Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 39

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 39
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 39 Búist við áframhaldandi vexti íbúðafjárfestingar Fjárfesting í íbúðarhúsnæði hefur glæðst jafnt og þétt frá því að hún náði lágmarki árið 2010. Íbúðafjárfesting jókst um tæp 7% í fyrra og í ár er spáð 28½% vexti. Spáin byggist m.a. á áætlunum Samtaka iðnaðarins um fjölda húsbygginga sem framkvæmdir verði hafnar við á árinu auk þess sem tekið er tillit til þess að stór hluti þeirra íbúða sem byrjað verður á verði dýrari eignir. Húsnæðismarkaðurinn ber þó enn merki áhrifa fjármálakreppunnar á eftirspurn og framboð láns- fjár. Þá sýna gögn Þjóðskrár Íslands að fermetraverð í fjölbýli er mjög mismunandi eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu þannig að mismikill hvati er til nýfjárfestingar milli hverfa, sé tekið mið af hlutfalli bygg- ingarkostnaðar og söluverðs. Í spánni er áætlað að vöxtur íbúðafjár- festingar á árunum 2014-15 verði um 11-26%, sem er heldur meira en spáð var í febrúar. Hlutfall íbúðafjárfestingar af landsframleiðslu var 2,6% í fyrra en fer í 4,5% árið 2015, gangi spáin eftir, sem er nærri meðaltali undanfarinna þrjátíu ára. Horfur á minni fjárfestingu en vænst var Vöxtur fjárfestingar í heild var um 4,4% í fyrra sem er um 10 prósentum minni vöxtur en árið áður. Vöxturinn var borinn uppi af fjárfestingu í skipum, flugvélum og íbúðarhúsnæði. Almenn atvinnu- vegafjárfesting stóð hins vegar í stað og verulegur samdráttur varð í stóriðjutengdri fjárfestingu og fjárfestingu hins opinbera, eins og rakið var hér að framan. Búist er við umskiptum í fjárfestingu hins opinbera í ár og áframhaldandi vexti íbúðafjárfestingar. Þessi auknu umsvif mega sín hins vegar lítils gagnvart tæplega fjórðungs sam- drætti atvinnuvegafjárfestingar. Því er gert ráð fyrir 9,2% samdrætti fjárfestingar í heild á þessu ári, en það litast mjög af því hversu mikið fjárfesting í skipum og flugvélum dregst saman frá fyrra ári. Ef litið er fram hjá skipum og flugvélum er því spáð að fjármunamyndun aukist um 5% frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir að fjárfesting sæki í sig veðrið eftir því sem efnahagur heimila, fyrirtækja og hins opinbera styrkist og afrakstur endurskipulagningar skulda skýrist. Þetta birtist í aukinni fjárfestingu á árunum 2014-15, þegar nær allir undirliðir fjárfestingar leggjast á sömu sveif. Vöxtur fjármunamyndunar fer í ríflega 20% á næsta ári og vex litlu minna ári síðar. Hlutdeild fjárfestingar í landsframleiðslu fer vaxandi á spátím- anum þótt hún aukist ekki eins mikið og gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans. Samkvæmt spánni hækkar hún úr 14,4% í fyrra í ríflega 17% árið 2015, sem er rúmlega 3 prósentum undir meðaltali síðustu þrjátíu ára. Áþekkur vöxtur heildarfjárfestingar og á fyrri bataskeiðum Samkvæmt spánni eykst fjármunamyndun að meðaltali um 3,2% á ári á tímabilinu 2011-13. Vöxtur fjármunamyndunar hefur því verið minni á yfirstandandi bataskeiði en í kjölfar samdráttarskeiða undanfarinna tveggja áratuga, þegar umfangsmiklar stóriðjuframkvæmdir voru drif- kraftur efnahagsbatans. Vöxtur fjármunamyndunar var hins vegar svipaður og á tímabilum efnahagsbata í kjölfar samdráttarskeiða á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hér þarf einnig að hafa í huga að skuldsetning heimila, fyrirtækja og hins opinbera er langtum meiri á Mynd IV-12 Atvinnuvegafjárfesting í hlutfalli af landsframleiðslu og væntingar fyrirtækja 1. Tekið er mið af 30 ára meðaltali hlutdeildar atvinnuvegafjárfestingar af landsframleiðslu og meðaltalshlutfalli fyrirtækja frá ársbyrjun 2006 í Capacent Gallup sem væntir ýmist aukinnar framlegðar eða hagnaðar. Brúað er á milli kannana með línulegri nálgun. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Frávik frá meðaltali (prósentur)1 Atvinnuvegafjárfesting í hlutfalli af VLF Hlutfall fyrirtækja sem væntir aukinnar framlegðar á næstu 6 mánuðum Hlutfall fyrirtækja sem væntir aukins hagnaðar frá fyrra ári -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 2012201120102009200820072006 Mynd IV-13 Íbúðafjárfesting 2000-20151 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Íbúðafjárfesting PM 2013/2 Íbúðafjárfesting PM 2013/1 0 1 2 3 4 5 6 7 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-14 Þróun fjármunamyndunar og framlag helstu undirliða hennar 2010-20151 Fjármunamyndun alls Atvinnuvegir án stóriðju, skipa og flugvéla Stóriðja -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 30 201520142013201220112010 Skip og flugvélar Íbúðarhúsnæði Hið opinbera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.