Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 9

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 9 þrjátíu ár. Eins og mynd I-9 sýnir á það þó einungis við um hlutdeild raunútgjalda af raunvirði landsframleiðslunnar. Sé horft til hlutdeildar nafnútgjalda í verðmæti landsframleiðslunnar er innflutningshlutdeildin töluvert fyrir ofan sögulegt meðaltal enda hefur hlutfallslegt verð inn- flutnings hækkað verulega eftir mikla gengislækkun krónunnar. Þess má einnig vænta að hlutdeild utanríkisviðskipta í landsframleiðslu auk- ist smám saman með auknum alþjóðaviðskiptum. Nánari umfjöllun um eftirspurn einkageirans og hins opinbera er að finna í köflum IV og V. Minni hagvöxtur í fyrra og í ár en spáð var í febrúar Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands var hagvöxtur í fyrra 1,6%, sem er 0,6 prósentum minni vöxtur en spáð var í Peningamálum í febrúar. Skýrist það fyrst og fremst af kröftugri innflutningsvexti en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Á seinni hluta ársins var vöxtur frá sama tíma árið áður 1,8%, en í febrúar hafði verið gert ráð fyrir 2,5% vexti. Nú er áætlað að á fyrsta fjórðungi í ár hafi árstíðarleiðrétt lands- framleiðsla vaxið um 0,3% frá fyrri fjórðungi og um 1,5% frá sama fjórðungi fyrra árs.3 Búist er við að hagvöxtur verði enn hægari á öðrum ársfjórðungi en taki heldur við sér á seinni hluta ársins og verði 1,8% á árinu í heild. Það er heldur minni vöxtur en spáð var í febrúar, en þá var gert ráð fyrir 2,1% hagvexti í ár. Skýrast verri horfur fyrst og fremst af mun minni fjármunamyndun en spáð var í febrúar, í takt við niðurstöður nýrrar könnunar um fjárfestingaráætlanir innlendra fyrirtækja fyrir árið í ár, eins og áður hefur verið rakið. Á móti hægari vexti innlendrar eftirspurnar vegur þó nokkru jákvæðara framlag utan- ríkisviðskipta til hagvaxtar en spáð var í febrúar. Hagvaxtarhorfur fyrir næstu tvö ár versna einnig Hagvaxtarhorfur til næstu tveggja ára eru einnig taldar lakari en í febrúar. Nú er búist við 3% hagvexti á næsta ári en í febrúar var spáð 3,7% vexti. Svipuð breyting verður á hagvaxtarspá fyrir árið 2015, en nú er gert ráð fyrir 3,5% í stað 3,9% vexti í febrúarspánni. Skýrast lakari horfur fyrst og fremst af hægari vexti innlendrar eftirspurnar og þá aðallega af hægari vexti fjárfestingar á meginhluta spátímans. Gangi spáin eftir verður meðalhagvöxtur í ár og á næstu tveimur árum 2,8% í stað 3,2% í febrúarspánni. Það er svipað og meðalhagvöxtur síðustu þrjátíu ára sem hefur verið 2,5%. Þótt gert sé ráð fyrir nokkru hægari vexti innlendrar eftirspurnar á spátímanum en í febrúarspánni, verður innlend eftirspurn eftir sem áður megindrifkraftur hagvaxtar á tímabilinu. Landsframleiðslan verður um 2½% minni í lok spátímans en gert var ráð fyrir í febrúar Bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til lakari hagvaxtar í fyrra en spáð var í febrúar og mældist landsframleiðslan tæplega 1% minni á síðasta fjórðungi ársins. Gangi spá bankans eftir verður landsfram- leiðslan um 9% meiri í lok spátímans um mitt ár 2016 en áætlað er að 3. Hér er vísað í árstíðarleiðréttar tölur sem byggjast á mati Seðlabankans. Eins og rakið er í rammagrein IV-1 í Peningamálum 2012/4 virðast aðferðir Hagstofunnar við árstíðarleið- réttingu ekki henta við túlkun efnahagsþróunar innan árs og kýs Seðlabankinn því að nota aðrar aðferðir við árstíðarleiðréttingu. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-10 Hagvöxtur - samanburður við PM 2013/1 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2013/2 PM 2013/1 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘16201520142013201220112010 1. Árstíðarleiðrétt gögn Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-11 Árstíðarleiðrétt verg landsframleiðsla - samanburður við PM 2013/11 Magnvísitala, 3. ársfj. 2008 = 100 PM 2013/2 PM 2013/1 85 90 95 100 105 110 ‘1620152014201320122011201020092008 1. Árstíðarleiðrétt gögn fyrir Ísland koma frá Seðlabanka Íslands. Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. Mynd I-12 Þróun landsframleiðslunnar í kjölfar fjármálakreppunnar1 Vísitala, 3. ársfj. 2008 = 100 Ísland OECD-ríki Evrusvæðið Bandaríkin Bretland 85 87 89 91 93 95 97 99 101 103 105 201220112010200920082007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað: 2. tbl (15.05.2013)
https://timarit.is/issue/385529

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tbl (15.05.2013)

Aðgerðir: