Peningamál - 15.05.2013, Síða 51

Peningamál - 15.05.2013, Síða 51
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 51 VII Ytri jöfnuður Viðskiptajöfnuður, reiknaður samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, var neikvæður um tæp 5% af vergri landsframleiðslu á síðasta ári. Þetta er rúmlega prósentu minni halli en á árinu 2011. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum mældist tæpir 108 ma.kr. en 191 ma.kr. halli var á jöfnuði þáttatekna. Undirliggjandi þáttatekjuhalli (þ.e. þegar leið- rétt hefur verið fyrir reiknuðum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð og áhrifum uppgjörs búa þeirra og fyrir lyfjafyrirtækinu Actavis) var 136 ma.kr. minni en opinberi hallinn eða um 55 ma.kr.1 Undirliggjandi viðskiptajöfnuður ársins 2012 var því jákvæður um 52 ma.kr. eða rúm 3% af vergri landsframleiðslu. Horfur eru á minni afgangi af vöru- og þjónustujöfnuði á spá- tímanum en gert var ráð fyrir í Peningamálum í febrúar. Þar vegast á óhagstæðari þróun viðskiptakjara og horfur um heldur jákvæðara framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar. Spáð er að undirliggjandi viðskiptajöfnuður verði jákvæður um 4% af vergri landsframleiðslu á þessu ári en að afgangurinn minnki í tæplega 1% á næsta ári og verði lítillega neikvæður á árinu 2015 eða nokkru verri en spáð var í febrúar. Lakari horfur má einkum rekja til minni afgangs af vöru- og þjónustujöfnuði. Útlit fyrir minni afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum en í febrúarspánni Afgangur af vöruskiptajöfnuði hefur aukist nokkuð það sem af er ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Mældur á föstu gengi dróst innflutningur á fyrstu þremur mánuðum ársins saman um tæplega 10% miðað við sama tíma árið áður, en útflutningur dróst saman um rúmlega 2% á sama tíma. Afgangur af vöruskiptajöfnuði, mældur á föstu gengi, nam rúmlega 27 ma.kr. á þessu tímabili. Þetta er um 10 ma.kr. meiri vöruskiptaafgangur en á sama tímabili í fyrra. Vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla var hins vegar rúmum 2 ma.kr. lakari á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, en þá voru flutt inn skip og flugvélar að verðmæti 12,6 ma.kr. á föstu gengi. Vöruskiptajöfnuður með og án skipa og flugvéla var hins vegar svipaður og á sama tímabili á árunum 2010-11. Þjónustuviðskipti á fjórða fjórðungi ársins 2012 voru neikvæð um 6,8 ma.kr., mæld á föstu gengi, eftir tæplega 39 ma.kr. afgang á fjórðungnum á undan. Afgangur af þjónustuviðskiptum á síðasta ári var 34 ma.kr. eða tæpum 8 ma.kr. minni en árið 2011. Auknar hreinar tekjur af samgöngum og ferðaþjónustu skýra afganginn á síðasta ári en á móti vega aukin útgjöld vegna „annarrar þjónustu“ (t.d. rekstrar- leigu, lögfræði- og endurskoðunarþjónustu) en þau jukust mun meira en samsvarandi tekjur af annarri þjónustu og draga talsvert úr áhrif- 1. Líkt og í fyrri spám er talið réttmætt að líta fram hjá lyfjafyrirtækinu Actavis í mati á undir- liggjandi þáttatekjujöfnuði en fyrirtækið hefur verið mjög skuldsett og mikil vaxtagjöld eru reiknuð á skuldirnar. Greiðslur vegna skuldanna eru hins vegar litlar (sjá nánar í grein Arnórs Sighvatssonar, Ásgeirs Daníelssonar, Freys Hermannssonar, Gunnars Gunnarssonar, Hrannar Helgadóttur, Regínu Bjarnadóttur og Ríkarðs B. Ríkarðssonar, 2011, „Hvað skuld- ar þjóðin?“, sem kom út í ritinu Efnahagsmálum nr. 4 í febrúar 2011, og í „Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður“, Sérriti nr. 9, Seðlabanki Íslands, mars 2013). Mynd VII-1 Undirþættir viðskiptajafnaðar1 1. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2012 Ma.kr. 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöruskiptajöfnuður Þjónustujöfnuður Þáttatekjujöfnuður (hlutur innlánsstofnana í slitameðferð) Þáttatekjujöfnuður (annað) -140 -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03 Mynd VII-2 Vöruskiptajöfnuður Á föstu gengi, janúar 2005 - mars 2013 Ma.kr. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla Vöruskiptajöfnuður -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 ‘1320122011201020092008200720062005

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.