Peningamál - 15.05.2013, Page 13

Peningamál - 15.05.2013, Page 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 13 á þrýstingur á krónuna í tengslum við endurgreiðslur erlendra lána annars vegar og hins vegar afgangur á viðskiptum við útlönd sem gert er ráð fyrir að verði nokkur framan af spátímabilinu enda núverandi raungengi líklega undir langtímajafnvægisgildi sínu. Hvernig tekst til við endurfjármögnun skulda Landsbankans í erlendum gjaldmiðli við gamla Landsbankann getur einnig haft þó nokkur áhrif á gengisþróun krónunnar þegar líða tekur á spátímabilið. Opinber fjármál Samkvæmt áætlunum um opinber fjármál mun verða afgangur í rekstri hins opinbera á næsta ári og hlutfall skulda af landsframleiðslu halda áfram að lækka. Þessar áætlanir byggjast hins vegar á tekjufor- sendum sem, sumar hverjar, eru háðar mikilli óvissu. Að sama skapi gætir aukins útgjaldaþrýstings eftir aðhaldsaðgerðir síðustu ára og í tengslum við nýafstaðnar þingkosningar. Staða Íbúðalánasjóðs er einnig viðsjárverð og kallar líklega á frekari fjárframlög úr ríkissjóði. Töluverð óvissa er því um horfur í opinberum fjármálum og hætta á að farið verði út af sporinu við að rétta af fjárhag hins opinbera. Það er afar varhugavert í ljósi mikilla skulda hins opinbera og hætt við að það myndi setja losun fjármagnshafta í uppnám og kalla á strangara peningalegt taumhald en ella. Efnahagsbatinn gæti því orðið hægari en spáð er í grunnspánni. Innlend launaþróun Í grunnspánni er gert ráð fyrir því að lágt raungengi og hagstæð staða útflutningsatvinnugreina geri það að verkum að ríflegar launahækk- anir í þeim greinum smitist út í þjóðarbúskapinn í heild og að því verði launahækkanir heldur meiri en framleiðnivöxtur á meginþorra spátímans. Samkvæmt spánni eru launahækkanirnar þó ekki það miklar að þær stefni hjöðnun verðbólgu í átt að markmiði í voða á meðan gengi krónunnar helst tiltölulega stöðugt og nokkur slaki er í þjóðarbúskapnum. Um þessa forsendu er hins vegar veruleg óvissa og heyrst hafa háværar raddir um nauðsyn „leiðréttingar“ hlutfallslegra launa fjölda starfsstétta. Fari launaþróunin úr böndunum er hætt við því að verðbólguhorfur versni vegna aukinnar innlendrar verðbólgu og lækkunar á gengi krónunnar. Einnig er hætt við að hægja myndi á innlendum efnahagsbata þar sem fyrirtæki mæta að einhverju leyti auknum launakostnaði með minni vinnuaflsnotkun. Seðlabankinn myndi að auki þurfa að bregðast við auknum verðbólguþrýstingi með auknu peningalegu aðhaldi. Innlendur efnahagsbati Heldur tók að hægja á efnahagsbatanum og hagvaxtarhorfur að versna eftir því sem leið á síðasta ár (sjá mynd I-22). Í grunnspá er gert ráð fyrir veikum umsvifum á fyrri hluta þessa árs en að þjóðar- búskapurinn taki síðan við sér með aukinni innlendri eftirspurn. Um þessar horfur ríkir hins vegar nokkur óvissa, m.a. vegna óvissu um alþjóðlegar efnahagshorfur, óvissu um fjárfestingaráætlanir tengdar orkufrekum iðnaði og vegna þess að innlend heimili og fyrirtæki eru enn skuldsett, þótt skuldir þeirra hafi lækkað verulega frá því sem þær voru hæstar í aðdraganda fjármálakreppunnar. Þessi skuldsetning gæti Mynd I-21 Gengisforsenda grunnspár Peningamála - bil síðustu 8 spáa1 Gengisvísitala, 31. desember 1991 = 100 Bil 1. og 3. fjórðungs síðustu 8 spáa Bil hæsta og lægsta gildis síðustu 8 spáa PM 2013/2 PM 2013/1 Miðgildi síðustu 8 spáa 1. Myndin sýnir gengisforsendu grunnspár Peningamála 2011/2-2013/2 yfir tímabil elstu spárinnar (til annars ársfjórðungs 2014). Heimild: Seðlabanki Íslands. 200 205 210 215 220 225 230 235 240 2010 2011 2012 2013 ‘14 Heimild: Seðlabanki Íslands Mynd I-22 Endurskoðun hagvaxtarspáa Seðlabankans 2011-2013 Meðalhagvöxtur 2011-2013 (%) 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 PM 13/2 PM 13/1 PM 12/4 PM 12/3 PM 12/2 PM 12/1 PM 11/4 PM 11/3 PM 11/2 PM 11/1

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.