Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 20

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 20
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 20 II Ytri skilyrði og útflutningur Heldur hefur hægt á alþjóðlegum efnahagsbata frá útgáfu síðustu Peningamála. Horfur eru þó betri en þær voru taldar á síðasta ári og óvissa hefur minnkað nokkuð vegna stuðningsaðgerða stjórnvalda, sem hafa aukið mönnum bjartsýni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur verið lítil og eru horfur nær óbreyttar frá síðustu spá. Viðbúið er að viðskiptakjör verði verri en gert var ráð fyrir í febrúarspánni, einkum vegna lakara útflutningsverðs. Lítill vöxtur verður í alþjóðaviðskiptum á þessu ári og búist er við að hann verði aðeins minni á næstu árum en áður var spáð. Engu að síður er útlit fyrir að vöxtur útflutnings á spátímanum verði aðeins meiri en gert var ráð fyrir í febrúar, einkum vegna aukins vaxtar þjónustu við erlenda ferðamenn. Fjarað hefur undan efnahagsbatanum í helstu viðskiptalöndum Íslands undanfarin tvö ár … Efnahagsbatinn í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur verið veikburða undanfarin misseri. Viðskiptaveginn hagvöxtur hefur farið minnkandi í liðlega tvö ár og horfur versnuðu ört eftir því sem leið á síðasta ár. Bráðabirgðatölur benda til þess að landsframleiðslan hafi dregist saman í fyrra í 13 af 35 þróuðum ríkjum og í einungis fimm þeirra mældist hagvöxtur meiri en 2%. Samdráttur jókst t.a.m. á evrusvæð- inu og var orðinn tæpt 1% á fjórða ársfjórðungi. Landsframleiðsla dróst einnig saman í Danmörku og Finnlandi og í Noregi og Svíþjóð dró úr hagvexti. Í Japan var batinn sem hófst í byrjun ársins því sem næst horfinn í lok ársins. Hagvöxtur í Bretlandi var nánast enginn í fyrra og í Bandaríkjunum var hagvöxtur kominn undir 2% í lok ársins en mældist 2,2% á árinu í heild. Hagvöxtur í nýmarkaðsríkjunum var sem fyrr talsvert meiri en í þróuðum ríkjum og jókst lítillega á fjórða ársfjórðungi 2012, sér í lagi í Kína. … en horfur eru á auknum hagvexti framundan Spár um hagvöxt í heiminum hafa almennt verið endurskoðaðar lítillega niður á við frá spám í byrjun ársins en þær gera engu að síður ráð fyrir að hagvöxtur glæðist smám saman. Áfram er óvissa til staðar þótt hún hafi minnkað að undanförnu eftir enn frekari stuðningsaðgerðir stjórn- valda helstu iðnríkja. Samkvæmt nýbirtri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fækkar tilfellum samdráttar meðal þróaðra ríkja úr 13 í fyrra í 8 í ár. Helstu hagvísar fyrir evrusvæðið og Bandaríkin, sem birtust fljótlega eftir útgáfu Peningamála í febrúar, voru almennt nokkru betri en spár greiningaraðila höfðu gert ráð fyrir en frá byrjun aprílmánaðar hafa hagvísar verið langt undir væntingum á evrusvæðinu og lítillega undir væntingum í Bandaríkjunum. Hátíðnivísbendingar benda til nokkurs bata á fyrsta fjórðungi þessa árs, en að annar ársfjórðungur verði engu að síður veikur. Almennt er þó búist við að efnahagsbati taki við sér þegar líða tekur á árið. Áfram gerir ný spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þó ráð fyrir lítils háttar samdrætti á evrusvæðinu í ár en rétt undir 2% hagvexti í Bandaríkjunum. Hagvaxtarhorfur meðal helstu viðskiptalanda Íslands eru svip- aðar og í fyrra, en gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði 0,9% á þessu 1. Spár fyrir Kýpur eru undanskildar vegna kreppunnar þar og því samanstendur ríkjasafnið af einungis 34 ríkjum árin 2013 og 2014. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Fjöldi < -2% -2% til -1% -1% til 0% 0 5 10 15 20 25 30 35 2014 2013 2012 0% til 1% 1% til 2% > 2% Mynd II-2 Dreifing hagvaxtar meðal 35 þróaðra ríkja1 1 5 13 15 899233 6 2 5 7 10 5 Heimild: Consensus Forecasts. % Mynd II-3 Hagvaxtarspár fyrir árið 2013 Októberspá 2012 Desemberspá 2012 Febrúarspá 2013 Aprílspá 2013 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 JapanBandaríkinBretlandEvrusvæðið Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-1 Hagvöxtur meðal viðskiptalanda Íslands og nokkurra iðnríkja Magnbreyting VLF 1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2013 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan Viðskiptalönd Íslands -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.