Peningamál - 15.05.2013, Side 39

Peningamál - 15.05.2013, Side 39
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 39 Búist við áframhaldandi vexti íbúðafjárfestingar Fjárfesting í íbúðarhúsnæði hefur glæðst jafnt og þétt frá því að hún náði lágmarki árið 2010. Íbúðafjárfesting jókst um tæp 7% í fyrra og í ár er spáð 28½% vexti. Spáin byggist m.a. á áætlunum Samtaka iðnaðarins um fjölda húsbygginga sem framkvæmdir verði hafnar við á árinu auk þess sem tekið er tillit til þess að stór hluti þeirra íbúða sem byrjað verður á verði dýrari eignir. Húsnæðismarkaðurinn ber þó enn merki áhrifa fjármálakreppunnar á eftirspurn og framboð láns- fjár. Þá sýna gögn Þjóðskrár Íslands að fermetraverð í fjölbýli er mjög mismunandi eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu þannig að mismikill hvati er til nýfjárfestingar milli hverfa, sé tekið mið af hlutfalli bygg- ingarkostnaðar og söluverðs. Í spánni er áætlað að vöxtur íbúðafjár- festingar á árunum 2014-15 verði um 11-26%, sem er heldur meira en spáð var í febrúar. Hlutfall íbúðafjárfestingar af landsframleiðslu var 2,6% í fyrra en fer í 4,5% árið 2015, gangi spáin eftir, sem er nærri meðaltali undanfarinna þrjátíu ára. Horfur á minni fjárfestingu en vænst var Vöxtur fjárfestingar í heild var um 4,4% í fyrra sem er um 10 prósentum minni vöxtur en árið áður. Vöxturinn var borinn uppi af fjárfestingu í skipum, flugvélum og íbúðarhúsnæði. Almenn atvinnu- vegafjárfesting stóð hins vegar í stað og verulegur samdráttur varð í stóriðjutengdri fjárfestingu og fjárfestingu hins opinbera, eins og rakið var hér að framan. Búist er við umskiptum í fjárfestingu hins opinbera í ár og áframhaldandi vexti íbúðafjárfestingar. Þessi auknu umsvif mega sín hins vegar lítils gagnvart tæplega fjórðungs sam- drætti atvinnuvegafjárfestingar. Því er gert ráð fyrir 9,2% samdrætti fjárfestingar í heild á þessu ári, en það litast mjög af því hversu mikið fjárfesting í skipum og flugvélum dregst saman frá fyrra ári. Ef litið er fram hjá skipum og flugvélum er því spáð að fjármunamyndun aukist um 5% frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir að fjárfesting sæki í sig veðrið eftir því sem efnahagur heimila, fyrirtækja og hins opinbera styrkist og afrakstur endurskipulagningar skulda skýrist. Þetta birtist í aukinni fjárfestingu á árunum 2014-15, þegar nær allir undirliðir fjárfestingar leggjast á sömu sveif. Vöxtur fjármunamyndunar fer í ríflega 20% á næsta ári og vex litlu minna ári síðar. Hlutdeild fjárfestingar í landsframleiðslu fer vaxandi á spátím- anum þótt hún aukist ekki eins mikið og gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans. Samkvæmt spánni hækkar hún úr 14,4% í fyrra í ríflega 17% árið 2015, sem er rúmlega 3 prósentum undir meðaltali síðustu þrjátíu ára. Áþekkur vöxtur heildarfjárfestingar og á fyrri bataskeiðum Samkvæmt spánni eykst fjármunamyndun að meðaltali um 3,2% á ári á tímabilinu 2011-13. Vöxtur fjármunamyndunar hefur því verið minni á yfirstandandi bataskeiði en í kjölfar samdráttarskeiða undanfarinna tveggja áratuga, þegar umfangsmiklar stóriðjuframkvæmdir voru drif- kraftur efnahagsbatans. Vöxtur fjármunamyndunar var hins vegar svipaður og á tímabilum efnahagsbata í kjölfar samdráttarskeiða á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hér þarf einnig að hafa í huga að skuldsetning heimila, fyrirtækja og hins opinbera er langtum meiri á Mynd IV-12 Atvinnuvegafjárfesting í hlutfalli af landsframleiðslu og væntingar fyrirtækja 1. Tekið er mið af 30 ára meðaltali hlutdeildar atvinnuvegafjárfestingar af landsframleiðslu og meðaltalshlutfalli fyrirtækja frá ársbyrjun 2006 í Capacent Gallup sem væntir ýmist aukinnar framlegðar eða hagnaðar. Brúað er á milli kannana með línulegri nálgun. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Frávik frá meðaltali (prósentur)1 Atvinnuvegafjárfesting í hlutfalli af VLF Hlutfall fyrirtækja sem væntir aukinnar framlegðar á næstu 6 mánuðum Hlutfall fyrirtækja sem væntir aukins hagnaðar frá fyrra ári -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 2012201120102009200820072006 Mynd IV-13 Íbúðafjárfesting 2000-20151 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Íbúðafjárfesting PM 2013/2 Íbúðafjárfesting PM 2013/1 0 1 2 3 4 5 6 7 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-14 Þróun fjármunamyndunar og framlag helstu undirliða hennar 2010-20151 Fjármunamyndun alls Atvinnuvegir án stóriðju, skipa og flugvéla Stóriðja -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 30 201520142013201220112010 Skip og flugvélar Íbúðarhúsnæði Hið opinbera

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.