Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 29
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
3
•
2
29
hafði keypt erlendan gjaldeyri fyrir samtals rúmlega 20 ma.kr. frá
upphafi árs 2012. Hefur bankinn fimm sinnum gripið inn í markaðinn
á þessu ári með sölu á gjaldeyri fyrir samtals 6,2 ma.kr. Að auki átti
Seðlabanki Íslands í framvirkum gjaldeyrisviðskiptum hinn 19. febrúar
sl. við Landsbankann hf. með það að markmiði að létta þrýstingi
af krónunni. Fólu viðskiptin í sér afhendingu á evrum að andvirði 6
ma.kr. fram í tímann til að draga úr gjaldeyrismisvægi bankans. Þrátt
fyrir rúmlega 15 ma.kr. sölu á erlendum gjaldeyri frá ársbyrjun 2012,
að framvirka samningnum meðtöldum, nema hrein uppsöfnuð gjald-
eyriskaup frá ársbyrjun 2012 tæplega 5 ma.kr. Inngrip Seðlabankans
hafa létt á þrýstingi á gengi krónunnar, ekki síst með því að draga
úr sjálfuppfylltum væntingum um lægra gengi krónunnar, og þar
með ýtt undir sölu á erlendum gjaldeyri fyrir krónur. Jafnframt hafa
lánasamningar innlendra fyrirtækja og sveitarfélaga verið framlengdir í
einhverjum mæli fram á síðari helming þessa árs, sem ætti að draga úr
þörf fyrir söfnun gjaldeyris. Að síðustu hefur komum erlendra ferða-
manna fjölgað talsvert frá sama tímabili í fyrra, en það eykur gjald-
eyrisinnflæði og ætti að vega eitthvað á móti þrýstingi á gengið vegna
áætlana innlendra fyrirtækja um uppgreiðslu erlendra lána.
Innlán halda áfram að dragast saman ...
Heildarinnlán innlendra aðila í innlánsstofnunum drógust saman um
5,7% á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama fjórðung í fyrra. Á sama
tíma drógust innlán heimila saman um 2,1%. Innlán heimila jukust
mikið í kjölfar hruns bankakerfisins eða um 36% á árunum 2008
og 2009. Þegar þau urðu mest í júlí 2009 námu þau tæplega 800
ma.kr. eða 53% af landsframleiðslu. Undanfarin þrjú ár hafa innlán
heimilanna dregist saman um fjórðung og eru nú svipuð og þau voru á
vormánuðum 2008. Framan af endurspeglaði þetta að einhverju leyti
tilfærslu sparnaðar í sparnaðarform sem gáfu af sér betri ávöxtun, en
það virðist ekki skýra samdrátt innlána undanfarið. Hann endurspeglar
því frekar að heimilin hafi gengið á sparnað sinn til að fjárfesta í fast-
eignum, greiða niður lán eða til að fjármagna neyslu á varanlegum og
hálfvaranlegum neysluvarningi vegna lágrar raunávöxtunar innlána.
... og peningamagn í umferð að minnka
Vítt skilgreint peningamagn (M3) hefur dregist lítillega saman undan-
farna mánuði og var á fyrsta fjórðungi ársins 5,5% minna en á sama
fjórðungi í fyrra. Samdráttur peningamagnsins skýrist að mestu af
samdrætti í veltiinnlánum eignarhaldsfélaga en veltiinnlán heimila
og fyrirtækja drógust einnig saman. Án innlána eignarhaldsfélaga
var vítt skilgreint peningamagn 1,7% minna á fyrsta fjórðungi ársins
samanborið við sama fjórðung í fyrra. Hlutfall peningamagns af
landsframleiðslu hefur lækkað undanfarna þrjá ársfjórðunga en frá
fjórða fjórðungi ársins 2011 hafði þróun peningamagns verið í ágætu
samræmi við nafnvöxt landsframleiðslunnar.
Þrengra skilgreint peningamagn dróst meira saman en M3 sem
endurspeglar að hluta tilfærslu frá almennu sparifé og veltiinnlánum
yfir í bundin innlán. Þannig dróst M2 saman um 12% á fyrsta árs-
fjórðungi frá sama tíma í fyrra og M1 um 10,7%. Á sama tíma hefur
Ma.kr. Ma.kr.
Mynd III-8
Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði
2012-2013
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Kaup á gjaldeyri (v. ás)
Sala á gjaldeyri á stundarmarkaði (v. ás)
Sala á gjaldeyri á framvirkum markaði (v. ás)
Hrein uppsöfnuð kaup (h. ás)
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
0
3
6
9
12
15
18
21
20132012
Ma.kr.
Mynd III-9
Fjáreignir heimila1
Janúar 2009 - mars 2013
1. Upplýsingar um eign heimila í sjóðum eru ekki til fyrir september
2011. Innlán hafa verið leiðrétt með því að verðleiðrétta verðtryggð
innlán, sjóðir hafa verið verðleiðréttir m.t.t. ávöxtunar á skuldabréfa-
markaði og verðbréfaeign með því að hlutabréf hafa verið leiðrétt
m.t.t. gengis hlutabréfa og skuldabréf m.t.t. ávöxtunar á skulda-
bréfamarkaði.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Verðbréfaskráning Íslands, Seðlabanki
Íslands.
Leiðrétt innlán
Leiðrétt verðbréfaeign
Leiðrétt eign í sjóðum
Innlán, sjóðir og verðbréfaeign - óleiðrétt
0
100
200
300
400
500
600
700
800
900
‘132012201120102009
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd III-10
Samsetning peningamagns í umferð
1. ársfj. 2010 - 1. ársfj. 2013
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Heimili
Eignarhaldsfélög
Fyrirtæki
Fjármálafyrirtæki,
önnur en bankar
-15
-10
-5
0
5
10
15
2012 ‘1320112010
Annað
Peningamagn (M3)
Peningamagn (M3)
án eignarhaldsfélaga