar markaðsaðila um næstu vaxtaákvarð- anir eru óvissari en ella vegna mælivandamáls á stysta enda vaxtaferilsins sakir óskilvirkni innlends millibankamarkaðar. 2. Hinn 5. apríl gaf Seðlabanki Íslands út reglur nr. 300/2013, um gjaldeyrismál, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/2013, um breytingu á lögum um gjaldeyrismál. Í reglunum er m.a. kveðið á um fjárfestingarmöguleika erlendra fjárfesta á innlendum markaði, annars vegar þegar greiðsla á sér stað með úttekt af reikningi í eigu fjárfestis hjá fjármálafyrirtæki hér á landi og hins vegar þegar greiðsla á sér stað með úttekt af Vostro-reikningi í eigu erlends fjármálafyrirtækis. % Mynd III-3 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa Daglegar tölur 2. janúar 2009 - 10. maí 2013 Heimild: Seðlabanki Íslands. RIKB 13 0517 RIKB 14 0314 RIKB 15 0408 RIKB 16 1013 RIKB 19 0226 RIKB 22 1026 RIKB 25 0612 RIKB 31 0124 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 2011 2012 201320102009 Nafnverð í ma.kr. Mynd III-4 Eigendur ríkisverðbréfa og íbúðabréfa Staðan 30. apríl 2013 Heimild: Seðlabanki Íslands. Bankar og sparisjóðir Ýmis lánafyrirtæki Verðbréfa- og fj.sjóðir Lífeyrissjóðir Fyrirtæki Einstaklingar Aðrir Erlendir aðilar 0 50 100 150 200 250 300 H FF 4 40 61 5 H FF 3 40 41 5 H FF 2 40 21 5 H FF 1 40 91 5 V íx la r al ls R IK S 33 0 32 1 R IK S 30 0 70 1 R IK S 21 0 41 4 R IK H 1 8 10 09 R IK B 31 0 12 4 R IK B 25 0 61 2 R IK B 22 1 02 6 R IK B 19 0 22 6 R IK B 16 1 01 3 R IK B 15 0 40 8 R IK B 14 0 31 4 R IK B 13 0 51 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.