Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 18

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 18
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 18 vextir hefðu þurft að vera töluvert hærri hér á landi en meðal annarra iðnríkja meginhluta tímabilsins.9 Að lokum sýna myndir 7 og 8 seðlabankavexti hér á landi og í hinum iðnríkjunum í samanburði við vaxtaferla Taylor-reglunnar miðað við kjarnaverðbólgu annars vegar og verðbólguvæntingar hins vegar.10 Eins og sjá má gefur Taylor-reglan til kynna að miðað við kjarnaverðbólgu hefðu vextir þurft að vera töluvert hærri hér á landi árið 2009 en þeir voru í reynd, sem endurspeglar ávinning fjár- magnshaftanna sem sett voru í kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008.11 Vextir Seðlabankans voru síðan nokkurn veginn í samræmi við Taylor-vextina árin 2010-11 en hækkuðu hægar í fyrra, er vextir voru að meðaltali um 2½ prósentu undir Taylor-vöxtunum. Vextir hinna iðnríkjanna eru hins vegar nokkuð svipaðir Taylor-vöxtunum en þó heldur lægri á öllu tímabilinu en einfalda Taylor-reglan gefur til kynna. Miðað við langtímaverðbólguvæntingar lækkuðu vextir hins vegar of hægt hér á landi árin 2009-10 en hafa síðan verið of lágir frá árinu 2011. Eins og á mynd 7 eru vextir hinna iðnríkjanna undir Taylor-vöxtunum, þótt munurinn sé meiri þegar notast er við verð- bólguvæntingar en þegar byggt er á núverandi verðbólgu. Við samanburð vaxta er nærtækara að horfa til landa með svipaða verðbólgu Eins og vaxtasamanburðurinn hér að ofan ber með sér þarf að hafa í huga að verðbólga hefur reynst mun þrálátari hér á landi en í öðrum iðnríkjum. Í slíkum samanburði getur því verið gagnlegra að horfa til annarra ríkja þar sem verðbólga hefur verið meira í takt við þróunina hér á landi. Mynd 9 sýnir samanburð á verðbólgu hér á landi og í 15 tiltölulega þróuðum nýmarkaðsríkjum þar sem verðbólga hefur sveiflast á svipuðu bili (þ.e. u.þ.b. innan eins staðalfráviks frá meðal- verðbólgu hér á landi árin 2009-12). Verðbólga var nokkru meiri hér en í þeim flestum árið 2009 en minni á árunum 2010-11 og svipuð í fyrra. Mynd 10 sýnir síðan seðlabankavexti sömu ríkja og sést að vextir hér á landi hafa verið mun meira í takt við þróunina í þessum ríkjum, þótt vextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað nokkru meira en í samanburðarhópnum á síðustu tveimur árum. Samantekt Frá því að fjármálakreppan skall á haustið 2008 hafa vextir Seðla- banka Íslands verið hærri en vextir seðlabanka annarra iðnríkja af þeirri einföldu ástæðu að hér hefur verðbólga verið meiri og lang- tímaverðbólguvæntingar hærri. Þetta endurspeglar slakan árangur í viðureigninni við verðbólgu hér á landi fram að fjármálakreppunni þar sem verðbólga var langtímum saman yfir markmiði. Á sama tíma hefur seðlabönkum annarra iðnríkja tekist að halda verðbólgu við markmið. Þannig hefur þeim tekist að afla peningastefnunni trú- verðugleika sem endurspeglast í því að langtímaverðbólguvæntingar hafa haldist stöðugar við verðbólgumarkmið þótt vöxtum hafi verið haldið sögulega lágum, jafnvel þótt mæld verðbólga hafi stundum 9. Mjög svipaðar niðurstöður fást þegar notast er við frávik mælds atvinnuleysis frá jafn- vægisatvinnuleysi (metnu af Seðlabankanum fyrir Ísland en OECD fyrir hin ríkin). 10. Hér er þó rétt að hafa í huga áðurnefnda óvissu um hverjir jafnvægisraunvextirnir nákvæmlega eru. 11. Fjármagnshöftin gerðu Seðlabankanum kleift að lækka vexti mun hraðar en ella hefði verið mögulegt þar sem síður þurfti að óttast að lækkun vaxta myndi þrýsta gengi krónunnar enn frekar niður. Þetta sést t.d. glögglega þegar vaxtaþróunin hér á landi er borin saman við þróunina í Suður-Kóreu í kjölfar gjaldeyris- og fjármálakreppunnar þar árið 1997 en lækkun raungengis frá há- til lágpunkts í þessum tveimur kreppum var af svipaðri stærðargráðu (58% hér en 45% í Suður-Kóreu). Í Suður-Kóreu hækkuðu skammtímaraunvextir um tæplega 7 prósentur á þremur mánuðum í kjölfar kreppunnar og voru hærri en þeir voru í upphafi hennar í um hálft ár. Hér á landi lækkuðu skamm- tímaraunvextir hins vegar strax í kjölfar kreppunnar og voru orðnir tæplega 9 prósentum undir því sem þeir voru í upphafi hennar eftir ár (sjá t.d. http://www.sedlabanki.is/ library/Skráarsafn/Erindi/Lionsklúbbur%20feb13.pdf). 1. Taylor-regla miðað við núverandi kjarnaverðbólgu og framleiðsluspennu. Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. % Mynd 7 Samanburður seðlabankavaxta við Taylor-reglu á Íslandi og í nokkrum öðrum iðnríkjum1 Ísland Taylor-vextir fyrir Ísland m.v. kjarnaverðbólgu Miðgildi nokkurra annarra iðnríkja Taylor-vextir fyrir önnur iðnríki m.v. kjarnaverðbólgu 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 2012201120102009 1. Taylor-regla miðað við langtímaverðbólguvæntingar og framleiðsluspennu. Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. % Mynd 8 Samanburður seðlabankavaxta við Taylor-reglu á Íslandi og í nokkrum öðrum iðnríkjum1 Ísland Taylor-vextir fyrir Ísland m.v. langtímaverðbólguvæntingar Miðgildi nokkurra annarra iðnríkja Taylor-vextir fyrir önnur iðnríki m.v. langtímaverðbólgu- væntingar 0 2 4 6 8 10 12 2012201120102009 1. Ríkin eru Argentína, Armenía, Brasilía, Indland, Indónesía, Kasakstan, Mexíkó, Rúmenía, Rússland, Serbía, Suður-Afríka, Tyrkland, Ungverja- land, Úkraína og Úrúgvæ. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Macrobond. % Mynd 9 Verðbólga á Íslandi og í 15 öðrum ríkjum 2009-20121 Ísland Miðgildi (fyrir utan Ísland) Bil hæsta og lægsta gildis Bil 1. og 3. fjórðungs 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2009 2010 2011 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.