Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 56
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
3
•
2
56
fyrir ári er skoðuð eru t.d. mun betri horfur í verslun, samgöngum,
flutningum og ferðaþjónustu. Einnig virðast stjórnendur fyrirtækja í
iðnaði og framleiðslu vera bjartsýnni en í könnun sem var gerð í sept-
ember 2012. Hvort fyrirtæki nýti sér aukið svigrúm til þess að taka
á sig kostnaðarhækkanir fer þó eftir markaðsaðstæðum hverju sinni.
Verðbólguvæntingar hafa lækkað á nokkra mælikvarða
Hvort verðbólga haldi áfram að hjaðna í átt að verðbólgumarkmiði
Seðlabankans er að miklu leyti háð gengi krónunnar, launabreytingum
og verðbólguvæntingum. Verðbólguvæntingar hafa verið yfir verð-
bólgumarkmiðinu um nokkurt skeið. Í ljósi þess að þær hafa áhrif á
launakröfur einstaklinga og verðákvarðanir fyrirtækja er mikilvægt að
þær lækki á næstu misserum. Einkum er það mikilvægt þar sem fram-
undan er gerð kjarasamninga næsta haust (sjá kafla VI).
Verðbólguálagið út frá vaxtamun verðtryggðra og óverðtryggðra
skuldabréfa hefur lækkað frá útgáfu síðustu Peningamála, sem gæti
gefið til kynna að verðbólguvæntingar hafi hjaðnað. Verðbólguálagið
til fimm ára er 3,2% og hefur lækkað um tæpa prósentu síðan í byrjun
febrúar og til næstu fimm ára þar á eftir er það 3½% og hefur lækkað
um rúmlega ½ prósentu. Óvíst er þó hversu stór hluti lækkunarinnar
síðan í febrúar stafi af lækkun verðbólguvæntinga. Að nokkru leyti
tengist hún líklega hækkun á áhættuálagi verðtryggðra íbúðabréfa í
kjölfar lækkunar á lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs í febrúar (sjá kafla
III). Einnig gæti áhættuþóknun vegna lausafjáráhættu og óvissu um
verðbólgu hafa lækkað að undanförnu enda hefur gengi krónunnar
styrkst þó nokkuð undanfarið. Lækkunin á verðbólguálaginu til fimm
ára átti sér stað eftir að verðbólga tók að hjaðna í mars. Því er líklegt
að hún eigi að einhverju leyti rætur að rekja til nýliðinnar verðbólgu-
og gengisþróunar.
Samkvæmt ársfjórðungslegri könnun Capacent Gallup á verð-
bólguvæntingum heimila sem framkvæmd var í febrúar sl. lækkuðu
þær til eins árs um ½ prósentu frá síðustu könnun í desember 2012
og námu 5%. Væntingar heimila um verðbólgu eftir tvö ár mældust
einnig 5% og hafa verið óbreyttar síðan haustið 2012. Þær hafa því
verið afar tregbreytanlegar niður á við enda er töluverð fylgni milli
verðbólguvæntinga heimila og nýliðinnar verðbólgu. Svipaða niður-
stöðu má sjá í könnun Capacent Gallup á verðbólguvæntingum fyrir-
tækja sem var framkvæmd í febrúar og mars sl. Stjórnendur fyrirtækja
væntu 4,5% verðbólgu eftir ár sem var óbreytt frá síðustu könnun í
desember. Þeir væntu einnig 4,5% verðbólgu eftir tvö ár sem var hins
vegar ½ prósentu lækkun frá síðustu könnun. Verðbólguvæntingar
þeirra hafa því verið nokkuð áþekkar verðbólguvæntingum á skulda-
bréfamarkaði að undanförnu. Tæplega 80% þeirra bjuggust við því að
verð á aðföngum fyrirtækisins myndi hækka á næstu sex mánuðum
sem er hærra hlutfall en í síðustu könnun en svipað og fyrir ári.
Samkvæmt könnun Seðlabankans á væntingum markaðsaðila
sem framkvæmd var í maí, rétt fyrir útgáfu Peningamála, hafa verð-
bólguvæntingar þeirra lækkað frá síðustu könnun í lok janúar. Þeir gera
ráð fyrir að ársverðbólga verði 4% bæði eftir eitt og tvö ár sem er um
½ prósentu lækkun frá síðustu könnun. Langtímaverðbólguvæntingar
þeirra hafa hins vegar lítið breyst og eru rétt yfir 4%.
Mynd VIII-6
Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði1
Daglegar tölur 2. janúar 2009 - 10. maí 2013
%
Verðbólguálag næstu 5 ára
Verðbólguálag næstu 5 ár eftir 5 ár
Verðbólgumarkmið
1. Verðbólguálagið er reiknað út frá mun á ávöxtunarkröfu óverðtryggðra
og verðtryggðra ríkisskuldabréfa (5 daga hreyfanleg meðaltöl).
Heimild: Seðlabanki Íslands.
0
1
2
3
4
5
6
7
2012 ‘13201120102009
Mynd VIII-7
Verðbólga og verðbólguvæntingar
1. ársfj. 2003 - 2. ársfj. 2013
%
Verðbólga
Verðbólguvæntingar heimila
Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja1
Verðbólguvæntingar markaðsaðila
Verðbólgumarkmið
1. Mælingar á verðbólguvæntingum fyrirtækja voru framkvæmdar
óreglulega fram að þriðja ársfjórðungi 2006 og því er brúað á milli
mælinga fram að því.
Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03