Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 42

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 42 V Fjármál hins opinbera Meginmarkmið allrar áætlunargerðar í opinberum fjármálum frá því að fjármálakreppan skall á hefur verið að gera skuldsetningu hins opinbera sjálfbæra. Halli á rekstri hins opinbera var mikill í upphafi niðursveiflunnar vegna þess hve mikið tekjur minnkuðu og gjöld juk- ust í tengslum við endurreisn fjármálakerfisins og aukið atvinnuleysi. Til að koma í veg fyrir ósjálfbæran vöxt skulda var nauðsynlegt að stöðva þennan hallarekstur. Langtímaáætlanir um jöfnuð í ríkisfjár- málum voru settar fram og tóku þær breytingum eftir því sem óvissan um skuldastöðuna minnkaði og skuldastaðan náði jafnvægi. Markmið um frum- og heildarjöfnuð hafa ávallt verið höfð til hliðsjónar við áætlunargerðina. Í núgildandi langtímaáætlun sem samþykkt var í fjár- lögum ársins 2012 er gert ráð fyrir afgangi á frumjöfnuði í fyrra og að afgangur náist á heildarjöfnuði árið 2014. Samkvæmt því ætti frekari skuldasöfnun hins opinbera að stöðvast á næsta ári. Markmiðið um afgang á frumjöfnuði árið 2012 náðist ... Nú er lokið fyrsta heila árinu frá því að efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk. Til að styðja við efnahagsbatann var í fjárlögum fyrir síðasta ár slakað lítillega á því aðhaldi sem boðað hafði verið í fjárlagafrumvarpi ársins 2011 þegar efnahagsáætlunin stóð enn yfir. Markmiðinu um afgang á heildarjöfnuði var frestað um eitt ár til ársins 2014 og var það aftur staðfest í fjárlögum fyrir þetta ár. Markmiðið um jákvæðan afgang á frumjöfnuði árið 2012 var þó enn í gildi og tóku fjárlög ársins 2012 mið af því. Nú liggja fyrir bráða- birgðatölur um afkomu ríkissjóðs á greiðslugrunni fyrir árið 2012.1 Þær tölur gefa til kynna að fjárlög ársins 2012 hafi að mestu gengið eftir en þar var gert ráð fyrir 2% afgangi á frumjöfnuði. Undirliggjandi rekstur er því á áætlun og markmiðinu um afgang á frumjöfnuði náð. Tekjuáætlun fjárlaga gekk eftir og útgjöld voru 2% innan heildarfjár- heimilda. Eins og sést á mynd V-1 er afgangurinn á frumjöfnuði í ár einna mestur hér á landi meðal þróaðra ríkja. ... en óvíst að markmiðið um afgang á heildarjöfnuði árið 2014 náist Í fjárlögum ársins 2012 var hins vegar ekki tekið á mögulegri gjaldfærslu vegna 13 ma.kr. framlags til Íbúðalánasjóðs. Litið var á það framlag sem eiginfjárframlag og því var það ekki gjaldfært. Afskriftaþörf vegna taprekstrar Íbúðalánasjóðs er þó að öllum líkindum töluvert meiri og er hún ein helsta ógnin við markmið áætlunarinnar um jöfnuð í ríkis- fjármálum. Í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir afkomu ríkissjóðs á rekstrargrunni árið 2012 er þetta framlag hins vegar gjaldfært og er líklegt að það verði einnig gjaldfært í ríkisreikningi þegar hann kemur út í júní nk. Þegar horft er til þess hvort skuldastaða ríkissjóðs sé sjálfbær verður einnig að taka með í reikninginn áfallnar lífeyrisskuldbind- ingar þótt þær séu samkvæmt alþjóðlegum stöðlum ekki taldar með í 1. Markmið áætlunar um jöfnuð í ríkisfjármálum eru sett fram miðað við greiðslugrunn fjár- laga sem oftast sýnir lakari afkomu en á rekstrargrunni. Mynd V-1 Frumjöfnuður nokkurra þróaðra ríkja árið 2013 % af VLF Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2013). Fiscal Monitor, apríl 2013. -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 Ja pa n Br et la nd Ba nd ar ík in Sp án n Ír la nd D an m ör k K an ad a Sv íþ jó ð Po rt úg al Fr ak kl an d G rik kl an d Þý sk al an d Ís la nd Ít al ía Si ng ap úr N or eg ur Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Heildarjöfnuður (h. ás) Frumjöfnuður (h. ás) Mynd V-2 Fjármál hins opinbera 2000-20151 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Á rekstrargrunni. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 38 40 42 44 46 48 50 52 54 56 58 60 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Heildarjöfnuður (h. ás) Frumjöfnuður (h. ás) Mynd V-3 Fjármál ríkissjóðs 2000-20151 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Á rekstrargrunni. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 28 30 32 34 36 38 40 42 44 46 48 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.