Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 51

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 51
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 51 VII Ytri jöfnuður Viðskiptajöfnuður, reiknaður samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, var neikvæður um tæp 5% af vergri landsframleiðslu á síðasta ári. Þetta er rúmlega prósentu minni halli en á árinu 2011. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum mældist tæpir 108 ma.kr. en 191 ma.kr. halli var á jöfnuði þáttatekna. Undirliggjandi þáttatekjuhalli (þ.e. þegar leið- rétt hefur verið fyrir reiknuðum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð og áhrifum uppgjörs búa þeirra og fyrir lyfjafyrirtækinu Actavis) var 136 ma.kr. minni en opinberi hallinn eða um 55 ma.kr.1 Undirliggjandi viðskiptajöfnuður ársins 2012 var því jákvæður um 52 ma.kr. eða rúm 3% af vergri landsframleiðslu. Horfur eru á minni afgangi af vöru- og þjónustujöfnuði á spá- tímanum en gert var ráð fyrir í Peningamálum í febrúar. Þar vegast á óhagstæðari þróun viðskiptakjara og horfur um heldur jákvæðara framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar. Spáð er að undirliggjandi viðskiptajöfnuður verði jákvæður um 4% af vergri landsframleiðslu á þessu ári en að afgangurinn minnki í tæplega 1% á næsta ári og verði lítillega neikvæður á árinu 2015 eða nokkru verri en spáð var í febrúar. Lakari horfur má einkum rekja til minni afgangs af vöru- og þjónustujöfnuði. Útlit fyrir minni afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum en í febrúarspánni Afgangur af vöruskiptajöfnuði hefur aukist nokkuð það sem af er ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Mældur á föstu gengi dróst innflutningur á fyrstu þremur mánuðum ársins saman um tæplega 10% miðað við sama tíma árið áður, en útflutningur dróst saman um rúmlega 2% á sama tíma. Afgangur af vöruskiptajöfnuði, mældur á föstu gengi, nam rúmlega 27 ma.kr. á þessu tímabili. Þetta er um 10 ma.kr. meiri vöruskiptaafgangur en á sama tímabili í fyrra. Vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla var hins vegar rúmum 2 ma.kr. lakari á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, en þá voru flutt inn skip og flugvélar að verðmæti 12,6 ma.kr. á föstu gengi. Vöruskiptajöfnuður með og án skipa og flugvéla var hins vegar svipaður og á sama tímabili á árunum 2010-11. Þjónustuviðskipti á fjórða fjórðungi ársins 2012 voru neikvæð um 6,8 ma.kr., mæld á föstu gengi, eftir tæplega 39 ma.kr. afgang á fjórðungnum á undan. Afgangur af þjónustuviðskiptum á síðasta ári var 34 ma.kr. eða tæpum 8 ma.kr. minni en árið 2011. Auknar hreinar tekjur af samgöngum og ferðaþjónustu skýra afganginn á síðasta ári en á móti vega aukin útgjöld vegna „annarrar þjónustu“ (t.d. rekstrar- leigu, lögfræði- og endurskoðunarþjónustu) en þau jukust mun meira en samsvarandi tekjur af annarri þjónustu og draga talsvert úr áhrif- 1. Líkt og í fyrri spám er talið réttmætt að líta fram hjá lyfjafyrirtækinu Actavis í mati á undir- liggjandi þáttatekjujöfnuði en fyrirtækið hefur verið mjög skuldsett og mikil vaxtagjöld eru reiknuð á skuldirnar. Greiðslur vegna skuldanna eru hins vegar litlar (sjá nánar í grein Arnórs Sighvatssonar, Ásgeirs Daníelssonar, Freys Hermannssonar, Gunnars Gunnarssonar, Hrannar Helgadóttur, Regínu Bjarnadóttur og Ríkarðs B. Ríkarðssonar, 2011, „Hvað skuld- ar þjóðin?“, sem kom út í ritinu Efnahagsmálum nr. 4 í febrúar 2011, og í „Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður“, Sérriti nr. 9, Seðlabanki Íslands, mars 2013). Mynd VII-1 Undirþættir viðskiptajafnaðar1 1. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2012 Ma.kr. 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöruskiptajöfnuður Þjónustujöfnuður Þáttatekjujöfnuður (hlutur innlánsstofnana í slitameðferð) Þáttatekjujöfnuður (annað) -140 -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03 Mynd VII-2 Vöruskiptajöfnuður Á föstu gengi, janúar 2005 - mars 2013 Ma.kr. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla Vöruskiptajöfnuður -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 ‘1320122011201020092008200720062005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.