Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 3

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 3
P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 3 Yfirlýsing peningastefnunefndar 15. maí 2013 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxt- um bankans óbreyttum. Í samræmi við hægari alþjóðlegan hagvöxt hefur dregið úr hag- vexti hér á landi og viðskiptakjör hafa rýrnað. Horfur eru á að innlendur hagvöxtur verði í ár og yfir spátímabilið heldur minni en Seðlabankinn spáði í febrúar, en eigi að síður nálægt meðalhagvexti undanfarinna þriggja áratuga. Batinn á vinnumarkaði heldur áfram, með fjölgun starfandi og minna atvinnuleysi. Verðbólga hefur hjaðnað í takt við spár bankans og mælist hún nú 3,3%. Mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu og verðbólguvæntingar eru þó hærri. Eigi að síður er því spáð að verðbólgumarkmiðið náist heldur fyrr en áður var gert ráð fyrir. Vegast þar á minni hagvöxtur og hærra gengi krónunnar annars vegar og meiri hækkun launa og minni framleiðnivöxtur hins vegar. Verðbólga er nær markmiði en hún hefur verið síðan hún jókst í framhaldi af kjarasamningum vorið 2011. Óvissa um gengisþróun á komandi misserum kann hins vegar að stuðla að þrálátari verðbólgu- væntingum en ella og hægja á hjöðnun verðbólgu í kjölfar hækkunar á gengi krónunnar á þessu ári. Að undanförnu hefur dregið úr gjald- eyrismisvægi í efnahagsreikningum fjármálastofnana og gengi krón- unnar verið nálægt því sem að óbreyttu má ætla að nægi til þess að ná verðbólgumarkmiðinu á næstu misserum. Peningastefnunefndin telur að þessar aðstæður skapi forsendur fyrir aukinni virkni Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði á næstunni með það að markmiði að draga úr gengissveiflum miðað við stöðu krónunnar að undanförnu. Er það í samræmi við fyrri yfirlýsingar nefndarinnar um mikilvægi þess að nota þau stjórntæki sem hún hefur yfir að ráða til þess að stuðla að verð- stöðugleika. Eftir því sem aðstæður leyfa mun bankinn leitast við að auka óskuldsettan gjaldeyrisforða. Aukinn óskuldsettur forði er hins vegar langtímamarkmið og framkvæmd stefnunnar er háð bæði stöðu og hreyfingum krónunnar, sem að nokkru leyti ráðast af mis-fyrirsjáan- legum fjármagnshreyfingum. Gjaldeyriskaup Seðlabankans munu því m.a. taka mið af sterkri tilhneigingu til lækkunar gjaldeyrisskulda ann- arra aðila, einkum á meðan verðbólga er enn yfir markmiði bankans. Gjaldeyrir sem keyptur yrði til þess að mæta tímabundnu og í einhverj- um tilvikum árstíðarbundnu innflæði mun í samræmi við ofangreinda stefnu verða notaður til þess að styðja við krónuna þegar það snýst í gjaldeyrisútstreymi. Peningastefnunefndin væntir þess að ofangreind stefna muni stuðla að því að innlent verðlag aðlagist sterkari krónu fyrr en ella og að verðbólguvæntingar lækki. Verðbólgumarkmiðið gæti þá hugsan- lega náðst fyrr en nú er spáð, en það er þó háð þróun annarra þátta. Verði verulegar breytingar á ytri skilyrðum þjóðarbúsins eða ef aðrir þættir efnahagsstefnunnar grafa undan efnahagslegum stöðugleika verður stefnan um viðskipti á gjaldeyrismarkaði tekin til endurskoð- unar. Sérstaklega verður horft til stefnunnar í ríkisfjármálum og hvort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.