Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 24

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 24 hins vegar nánast þær sömu og í síðustu spá eða um áframhaldandi rýrnun viðskiptakjara um u.þ.b. ½%. Raungengi hefur hækkað að undanförnu Raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag var tæplega 1% hærra á fyrsta fjórðungi ársins en á sama tíma fyrir ári. Í ágúst sl. náði raun- gengið hæsta stigi sínu í fjögur ár en lækkaði svo jafnt og þétt fram í janúar. Það hækkaði á ný í febrúar um tæp 2%, aftur í mars um rúm 4% og um rúm 5% í apríl og er það mesta hækkun milli mánaða í rúm fjögur ár. Raungengið hefur ekki verið jafn hátt síðan í september 2008. Engu að síður var raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag 9% lægra í apríl en meðalraungengi undanfarinna tíu ára. Miðað við hlutfallslegan launakostnað hækkaði raungengið töluvert í aðdraganda fjármálakreppunnar, enda hækkaði innlendur launakostnaður talsvert meira en meðal samkeppnisríkja, með sam- svarandi rýrnun á samkeppnisstöðu þjóðarbúsins. Rýrnun samkeppn- isstöðu endurheimtist og gott betur í kjölfar kreppunnar en frá árinu 2011 hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað hraðar hér á landi en erlendis (sjá einnig kafla VI) og raungengið því hækkað og samkeppnisstaðan versnað á ný. Samkvæmt grunnspánni mun nafn- gengi krónunnar haldast tiltölulega stöðugt á spátímanum (sjá kafla I) og raungengið því heldur hækka í takt við hraðari hækkun verðlags og launakostnaðar en meðal samkeppnisríkjanna. Raungengið verður þó áfram lágt á spátímanum í sögulegum samanburði. Lítill vöxtur alþjóðaviðskipta Vöxtur alþjóðaviðskipta hefur verið lítill undanfarið í takt við veikburða hagvöxt í stærri ríkjum. Í spám Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er gert ráð fyrir að alþjóðaviðskipti verði heldur meiri á þessu ári en í fyrra, einkum vegna meiri viðskipta milli nýmarkaðsríkja, en spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í apríl hefur þó verið lækkuð fyrir árið 2013 frá fyrri spá í janúar. Sé litið til innflutnings helstu viðskiptalanda Íslands hafa horfur einnig versnað nokkuð, þar sem hagvaxtarhorfur í þeim ríkjum eru eitthvað verri. Áætlað er að innflutningur helstu viðskiptalanda aukist um 2,5% á þessu ári, sem er nokkru minna en í síðustu spá þegar gert var ráð fyrir 3,2% vexti. Á næstu tveimur árum er gert ráð fyrir að eitthvað bæti í vöxtinn, í takt við aukinn hagvöxt í helstu viðskiptalöndum Íslands, og að innflutningur þeirra aukist um 4,5% og 3,5% á hvoru ári fyrir sig. Útflutningshorfur betri en í febrúar vegna aukins þjónustuútflutnings Gert er ráð fyrir að vöruútflutningur dragist saman um 0,6% á þessu ári, sem er svipað og gert var ráð fyrir í síðustu spá, þrátt fyrir að nú sé spáð meiri samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Í spá bankans er gert ráð fyrir að þorskaflinn aukist nokkuð á þessu ári en að dregið verði úr ýsuafla. Þar að auki er gert ráð fyrir að aflaheimildir í uppsjávarfiski verði allnokkru minni en á seinasta ári og því verði 3% samdráttur í útflutningi sjávarafurða. Spá um 2% vöxt útflutnings álafurða í ár er óbreytt frá því í febrúar, en nú er gert ráð fyrir hraðari vexti útflutnings annarra afurða en áls og sjávarafurða. Lágt raungengi krónunnar og 1. Hlutfall útflutningsverðs Íslands og útflutningsverðs helstu viðskipta- landa, mælt í sama gjaldmiðli. Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 2007 = 100 Mynd II-12 Raungengi og hlutfallslegt útflutningsverð1 Raungengi (hlutfallslegt verðlag) Raungengi (hlutfallslegur launakaostnaður) Hlutfallslegt útflutningsverð í erlendum gjaldmiðli 50 60 70 80 90 100 110 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 1. Grunnspá Seðlabankans 2013 - 2015. 2. Innflutningur vöru og þjónustu í helstu viðskiptalöndum Íslands. Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 2007 = 100 Mynd II-13 Alþjóðaviðskipti og íslenskur útflutningur Árlegar tölur 2000-20151 Útflutningur Íslands án skipa og flugvéla Helstu viðskiptalönd Íslands2 Alþjóðaviðskipti 60 70 80 90 100 110 120 130 140 150 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 1999 = 100 Mynd II-11 Launakostnaður á framleidda einingu í 19 þróuðum ríkjum Ísland Þýskaland OECD Evrusvæðið Bandaríkin 90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 190 200 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.