Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 29

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 29
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 29 hafði keypt erlendan gjaldeyri fyrir samtals rúmlega 20 ma.kr. frá upphafi árs 2012. Hefur bankinn fimm sinnum gripið inn í markaðinn á þessu ári með sölu á gjaldeyri fyrir samtals 6,2 ma.kr. Að auki átti Seðlabanki Íslands í framvirkum gjaldeyrisviðskiptum hinn 19. febrúar sl. við Landsbankann hf. með það að markmiði að létta þrýstingi af krónunni. Fólu viðskiptin í sér afhendingu á evrum að andvirði 6 ma.kr. fram í tímann til að draga úr gjaldeyrismisvægi bankans. Þrátt fyrir rúmlega 15 ma.kr. sölu á erlendum gjaldeyri frá ársbyrjun 2012, að framvirka samningnum meðtöldum, nema hrein uppsöfnuð gjald- eyriskaup frá ársbyrjun 2012 tæplega 5 ma.kr. Inngrip Seðlabankans hafa létt á þrýstingi á gengi krónunnar, ekki síst með því að draga úr sjálfuppfylltum væntingum um lægra gengi krónunnar, og þar með ýtt undir sölu á erlendum gjaldeyri fyrir krónur. Jafnframt hafa lánasamningar innlendra fyrirtækja og sveitarfélaga verið framlengdir í einhverjum mæli fram á síðari helming þessa árs, sem ætti að draga úr þörf fyrir söfnun gjaldeyris. Að síðustu hefur komum erlendra ferða- manna fjölgað talsvert frá sama tímabili í fyrra, en það eykur gjald- eyrisinnflæði og ætti að vega eitthvað á móti þrýstingi á gengið vegna áætlana innlendra fyrirtækja um uppgreiðslu erlendra lána. Innlán halda áfram að dragast saman ... Heildarinnlán innlendra aðila í innlánsstofnunum drógust saman um 5,7% á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama fjórðung í fyrra. Á sama tíma drógust innlán heimila saman um 2,1%. Innlán heimila jukust mikið í kjölfar hruns bankakerfisins eða um 36% á árunum 2008 og 2009. Þegar þau urðu mest í júlí 2009 námu þau tæplega 800 ma.kr. eða 53% af landsframleiðslu. Undanfarin þrjú ár hafa innlán heimilanna dregist saman um fjórðung og eru nú svipuð og þau voru á vormánuðum 2008. Framan af endurspeglaði þetta að einhverju leyti tilfærslu sparnaðar í sparnaðarform sem gáfu af sér betri ávöxtun, en það virðist ekki skýra samdrátt innlána undanfarið. Hann endurspeglar því frekar að heimilin hafi gengið á sparnað sinn til að fjárfesta í fast- eignum, greiða niður lán eða til að fjármagna neyslu á varanlegum og hálfvaranlegum neysluvarningi vegna lágrar raunávöxtunar innlána. ... og peningamagn í umferð að minnka Vítt skilgreint peningamagn (M3) hefur dregist lítillega saman undan- farna mánuði og var á fyrsta fjórðungi ársins 5,5% minna en á sama fjórðungi í fyrra. Samdráttur peningamagnsins skýrist að mestu af samdrætti í veltiinnlánum eignarhaldsfélaga en veltiinnlán heimila og fyrirtækja drógust einnig saman. Án innlána eignarhaldsfélaga var vítt skilgreint peningamagn 1,7% minna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við sama fjórðung í fyrra. Hlutfall peningamagns af landsframleiðslu hefur lækkað undanfarna þrjá ársfjórðunga en frá fjórða fjórðungi ársins 2011 hafði þróun peningamagns verið í ágætu samræmi við nafnvöxt landsframleiðslunnar. Þrengra skilgreint peningamagn dróst meira saman en M3 sem endurspeglar að hluta tilfærslu frá almennu sparifé og veltiinnlánum yfir í bundin innlán. Þannig dróst M2 saman um 12% á fyrsta árs- fjórðungi frá sama tíma í fyrra og M1 um 10,7%. Á sama tíma hefur Ma.kr. Ma.kr. Mynd III-8 Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði 2012-2013 Heimild: Seðlabanki Íslands. Kaup á gjaldeyri (v. ás) Sala á gjaldeyri á stundarmarkaði (v. ás) Sala á gjaldeyri á framvirkum markaði (v. ás) Hrein uppsöfnuð kaup (h. ás) -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 0 3 6 9 12 15 18 21 20132012 Ma.kr. Mynd III-9 Fjáreignir heimila1 Janúar 2009 - mars 2013 1. Upplýsingar um eign heimila í sjóðum eru ekki til fyrir september 2011. Innlán hafa verið leiðrétt með því að verðleiðrétta verðtryggð innlán, sjóðir hafa verið verðleiðréttir m.t.t. ávöxtunar á skuldabréfa- markaði og verðbréfaeign með því að hlutabréf hafa verið leiðrétt m.t.t. gengis hlutabréfa og skuldabréf m.t.t. ávöxtunar á skulda- bréfamarkaði. Heimildir: Hagstofa Íslands, Verðbréfaskráning Íslands, Seðlabanki Íslands. Leiðrétt innlán Leiðrétt verðbréfaeign Leiðrétt eign í sjóðum Innlán, sjóðir og verðbréfaeign - óleiðrétt 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 ‘132012201120102009 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-10 Samsetning peningamagns í umferð 1. ársfj. 2010 - 1. ársfj. 2013 Heimild: Seðlabanki Íslands. Heimili Eignarhaldsfélög Fyrirtæki Fjármálafyrirtæki, önnur en bankar -15 -10 -5 0 5 10 15 2012 ‘1320112010 Annað Peningamagn (M3) Peningamagn (M3) án eignarhaldsfélaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.