Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 11

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 11 milli ára. Meðalvinnustundum fækkaði lítillega, eða um 0,2% frá fyrra ári, og virðist sem fækkun þeirra frá því snemma árs 2012 sé að snúast í fjölgun á ný. Heildarvinnustundum fjölgaði því um 2,5% frá fyrra ári og mælast þær nú rúmlega 5% fleiri en þær voru þegar þær náðu lágmarki á þriðja ársfjórðungi 2010. Nýleg könnun Capacent Gallup meðal forsvarsmanna fyrirtækja gefur til kynna að rúmlega 9% fleiri fyrirtæki vilji fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum en fækka þeim. Fækkun langtímaatvinnulausra og meiri aðflutningur fólks en brottflutningur benda einnig til áframhaldandi bata á vinnumarkaði. Þrátt fyrir útlit um áframhaldandi bata á vinnumarkaði er gert ráð fyrir heldur hægari fjölgun heildarvinnustunda í ár og á næstu tveimur árum en í febrúar í takt við lakari hagvaxtarhorfur. Atvinnuleysishorfur eru hins vegar taldar lítið breyttar og er gert ráð fyrir að skráð atvinnu- leysi verði um 4,6% á síðasta ársfjórðungi þessa árs og um 4% í lok spátímans um mitt ár 2016. Hægari vöxtur heildarvinnustunda nær þó ekki að vega á móti lakari hagvaxtarhorfum. Því er gert ráð fyrir lakari framleiðnivexti á spátímanum en í febrúarspánni. Launakostnaður á framleidda einingu mun því hækka um ríflega 3½% á ári að meðal- tali sem er meira en spáð var í febrúar. Bætist það við endurskoðun Hagstofunnar á þróun launakostnaðar síðustu ára. Samkvæmt nýjum tölum hafa laun hækkað nokkru meira á síðustu þremur árum en fyrri tölur höfðu gefið til kynna. Nánari umfjöllun um vinnumarkaðinn er að finna í kafla VI. Þrátt fyrir hægari hagvöxt á spátímanum tekur matið á þróun fram- leiðsluslakans litlum breytingum Miðað við hagvaxtartölur Hagstofunnar og mat Seðlabankans á vexti framleiðslugetu þjóðarbúsins mældist 1,3% slaki í þjóðarbúinu á fyrsta fjórðungi þessa árs sem er það sama og spáð var í febrúarhefti Peningamála. Matið á framleiðsluslakanum fyrir þetta ár er jafnframt nánast hið sama og í febrúar. Í lok næsta árs er hins vegar gert ráð fyrir lítils háttar slaka en febrúarspáin fól í sér að slakinn yrði þá horfinn. Þetta mat byggist á því að þótt vöxtur framleiðslugetu sé smám saman að taka við sér eftir fjármálakreppuna, verði hann undir langtímaleitni- vexti meginhluta spátímans. Nánari umfjöllun um framleiðslugetu og -slaka er að finna í kafla IV. Verðbólguhorfur batna lítillega frá febrúar Verðbólga mældist 4,3% á fyrsta fjórðungi ársins, þriðja fjórðunginn í röð. Hún hefur hins vegar hjaðnað undanfarna tvo mánuði í kjölfar gengishækkunar krónunnar auk lækkunar olíuverðs og mældist 3,3% í apríl. Verðbólga hefur því ekki verið minni síðan í apríl 2011. Kjarnaverðbólga, sem undanskilur ýmsa sveiflukennda liði, mæli- kvarðar á innlenda verðbólgu og vísbendingar um langtímaverðbólgu- væntingar benda hins vegar til þess að enn sé nokkur undirliggjandi verðbólguþrýstingur til staðar og því gæti verðbólga aukist tiltölulega hratt á ný ef t.d. gengi krónunnar gefur eftir að einhverju marki. Verðbólga reyndist heldur meiri á fyrsta fjórðungi en spáð var í febrúar en útlit er fyrir að hún verði svipuð og þá var gert ráð fyrir það sem eftir lifir árs. Nú er gert ráð fyrir að hún hjaðni í 3,4% á öðrum ársfjórðungi en að hún aukist lítillega á ný á seinni hluta ársins Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd I-16 Atvinnuleysi - samanburður við PM 2013/1 Árstíðarleiðrétt, % af mannafla PM 2013/2 PM 2013/1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘16201520142013201220112010 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-17 Heildarvinnustundir - samanburður við PM 2013/1 Vísitala, 3. ársfj. 2008 = 100 (árstíðarleiðrétt gildi) PM 2013/2 PM 2013/1 85 87 89 91 93 95 97 99 101 103 ‘1620152014201320122011201020092008 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-18 Framleiðsluspenna - samanburður við PM 2013/1 % af framleiðslugetu PM 2013/2 PM 2013/1 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 ‘16201520142013201220112010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.