Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 45

Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 45
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 45 Þrátt fyrir viðsnúning í opinberum fjármálum er svigrúm hins opinbera til örvunaraðgerða lítið Þriggja ára tímabili mikils aðhalds í opinberum fjármálum er nú lokið. Áfram er þó gert ráð fyrir nokkru aðhaldi og í áætlun um jöfnuð í opinberum fjármálum til ársins 2016 er gert ráð fyrir að frumjöfn- uður verði jákvæður um 5% af landsframleiðslu í lok tímabilsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að á árunum 2010-15 verði batinn í hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði 12% af framleiðslugetu. Það er nánast sama breyting og gert er ráð fyrir að verði á Írlandi en aðeins í Grikklandi er gert ráð fyrir meiri bata á frumjöfnuði eða tæplega 18%. Næst á eftir Íslandi og Írlandi koma Spánn og Portúgal en þar er gert ráð fyrir 10% bata á frumjöfnuði. Árangursrík erlend skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs hefur að veru- legu leyti hvílt á trúverðugleika áætlunarinnar um jöfnuð í ríkisfjár- málum. Áherslur nýrrar ríkisstjórnar munu sjást þegar hún leggur fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Hátt skuldahlutfall ríkissjóðs setur stjórnvöldum hins vegar töluverðar skorður. Eftir sem áður kann að vera vilji til þess að grípa til þensluhvetjandi aðgerða á gjalda- og/eða tekjuhlið. Áhrif af slíkum aðgerðum eru þó líklega minni hér á landi en í stærri Evrópuríkjum sökum þess hve lítið og opið hagkerfið er þar sem hluti aukinnar eftirspurnar lekur úr landi gegnum aukinn inn- flutning. Margfaldarar ríkisfjármála eru því jafnan minni hér á landi.5 Dregið hefur úr slaka í þjóðarbúskapnum. Aðhaldsstig pen- ingastefnunnar á hverjum tíma tekur tillit til þess og myndu þenslu- hvetjandi aðgerðir í ríkisfjármálum, á sama tíma og slakinn hverfur eða er horfinn, kalla á aukið aðhald peningastefnunnar. Það myndi draga enn frekar úr stærð margfaldara ríkisfjármála. Hverjar svo sem aðgerðir stjórnvalda verða er mikilvægt að ekki verði vikið verulega frá núgild- andi áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum því að lakari afkoma kann að vekja upp spurningar um sjálfbærni skuldastöðunnar sem gæti haft í för með sér hækkun áhættuálags og þar með aukinn vaxtakostnað. Rétt er að hafa í huga að önnur ríki sem eru með svipað skuldahlutfall og Ríkissjóður Íslands, eins og t.d. Spánn og Portúgal, hafa lent í vand- ræðum sem höftin hér á landi hafa fram til þessa hlíft ríkissjóði fyrir. Höftin hafa haldið vaxtakostnaði hins opinbera niðri ... Ríkissjóði hefur tekist að fjármagna hallarekstur sinn á hagstæðari kjörum en ella vegna fjármagnshaftanna. Vaxtabyrði ríkissjóðs er þrátt fyrir það mjög mikil og eru vextir nú þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Þannig er áætlað að vaxtagreiðslur nemi um 88 ma.kr. í ár samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2013 og að þar af sé ríflega 23 ma.kr. vegna vaxtagreiðslna af erlendum lánum. Ef til þess kæmi að fjármagnshöft verði losuð má gera ráð fyrir að vaxtakostnaður ríkis- sjóðs vegna nýrrar skuldabréfaútgáfu hækki að öðru óbreyttu. ... og hjálpað til við að ná tökum á skuldum hins opinbera Skuldaferill hins opinbera hækkar um 4-5 prósentur frá síðustu spá vegna lækkunar á nafnvirði landsframleiðslu. Skuldir hins opinbera 5. Sjá t.d. umfjöllun í kafla 15 í „Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum“, Seðlabanki Íslands, Sérrit 7, september 2012 og alþjóðlegan samanburð á margföldurum ríkisfjármála í viðauka 4 í Peningamálum 2008/1. Mynd V-8 Raunvaxtabyrði skulda hins opinbera árið 20121 % 1. Byggt á mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Fiscal Monitor, október 2012. Raunvextir opinberra skulda eru reiknaðir sem hlutfall vaxta- greiðslna af skuldum síðasta tímabils. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 Ba nd ar ík in Fr ak kl an d Té kk la nd Ís la nd Br et la nd Sv íþ jó ð Ja pa n D an m ör k Ír la nd Sp án n Ít al ía G rik kl an d Po rt úg al Árin 2010–11 Árin 2012–13 Árin 2014–15 Mynd V-7 Aðlögun ríkisfjármála í nokkrum þróuðum ríkjum í kjölfar fjármálakreppunnar1 Breyting í hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði (% af framleiðslugetu) 1. Aðlögunin 2010-11 vísar í breytingu hagsveifluleiðrétts frumjafnaðar 2011 í samanburði við 2009; 2012-13 vísar í sambærilega breytingu 2013 í samanburði við 2011; og 2014-15 vísar í sambærilega breytingu 2015 í samanburði við 2013. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2012). Fiscal Monitor, október 2012. -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 D an m ör k Sv íþ jó ð Ja pa n Té kk la nd Fr ak kl an d Ít al ía Sl óv ak ía Ba nd ar ík in Br et la nd Sp án n Po rt úg al Ís la nd Ír la nd G rik kl an d
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.