Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Peningamál - 15.05.2013, Page 24

Peningamál - 15.05.2013, Page 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 24 hins vegar nánast þær sömu og í síðustu spá eða um áframhaldandi rýrnun viðskiptakjara um u.þ.b. ½%. Raungengi hefur hækkað að undanförnu Raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag var tæplega 1% hærra á fyrsta fjórðungi ársins en á sama tíma fyrir ári. Í ágúst sl. náði raun- gengið hæsta stigi sínu í fjögur ár en lækkaði svo jafnt og þétt fram í janúar. Það hækkaði á ný í febrúar um tæp 2%, aftur í mars um rúm 4% og um rúm 5% í apríl og er það mesta hækkun milli mánaða í rúm fjögur ár. Raungengið hefur ekki verið jafn hátt síðan í september 2008. Engu að síður var raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag 9% lægra í apríl en meðalraungengi undanfarinna tíu ára. Miðað við hlutfallslegan launakostnað hækkaði raungengið töluvert í aðdraganda fjármálakreppunnar, enda hækkaði innlendur launakostnaður talsvert meira en meðal samkeppnisríkja, með sam- svarandi rýrnun á samkeppnisstöðu þjóðarbúsins. Rýrnun samkeppn- isstöðu endurheimtist og gott betur í kjölfar kreppunnar en frá árinu 2011 hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað hraðar hér á landi en erlendis (sjá einnig kafla VI) og raungengið því hækkað og samkeppnisstaðan versnað á ný. Samkvæmt grunnspánni mun nafn- gengi krónunnar haldast tiltölulega stöðugt á spátímanum (sjá kafla I) og raungengið því heldur hækka í takt við hraðari hækkun verðlags og launakostnaðar en meðal samkeppnisríkjanna. Raungengið verður þó áfram lágt á spátímanum í sögulegum samanburði. Lítill vöxtur alþjóðaviðskipta Vöxtur alþjóðaviðskipta hefur verið lítill undanfarið í takt við veikburða hagvöxt í stærri ríkjum. Í spám Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er gert ráð fyrir að alþjóðaviðskipti verði heldur meiri á þessu ári en í fyrra, einkum vegna meiri viðskipta milli nýmarkaðsríkja, en spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í apríl hefur þó verið lækkuð fyrir árið 2013 frá fyrri spá í janúar. Sé litið til innflutnings helstu viðskiptalanda Íslands hafa horfur einnig versnað nokkuð, þar sem hagvaxtarhorfur í þeim ríkjum eru eitthvað verri. Áætlað er að innflutningur helstu viðskiptalanda aukist um 2,5% á þessu ári, sem er nokkru minna en í síðustu spá þegar gert var ráð fyrir 3,2% vexti. Á næstu tveimur árum er gert ráð fyrir að eitthvað bæti í vöxtinn, í takt við aukinn hagvöxt í helstu viðskiptalöndum Íslands, og að innflutningur þeirra aukist um 4,5% og 3,5% á hvoru ári fyrir sig. Útflutningshorfur betri en í febrúar vegna aukins þjónustuútflutnings Gert er ráð fyrir að vöruútflutningur dragist saman um 0,6% á þessu ári, sem er svipað og gert var ráð fyrir í síðustu spá, þrátt fyrir að nú sé spáð meiri samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Í spá bankans er gert ráð fyrir að þorskaflinn aukist nokkuð á þessu ári en að dregið verði úr ýsuafla. Þar að auki er gert ráð fyrir að aflaheimildir í uppsjávarfiski verði allnokkru minni en á seinasta ári og því verði 3% samdráttur í útflutningi sjávarafurða. Spá um 2% vöxt útflutnings álafurða í ár er óbreytt frá því í febrúar, en nú er gert ráð fyrir hraðari vexti útflutnings annarra afurða en áls og sjávarafurða. Lágt raungengi krónunnar og 1. Hlutfall útflutningsverðs Íslands og útflutningsverðs helstu viðskipta- landa, mælt í sama gjaldmiðli. Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 2007 = 100 Mynd II-12 Raungengi og hlutfallslegt útflutningsverð1 Raungengi (hlutfallslegt verðlag) Raungengi (hlutfallslegur launakaostnaður) Hlutfallslegt útflutningsverð í erlendum gjaldmiðli 50 60 70 80 90 100 110 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 1. Grunnspá Seðlabankans 2013 - 2015. 2. Innflutningur vöru og þjónustu í helstu viðskiptalöndum Íslands. Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 2007 = 100 Mynd II-13 Alþjóðaviðskipti og íslenskur útflutningur Árlegar tölur 2000-20151 Útflutningur Íslands án skipa og flugvéla Helstu viðskiptalönd Íslands2 Alþjóðaviðskipti 60 70 80 90 100 110 120 130 140 150 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 1999 = 100 Mynd II-11 Launakostnaður á framleidda einingu í 19 þróuðum ríkjum Ísland Þýskaland OECD Evrusvæðið Bandaríkin 90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 190 200 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.