Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 52

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 52
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 52 unum af miklum afgangi af samgöngum og ferðaþjónustu. Töluverð aukning varð á milli ára í útfluttri ferðaþjónustu en innflutningur ferðaþjónustu jókst einnig nokkuð. Útlit er fyrir áframhaldandi afgang af vöru- og þjónustuvið- skiptum á þessu ári. Búist er við að vöruútflutningur dragist saman um u.þ.b. ½% í ár. Vegur þar þyngst að spáð er að heildarútflutningur sjávarafurða dragist saman um 3% á þessu ári. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir töluverðum vexti í öðrum vöruútflutningi, sem nýtur hag- stæðs raungengis og er ekki háður magntakmörkunum til skemmri tíma (sjá nánar í kafla II). Vísbendingar eru um að útflutningur ferða- þjónustu hafi vaxið ört á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Velta erlendra greiðslukorta var t.d. tæplega 20% meiri á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra og hefur veltan aukist ár frá ári. Upplýsingar frá Ferðamálastofu benda einnig til þess að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað um rúmlega 34 þúsund eða um liðlega 39% fyrstu þrjá mánuði ársins frá sama tímabili í fyrra. Gert er ráð fyrir að þjónustuútflutningur aukist um 8,6% að magni til á þessu ári og að vöru- og þjónustuútflutningur í heild aukist um tæplega 3% frá fyrra ári, sem er um 1 prósentu meiri vöxtur en spáð var í febrúar. Þrátt fyrir meiri vöxt útflutnings og minni vöxt innflutnings verður afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum minni í ár en búist var við í febrúar um sem nemur tæplega einni prósentu af landsframleiðslu eða um 6½%. Skýrist það af talsvert lakari viðskiptakjörum í ár, eins og rakið er í kafla II. Spáð er að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði verði um 4½% af landsframleiðslu á næsta ári og tæplega 3½% árið 2015. Þetta er minni afgangur en gert var ráð fyrir í febrúarspánni og skýrist munurinn aðallega af lakari viðskiptakjarahorfum. Þáttatekjuhallinn var talsverður í fyrra en minnkar mikið frá árinu 2011 Þáttatekjuhallinn samkvæmt opinberu uppgjöri reyndist 191 ma.kr. í fyrra eða um 11,2% af vergri landsframleiðslu sem er þó 48 ma.kr. minni halli en árið 2011. Það sem skýrir þessa breytingu milli ára er að mestu leyti 85 ma.kr. minni halli af vaxtajöfnuði, sem að mestu leyti má rekja til lægri erlendra vaxtagjalda. Vaxtagjöld hafa farið lækkandi frá öðrum ársfjórðungi 2011. Hrein ávöxtun hlutafjár, sem sveiflast meira en hrein vaxtagjöld, dróst hins vegar saman um rúma 35 ma.kr. og er skýringu á samdrættinum að mestu að finna á tekjuhliðinni. Samanlagðar tekjur af arðgreiðslum og endurfjárfestum hagnaði voru tæpir 28 ma.kr. og drógust saman um 38 ma.kr. frá árinu 2011. Það sama á við um vaxtatekjur af hluthafalánum sem voru tæpir 28 ma.kr. en drógust saman um 13 ma.kr. frá árinu 2011. Á fyrri hluta ársins 2012 var þáttatekjuhallinn um 130 ma.kr. en hann var einungis 61 ma.kr. á seinni hluta ársins. Undirliggjandi þáttatekjuhalli var hins vegar mun minni á síðasta ári en samkvæmt opinberu uppgjöri eða rúmir 55 ma.kr. (sem sam- svarar 3,2% af vergri landsframleiðslu) sem er um 29 ma.kr. minni halli en árið 2011. Hallinn skýrist einkum af 45 ma.kr. halla af vaxtajöfnuði. Minni halli á árinu 2012 samanborið við árið 2011 skýrist bæði af 16 ma.kr. minni halla af ávöxtun hlutafjár og 14 ma.kr. minni vaxtahalla. Mynd VII-3 Arður af beinni erlendri fjárfestingu 1. ársfj. 2004 - 4. ársfj. 2012 Ma.kr. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Endurfjárfestur hagnaður Arðgreiðslur Vextir hluthafalána Endurfjárfestur hagnaður erlendra aðila innanlands Arðgreiðslur erlendra aðila innanlands Vextir hluthafalána erlendra aðila innanlands Hreinn endurfjárfestur hagnaður -200 -160 -120 -80 -40 0 40 80 120 160 200 201220112010200920082007200620052004 Mynd VII-4 Hreinar erlendar vaxtagreiðslur 1. ársfj. 2001 - 4. ársfj. 2012 % af VLF Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Hreinar vaxtagreiðslur (innlánsstofnanir í slitameðferð) (v. ás) Hreinar vaxtagreiðslur (aðrir) (v. ás) Hreinar vaxtagreiðslur (h. ás) Hreinar vaxtagreiðslur án innlánsstofnana í slitameðferð (h. ás) Ma.kr. -160 -140 -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 -40 -35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 ’12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.