Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 14

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 14 reynst meiri dragbítur á hagvöxt en grunnspáin gerir ráð fyrir og óvissa um innlend og alþjóðleg efnahagsumsvif gæti dregið úr vilja þeirra til að leggja út í frekari útgjalda- og fjárfestingaráform. Takist hins vegar að greiða hraðar úr vandanum í umheiminum og flýta fyrir endur- skipulagningu þeirra innlendu skulda sem enn er eftir að leysa úr, m.a. í dómsmálum, gæti bati innlendrar eftirspurnar reynst kröftugri en grunnspáin gerir ráð fyrir. Verðbólguhorfur Grunnspáin gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar haldist tiltölulega stöðugt á spátímanum og að launahækkanir verði ekki það miklar að þær nái að hleypa hjöðnun verðbólgunnar í uppnám.5 Um þessar for- sendur er mikil óvissa eins og áður hefur verið rakið. Eins er nokkur óvissa um forsendu grunnspárinnar um tiltölulega hagstæða þróun alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs. Grunnspáin gerir einnig ráð fyrir því að nokkur slaki sé enn til staðar í þjóðarbúskapnum og að svo verði áfram á þorra spátímans. Mikil óvissa er hins vegar um hversu mikill slakinn er, hversu hratt hann hverfi og í hve miklum mæli hann haldi aftur af innlendum verðbólguþrýstingi, sérstaklega í ljósi þess hve illa hefur tekist að skapa langtímaverðbólguvæntingum trausta kjölfestu. Verðbólguhorfur eru því sem fyrr óvissar. Til að endurspegla þessa óvissu sýnir mynd I-23 verðbólguhorfur samkvæmt grunnspá með mati á óvissubili spárinnar. Myndin sýnir mat á líkindadreifingu spárinnar, þ.e. það bil sem metnar eru 50%, 75% og 90% líkur á að verðbólga verði innan á spátímanum (sjá viðauka 3 í Peningamálum 2005/1 þar sem aðferðafræðinni í þessum útreikningum er lýst). 5. Rétt er að halda því til haga að grunnspáin byggist á því að peningastefnunni sé beitt þannig að tryggt sé að verðbólgumarkmiðið náist innan spátímans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-23 Verðbólguspá og óvissumat PM 2013/2 Verðbólgumarkmið 50% líkindabil 75% líkindabil 90% líkindabil 0 1 2 3 4 5 6 7 2012 2013 2014 2015 ‘16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.