Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 34
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
3
•
2
34
Landsframleiðslan hefur vaxið um ríflega 7½% frá botni
samdráttarskeiðsins ...
Frá því að efnahagsbatinn hófst um miðbik ársins 2010 og til ársloka
2012 jókst landsframleiðslan um ríflega 7½%. Batinn var að mestu
leyti drifinn áfram af vexti útflutnings og eftirspurn einkaaðila, þ.e.
einkaneyslu og atvinnuvegafjárfestingu. Þar sem innflutningur óx
hraðar en útflutningur, var framlag utanríkisviðskipta til batans hins
vegar neikvætt.
... en batinn er hægur í sögulegu ljósi
Efnahagsbatinn er hins vegar hægur í samanburði við fyrri tímabil
efnahagsbata í kjölfar samdráttarskeiða á undanförnum áratugum
(sjá t.d. umfjöllun í Peningamálum 2010/2). Það kemur ekki á óvart
í ljósi þeirra áfalla sem efnahagur heimila, fyrirtækja og hins opinbera
varð fyrir vegna falls bankanna, gengislækkunar krónunnar og með-
fylgjandi aukningar verðbólgu (sjá einnig umfjöllun í Peningamálum
2012/4). Áhrifin birtast m.a. í hægari bata einkaneyslu og fjárfestingu
fyrirtækja, auk þess sem erfið staða opinberra fjármála hefur haldið
meira aftur af samneyslu og opinberri fjárfestingu en á fyrri bataskeið-
um. Þá glíma helstu viðskiptalönd Íslands einnig við djúpa efnahags-
lægð, sem torveldar útflutningsdrifinn efnahagsbata og á þátt í því að
útflutningur hefur aukist minna en í kjölfar fyrri samdráttarskeiða þrátt
fyrir hagstæða gengisþróun.
Vöxtur einkaneyslu minnkaði á milli árshelminga í fyrra …
Vöxtur einkaneyslu á síðasta ári reyndist 2,7% og var það í samræmi
við febrúarspá bankans. Eins og við var búist minnkaði vöxturinn á
milli árshelminga, en vöxturinn á seinni helmingi ársins var engu að
síður nokkru meiri en gert var ráð fyrir í febrúar. Minnkandi vöxtur
eftir því sem leið á árið er í samræmi við helstu vísbendingar einka-
neyslu eins og kortaveltu og innflutning neysluvöru. Auk þess var
vöxtur raunlauna minni á seinni hluta ársins en á þeim fyrri. Þá naut
eftirspurn heimila ekki sama stuðnings útgreiðslna séreignarsparnaðar
á síðari hluta ársins og verið hafði fyrr á árinu. Í spánni er gert ráð fyrir
að minna verði um sérstakar aðgerðir sem styðji við einkaneyslu í ár
en í fyrra þótt umtalsverð óvissa sé um áhrif kvittanadómsins svokall-
aða (sjá nánar rammagrein IV-1) og mögulegar aðgerðir stjórnvalda
í framhaldi af niðurstöðum nýafstaðinna þingkosninga. Þótt vöxtur
einkaneyslu hafi verið hóflegur á síðasta ári var hann engu að síður
meiri en sem nam hagvexti og því jókst vægi einkaneyslu í landsfram-
leiðslunni úr tæpum 52% árið 2011 í tæp 54%.
… og útlit er fyrir minni vöxt einkaneyslu í ár en gert var ráð fyrir
í febrúar
Þrátt fyrir að vöxtur kaupmáttar ráðstöfunartekna hafi aukist í fyrra
og horfur séu á meiri vexti í ár eru vísbendingar um að umtals-
vert hafi hægt á neysluútgjöldum heimila það sem af er þessu ári.
Greiðslukortavelta dróst t.a.m. saman um 0,7% að raunvirði á fyrsta
ársfjórðungi frá sama fjórðungi í fyrra. Umfang fyrirhugaðra stór-
kaupa heimila stóð einnig nánast í stað á milli ára samkvæmt mælingu
Capacent Gallup í mars, og hægt hefur á fjölgun nýskráðra bifreiða
Mynd IV-4
Hagvöxtur í efnahagsbata1
1. Samdráttarskeiðin á Íslandi byggjast á mati Þórarins G. Péturssonar
(2000) að viðbættum skeiðunum 2002-3 og 2008-10. Vöxturinn fyrir
árið 2013 er samkvæmt spá PM 2013/2.
Heimildir: Þórarinn G. Pétursson (2000). "Business Cycle Forecasting
and Regime Switching", Seðlabanki Íslands Working Paper nr. 7,
Hagstofa Íslands, OECD, Seðlabanki Íslands.
Meðalhagvöxtur fyrstu 3 ár eftir að samdráttarskeiði lýkur (%)
Ísland
Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands
0
1
2
3
4
5
6
7
8
2011-
2013
2003-
2005
1996-
1998
1984-
1986
1976-
1978
6,9
4,1
4,6
3,4
5,3
3,0
5,8
2,1 2,1
1,1
Mynd IV-5
Útflutningur í efnahagsbata1
1. Samdráttarskeiðin á Íslandi byggjast á mati Þórarins G. Péturssonar
(2000) að viðbættum skeiðunum 2002-3 og 2008-10. Vöxturinn fyrir
árið 2013 er samkvæmt spá PM 2013/2.
Heimildir: Þórarinn G. Pétursson (2000). "Business Cycle Forecasting
and Regime Switching", Seðlabanki Íslands Working Paper nr. 7,
Hagstofa Íslands, OECD, Seðlabanki Íslands.
Meðalvöxtur fyrstu 3 ár eftir að samdráttarskeiði lýkur (%)
Útflutningur Íslendinga
Viðskiptaveginn innflutningur viðskiptalanda Íslands
0
2
4
6
8
10
12
14
2011-
2013
2003-
2005
1996-
1998
1984-
1986
1976-
1978
12,4
6,7 6,5
8,4
6,0
7,3
5,9 6,1
3,6
2,5
Mynd IV-6
Þróun einkaneyslu, fyrirhugaðra
stórkaupa og greiðslukortaveltu
1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 20131
1. Tölur yfir einkaneyslu ná einungis fram til 4. ársfjórðungs 2012.
Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%) Vísitala
Einkaneysla (v. ás)
Vísitala fyrirhugaðra stórkaupa (h. ás)
Debet- og kreditkortavelta einstaklinga (v. ás)
-30
-25
-20
-15
-10
-5
0
5
10
15
20
30
35
40
45
50
55
60
65
70
75
80
‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03